Sigurður Ragnar: Getum ekki sett öll eggin í sömu körfuna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. janúar 2012 16:53 Mynd/Valli Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, staðfestir að KSÍ hafi tilkynnt Birnu Berg að hún yrði ekki valin í landsliðsverkefni í knattspyrnu fyrr en hún ákveddi að einbeita sér alfarið að knatttspyrnu. Sigurður Ragnar segir að ákvörðun Birnu um að taka vináttulandsleiki í handknattleik fram yfir mikilvæga leiki í undankeppni Evrópumóts hjá U19 ára landsliði kvenna í knattspyrnu hafi leitt til ákvörðunar KSÍ „Þá ræddum við saman innan KSÍ og vorum sammála um að við þyrftum að skoða fleiri kosti. Við mættum ekki setja öll eggin í sömu körfuna. Þarna var markvörður búinn að taka þá ákvörðun að velja handboltann fram yfir fótboltann þó að um aðeins vináttumót væri að ræða. Við vorum hins vegar á leið í mikilvæga keppni hjá 19 ára liðinu," sagði Sigurður Ragnar í samtali við Vísi. Sigurður segir Birnu Berg hafa verið fjórða markvörð í A-landsliðinu á eftir þeim Þóru Helgadóttur, Guðbjörgu Gunnarsdóttur og Söndru Sigurðardóttur. Það væri ekki ákjósanleg staða að geta ekki stólað á Birnu vitandi að ef upp kæmi handboltaverkefni væri sú hætta fyrir hendi að hún veldi frekar handboltann. Sigurður segir að þeir Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari U19 ára landsliðs kvenna, hafi ítrekað sagt Birnu að hún þyrfti að einbeita sér að knattspyrnunni ætlaði hún sér að verða framúrskarandi á því sviði. Með því að spila handbolta 6-7 mánuði á ári væri hún að missa af undirbúningstímabilinu í knattspyrnunni og í raun spilaði hún ekki knattspyrnu nema 3-4 mánuði á ári. „Við vorum sammála því innan KSÍ að þetta væri ekki ákjósanlegt. Ég hringdi því í Birnu í haust og tilkynnti henni að hún væri mjög efnilegur markvörður sem ætti framtíðina fyrir sér. Við gætum samt ekki sett öll eggin í sömu könnuna, stólað á að hún veldi fótboltann og ekki skoðað aðra kosti. Hér eftir myndum við því velja aðra markverði á æfingar hjá U19 og A-landsliði kvenna en vonuðumst um leið til þess að hún myndi velja fótbolta. Okkur finnst hún mjög efnileg og höfum trú á að hún geti orðið mjög góður markvörður," sagði Sigurður Ragnar. Sigurður Ragnar segir allar dyr standa Birnu opnar velji hún fótboltann fram yfir handboltann. Þá um leið kæmi hún aftur til greina hvort sem er í U19 ára landsliðið eða A-landslið kvenna. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Birna Berg spilar ekki í sumar - meinað að spila með landsliðum Íslands Hand- og knattspyrnukonan Birna Berg Haraldsdóttir spilar ekki í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í sumar. Birna Berg meiddist í viðureign Fram gegn Val fyrr í janúar og nú er ljóst að fremra krossband er slitið og liðþófi rifinn. Þetta kemur fram í viðtali Birnu við fréttasíðuna sem fotbolti.net. 28. janúar 2012 14:07 Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Toppliðið í Garðabæ Í beinni: Breiðablik - Valur | Stórleikur í Kópavogi Í beinni: ÍA - FH | Lið sem hafa margt að sanna Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, staðfestir að KSÍ hafi tilkynnt Birnu Berg að hún yrði ekki valin í landsliðsverkefni í knattspyrnu fyrr en hún ákveddi að einbeita sér alfarið að knatttspyrnu. Sigurður Ragnar segir að ákvörðun Birnu um að taka vináttulandsleiki í handknattleik fram yfir mikilvæga leiki í undankeppni Evrópumóts hjá U19 ára landsliði kvenna í knattspyrnu hafi leitt til ákvörðunar KSÍ „Þá ræddum við saman innan KSÍ og vorum sammála um að við þyrftum að skoða fleiri kosti. Við mættum ekki setja öll eggin í sömu körfuna. Þarna var markvörður búinn að taka þá ákvörðun að velja handboltann fram yfir fótboltann þó að um aðeins vináttumót væri að ræða. Við vorum hins vegar á leið í mikilvæga keppni hjá 19 ára liðinu," sagði Sigurður Ragnar í samtali við Vísi. Sigurður segir Birnu Berg hafa verið fjórða markvörð í A-landsliðinu á eftir þeim Þóru Helgadóttur, Guðbjörgu Gunnarsdóttur og Söndru Sigurðardóttur. Það væri ekki ákjósanleg staða að geta ekki stólað á Birnu vitandi að ef upp kæmi handboltaverkefni væri sú hætta fyrir hendi að hún veldi frekar handboltann. Sigurður segir að þeir Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari U19 ára landsliðs kvenna, hafi ítrekað sagt Birnu að hún þyrfti að einbeita sér að knattspyrnunni ætlaði hún sér að verða framúrskarandi á því sviði. Með því að spila handbolta 6-7 mánuði á ári væri hún að missa af undirbúningstímabilinu í knattspyrnunni og í raun spilaði hún ekki knattspyrnu nema 3-4 mánuði á ári. „Við vorum sammála því innan KSÍ að þetta væri ekki ákjósanlegt. Ég hringdi því í Birnu í haust og tilkynnti henni að hún væri mjög efnilegur markvörður sem ætti framtíðina fyrir sér. Við gætum samt ekki sett öll eggin í sömu könnuna, stólað á að hún veldi fótboltann og ekki skoðað aðra kosti. Hér eftir myndum við því velja aðra markverði á æfingar hjá U19 og A-landsliði kvenna en vonuðumst um leið til þess að hún myndi velja fótbolta. Okkur finnst hún mjög efnileg og höfum trú á að hún geti orðið mjög góður markvörður," sagði Sigurður Ragnar. Sigurður Ragnar segir allar dyr standa Birnu opnar velji hún fótboltann fram yfir handboltann. Þá um leið kæmi hún aftur til greina hvort sem er í U19 ára landsliðið eða A-landslið kvenna.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Birna Berg spilar ekki í sumar - meinað að spila með landsliðum Íslands Hand- og knattspyrnukonan Birna Berg Haraldsdóttir spilar ekki í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í sumar. Birna Berg meiddist í viðureign Fram gegn Val fyrr í janúar og nú er ljóst að fremra krossband er slitið og liðþófi rifinn. Þetta kemur fram í viðtali Birnu við fréttasíðuna sem fotbolti.net. 28. janúar 2012 14:07 Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Toppliðið í Garðabæ Í beinni: Breiðablik - Valur | Stórleikur í Kópavogi Í beinni: ÍA - FH | Lið sem hafa margt að sanna Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Sjá meira
Birna Berg spilar ekki í sumar - meinað að spila með landsliðum Íslands Hand- og knattspyrnukonan Birna Berg Haraldsdóttir spilar ekki í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í sumar. Birna Berg meiddist í viðureign Fram gegn Val fyrr í janúar og nú er ljóst að fremra krossband er slitið og liðþófi rifinn. Þetta kemur fram í viðtali Birnu við fréttasíðuna sem fotbolti.net. 28. janúar 2012 14:07
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn