Sport

Seldur í miðjum leik | kippt útaf og sendur í sturtu

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Skömmu eftir að þessu mynd var tekin af Mike Cammalleri leikmanni íshokkíliðsins Montreal frá Kanada var Cammalleri kippt af ísnum á varamannabekkinn af þjálfara liðsins, þar sem hann hafði verið seldur til annars liðs.
Skömmu eftir að þessu mynd var tekin af Mike Cammalleri leikmanni íshokkíliðsins Montreal frá Kanada var Cammalleri kippt af ísnum á varamannabekkinn af þjálfara liðsins, þar sem hann hafði verið seldur til annars liðs. AFP
Skömmu eftir að þessu mynd var tekin af Mike Cammalleri leikmanni íshokkíliðsins Montreal frá Kanada var Cammalleri kippt af ísnum á varamannabekkinn af þjálfara liðsins. Ástæðan var einföld. Cammalleri var ekki lengur leikmaður Montreal, hann var þá orðinn leikmaður Calgary Flames.

„Ég hef séð leikmenn yfirgefa lið sín að morgni á leikdegi, rétt fyrir leik, og um miðja nótt eftir leik. En ég hef aldrei séð að leikmaður sé látinn fara frá félagi í miðjum leik," sagði Barry Melrose sérfræðingur ESPN sjónvarpsstöðvarinnar þegar þessi uppákoma átti sér stað á milli annars og þriðja leikhluta í leik Boston Bruins og Montreal.

Randy Cunneyworth, þjálfari Montreal fékk upplýsingar um leikmannaskiptin á þeim tíma og þá var Cammalleri orðinn leikmaður Calgary Flames. Cunneyworth fékk fyrirmæli frá NHL deildinni að taka Cammalleri af ísnum.

„Ég fékk að vita að ég væri hluti af leikmannaskiptum en ég vissi ekki hvert ég var að fara," sagði Callammeri í viðtali sem birt var á heimasíðu Calgary Flames.

Callammeri lék í 9 mínútur í leiknum og fór hann rakleitt í sturtu, og þaðan á hótel þar sem hann hitti liðsfélaga sína hjá Calgary.

Callammeri hafði nýverið komið fram í sjónvarpsviðtali þar sem hann lýsti því hve vel honum liði í Montreal. Hann hafði nýverið keypt sér hús á svæðinu og fjölskyldan hafði komið sér vel fyrir í borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×