New York Giants og New England Patriots leika til úrslita í Ofurskálarleiknum í NFL deildinni í Bandaríkjunum. Patriots lagði Baltimore Ravens 23-20 í undanúrslitum, og Giants hafði betur 20-17 í framlengdum leik gegn San Francisco 49'ers. Ofurskálarleikurinn, eða Superbowl, fer fram í Indianapolis þann 5. febrúar.
Leikur Giants og 49'ers var gríðarlega jafn og spennandi. Giants tryggði sér sigur með vallarmarki frá hinum 31 árs gamla Lawrence Tynes.
„Þetta er ótrúlegt og mig dreymdi þetta fyrir leikinn. Ég var gríðarlega taugaóstyrkur fyrir leikinn því að ég vissi að ég myndi gera út um leikinn," sagði Tynes eftir leikinn í nótt.
49'ers hafa ekki unnið NFL deildina frá árinu 1995 en margir áttu von á því að liðið færi alla leið í ár. New England og Giants mættust síðast í úrslitum árið 2008 þar sem Giants höfðu betur, 17-14.
Billy Cundiff, leikmaður Baltimore Ravens fékk tækifæri til þess að jafna metin með vallarmarki 11 sekúndum fyrir leikslok gegn New England Patriots. Hann sparkaði boltanum framhjá af um 28 metra færi. New England hefur ekki unnið NFL deildina frá árinu 2005.
Giants og Patriots leika til úrslita í Ofurskálarleiknum

Mest lesið



Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar
Enski boltinn

Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum
Enski boltinn


Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd
Íslenski boltinn


Adam Ægir á heimleið
Íslenski boltinn


Fleiri fréttir
