Landsliðskonan Dóra María Lárusdóttir hefur gengið til liðs við brasilíska félagið Vitoria de Santao Anta og mun leika með því þar til tímabilið hefst í Pepsi-deildinni í vor.
Þórunn Helga Jónsdóttir leikur með sama liði en þær þekkjast vel úr íslenska landsliðinu. Þetta kom fram á Fótbolta.net í kvöld.
Dóra María mun svo spila með Val í sumar en hún var á mála hjá Djurgården í Svíþjóð á síðasta tímabili. Tímabillinu í Brasilíu lýkur í apríl en hefst svo á Íslandi í byrjun maí.
Dóra María er 26 ára gömul og á að baki 71 leik með landsliði Íslands.

