Umfjöllun viðtöl: Stjarnan - Tindastóll 85-88 | eftir framlengingu Stefán Árni Pálsson skrifar 19. janúar 2012 21:19 Tindastóll vann magnaðan sigur, 88-85, á Stjörnunni í Ásgarði í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld en framlengja þurfti leikinn. Stjarnan hafði yfirhöndina nánast allan leikinn en gestirnir náðu að jafna leikinn rétt undir lok venjulegs leiktíma og tryggði sér síðan sigur í framlengingunni. Maurice Miller var frábær fyrir Stólana og gerði 30 stig. Leikurinn hófst nokkuð rólega en heimamenn voru samt ákveðnari til að byrja með. Fljótlega náði Stjarnan fimm stiga forystu 10-5 og voru Stólarnir að elta restin af leikhlutanum. Munurinn hélst nánast óbreyttur þegar fyrstu tíu mínútur leiksins voru liðnar og var staðan þá 25-19. Renato Lindmets var drjúgur fyrir heimamenn í fyrsta leikhlutanum og kemur greinilega ferskur inn í liðið á ný. Stjarnan var sterkari aðilinn í byrjun annars leikhluta en hvorugt liðið sýndi aftur á móti góðan körfubolta í þeim leikhluta. Sóknarleikur liðanna var hugmyndasnauður og hreint lélegur. Það munaði fimm stigum á liðunum í hálfleik og var því allt galopið fyrir þann síðari. Staðan í hálfleik var 40-35 fyrir Stjörnuna. Sama sagan hélt áfram í upphafi síðari hálfleiksins en heimamenn héldu áfram að stjórna leiknum. Stólarnir voru samt aldrei langt undan og því var leikurinn ávallt spennandi. Þegar fjórðungurinn var hálfnaður var staðan 60-51 fyrir Stjörnunar. Keith Cothran, leikmaður Stjörnunnar, kom sterkur upp í leikhlutanum og skoraði mikilvægar körfur. Tindastóll var enn inn í leiknum fyrir loka leikhlutann en staðan fyrir hann var 65-56. Stólarnir voru flottir í upphafi fjórða leikhlutans og voru búnir að jafna leikinn, 67-67, þegar fjórar mínútur voru liðnar af fjórðungnum. Þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum var staðan 71-69 fyrir heimamenn og spennan mikil. Þegar 13 sekúndur voru eftir af leiknum fékk Maurice Miller, leikmaður Tindastóls, boltann fyrir utan þriggja stiga línuna og setti boltann í körfuna og jafnaði metinn 76-76. Stjörnumenn náðu ekki að tryggja sér sigur í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja leikinn. Tindastóll gerði fyrstu körfu framlengingarinnar og komust yfir í fyrsta sinn í leiknum. Framlengingin var æsispennandi og aldrei munaði miklu á liðunum. Þegar 50 sekúndur voru eftir var staðan 82-82 og allt að verða vitlaust í Garðabænum. Þegar upp var staðið voru það gestirnir sem náðu í frábær tvö stig á útivelli og unni 88-85. Bárður Eyþórsson, þjálfari Tindastóls, er greinilega að gera stórkostlega hluti með liðið og en þeir hafa farið á kostum að undanförnu.Bárður: Liðin taka verða að taka okkur alvarlega „Þetta var stórkostlegur sigur hjá okkur,“ sagði Bárðir Eyþórsson, þjálfari Tindastóls, eftir sigurinn í kvöld. „Við einhvernvegin höfðum aldrei trú á því að við værum að fara tapa þessum leik. Liðið hefur núna alltaf trú á því í jöfnum leikjum að við getum unnið leikina“. „Við erum með mikið sjálfstraust núna og erum með breiðan hóp. Álagið dreifist vel á milli leikmanna og það skilaði okkur líklega þessum sigri í kvöld“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Bárð hér að ofan.Marvin: Við töpuðum boltanum allt of oft„Þetta er rosalega svekkjandi,“ sagði Marvin Valdimarsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir tapið í kvöld. „Við vorum betri 90% af leiknum en erum að missa boltann allt of mikið í þeirra hendur og það kostaði okkur þennan sigur“. „Við missum boltann hátt í 30 sinnum og það gjörsamlega fór með þennan leik. Það munaði ekki miklu í kvöld og þetta bara féll með þeim“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Marvin með því ýta hér. Dominos-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport McIlroy skaut niður dróna Golf Fleiri fréttir „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Sjá meira
Tindastóll vann magnaðan sigur, 88-85, á Stjörnunni í Ásgarði í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld en framlengja þurfti leikinn. Stjarnan hafði yfirhöndina nánast allan leikinn en gestirnir náðu að jafna leikinn rétt undir lok venjulegs leiktíma og tryggði sér síðan sigur í framlengingunni. Maurice Miller var frábær fyrir Stólana og gerði 30 stig. Leikurinn hófst nokkuð rólega en heimamenn voru samt ákveðnari til að byrja með. Fljótlega náði Stjarnan fimm stiga forystu 10-5 og voru Stólarnir að elta restin af leikhlutanum. Munurinn hélst nánast óbreyttur þegar fyrstu tíu mínútur leiksins voru liðnar og var staðan þá 25-19. Renato Lindmets var drjúgur fyrir heimamenn í fyrsta leikhlutanum og kemur greinilega ferskur inn í liðið á ný. Stjarnan var sterkari aðilinn í byrjun annars leikhluta en hvorugt liðið sýndi aftur á móti góðan körfubolta í þeim leikhluta. Sóknarleikur liðanna var hugmyndasnauður og hreint lélegur. Það munaði fimm stigum á liðunum í hálfleik og var því allt galopið fyrir þann síðari. Staðan í hálfleik var 40-35 fyrir Stjörnuna. Sama sagan hélt áfram í upphafi síðari hálfleiksins en heimamenn héldu áfram að stjórna leiknum. Stólarnir voru samt aldrei langt undan og því var leikurinn ávallt spennandi. Þegar fjórðungurinn var hálfnaður var staðan 60-51 fyrir Stjörnunar. Keith Cothran, leikmaður Stjörnunnar, kom sterkur upp í leikhlutanum og skoraði mikilvægar körfur. Tindastóll var enn inn í leiknum fyrir loka leikhlutann en staðan fyrir hann var 65-56. Stólarnir voru flottir í upphafi fjórða leikhlutans og voru búnir að jafna leikinn, 67-67, þegar fjórar mínútur voru liðnar af fjórðungnum. Þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum var staðan 71-69 fyrir heimamenn og spennan mikil. Þegar 13 sekúndur voru eftir af leiknum fékk Maurice Miller, leikmaður Tindastóls, boltann fyrir utan þriggja stiga línuna og setti boltann í körfuna og jafnaði metinn 76-76. Stjörnumenn náðu ekki að tryggja sér sigur í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja leikinn. Tindastóll gerði fyrstu körfu framlengingarinnar og komust yfir í fyrsta sinn í leiknum. Framlengingin var æsispennandi og aldrei munaði miklu á liðunum. Þegar 50 sekúndur voru eftir var staðan 82-82 og allt að verða vitlaust í Garðabænum. Þegar upp var staðið voru það gestirnir sem náðu í frábær tvö stig á útivelli og unni 88-85. Bárður Eyþórsson, þjálfari Tindastóls, er greinilega að gera stórkostlega hluti með liðið og en þeir hafa farið á kostum að undanförnu.Bárður: Liðin taka verða að taka okkur alvarlega „Þetta var stórkostlegur sigur hjá okkur,“ sagði Bárðir Eyþórsson, þjálfari Tindastóls, eftir sigurinn í kvöld. „Við einhvernvegin höfðum aldrei trú á því að við værum að fara tapa þessum leik. Liðið hefur núna alltaf trú á því í jöfnum leikjum að við getum unnið leikina“. „Við erum með mikið sjálfstraust núna og erum með breiðan hóp. Álagið dreifist vel á milli leikmanna og það skilaði okkur líklega þessum sigri í kvöld“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Bárð hér að ofan.Marvin: Við töpuðum boltanum allt of oft„Þetta er rosalega svekkjandi,“ sagði Marvin Valdimarsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir tapið í kvöld. „Við vorum betri 90% af leiknum en erum að missa boltann allt of mikið í þeirra hendur og það kostaði okkur þennan sigur“. „Við missum boltann hátt í 30 sinnum og það gjörsamlega fór með þennan leik. Það munaði ekki miklu í kvöld og þetta bara féll með þeim“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Marvin með því ýta hér.
Dominos-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport McIlroy skaut niður dróna Golf Fleiri fréttir „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum