Körfubolti

KR-konur upp í þriðja sætið | Fóru illa með Fjölni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Margrét Kara Sturludóttir.
Margrét Kara Sturludóttir. Mynd/Stefán
KR-konur eru komnar upp í þriðja sæti Iceland Express deildar kvenna eftir sannfærandi 44 stiga sigur á Fjölni í kvöld, 86-42. KR fór upp fyrir Hauka en Haukakonur eiga leik inni á móti Val á morgun.

KR-liðið lagði grunninn að sigrinum með frábærum öðrum leikhluta sem liðið vann 17-4 og náði í kjölfarið 17 stiga forystu í hálfleik, 36-19. KR gerði endanlega út um leikinn með því að vinna þriðja leikhlutann 22-10 og ná 29 stiga forskoti fyrir lokaleikhlutann.

Margrét Kara Sturludóttir lék vel með KR-liðinu og var með 24 stig og 12 fráköst en Sigrún Sjöfn Ámundadóttir bætti við 14 stigum og 13 fráköstum. Það var samt varnarleikur KR-liðsins sem á mesta hrósið skilið en Fjölniskonur náðu aðeins að nýta 23 prósent skota sinna í leiknum (15 af 65).

KR-liðið hélt stigahæsta leikmanni deildarinnar, Brittney Jones, í aðeins 12 stigum en það er það minnsta sem hún hefur skorað í vetur. Jones hitti aðeins úr 4 af 18 skotum sínum.

Hamar vann sinn leik í kvöld og því munar bara fjórum stigum á tveimur neðstu liðunum sem munu berjast um að sleppa við fall úr deildinni á lokasprettinum.



KR-Fjölnir 86-42 (19-15, 17-4, 22-10, 28-13)

KR: Margrét Kara Sturludóttir 24/12 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 14/13 fráköst, Erica Prosser 13/6 fráköst/6 stoðsendingar, Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir 9, Hafrún Hálfdánardóttir 9/6 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 8/4 fráköst, Kristbjörg Pálsdóttir 3, Ragnhildur Arna Kristinsdóttir 2, Helga Hrund Friðriksdóttir 2/6 fráköst, Helga Einarsdóttir 2/5 fráköst.

Fjölnir: Brittney Jones 12/5 stolnir, Katina Mandylaris 10/13 fráköst, Birna Eiríksdóttir 9/6 fráköst, Bergdís Ragnarsdóttir 7/5 fráköst, Dagbjört Helga Eiríksdóttir 3, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×