Meðfylgjandi myndir voru teknar á nýársgleði sem fram fór á veitingastaðnum Austur en sá fögnuður er árviss viðburður.
Boðið var upp á humar og naut en á milli rétta sötruðu gestir Grand Orange úr rauðum kúlum.
Ari Eldjárn skemmti gestum við mikinn fögnuð, Sigríður Klingenberg spáði í framtíðina og Logi Bergmann Eiðsson stjórnaði veislunni.
Margeir plötusnúður og Jóel Pálsson saxafónleikari spiluðu tónlist og Human Woman stigu á stokk en þeir eru sestir að í Kaupmannahöfn því þeir voru að landa stórum útgáfusamning hjá HFN í Þýskalandi.
Nýársfagnaður á Austur
elly@365.is skrifar
