Leikarinn Johnny Depp og unnusta hans, franska leikkonan Vanessa Paradis, eru hætt saman ef marka má People tímaritið en sögusagnir um sambandsslitin hafa verið háværar í Hollywood undanfarið.
Johnny mætti galvaskur á Golden Globe verðlaunahátíðina um helgina Frakkalaus.
Vanessa og Johnny, sem skoða má í myndasafni, hafa verið kærustupar í 14 ár og eiga saman börnin Lily-Rose, 13 ára, og John Christopher, sem er kallaður Jack, 10 ára.
Þá er þetta samband farið í vaskinn
elly@365.is skrifar
