Sport

Gerpla bætti enn einu gullinu í safnið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sigurlið Gerplu keppir á Reykjavíkurleikunum.
Sigurlið Gerplu keppir á Reykjavíkurleikunum. Mynd/Helgi Olgeirsson
Kvennalið Gerplu bar sigur úr býtum í hópfimleikum á Reykjavíkurleikunum sem nú fara fram. Sveit Ármanns fagnaði sigri í karlaflokki.

Gerpla hefur átt mikilli velgengni að fagna og er ríkjandi Evrópu-, Norðurlanda-, Íslands- og bikarmeistari.

Í öðru sæti varð Stjarnan og Selfoss í því þriðja. Gerpla sigraði einnig í blönduðum flokki.

Þá var einnig keppt í þríþraut í fyrsta sinn í sögu leikanna og þar bar Karen Axelsdóttir sigur úr býtum í kvennaflokki en Hákon Hrafn Sigurðsson í karlaflokki.

Í þríþraut er keppt í hlaupi, sundi og hjólreiðum en ekki var hægt að keppa í síðastnefndu greininni enda snjóþungt í Reykjavík. Keppt var í 800 m sundi og 8 km hlaupi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×