Mikil spenna fyrir Óskarnum 26. febrúar 2012 12:45 Bein útsending frá rauða dreglinum hefst klukkan 23:40 á Stöð 2. Afhending Óskarsverðlaunanna fer fram í kvöld, en það eru ævintýramyndin Hugo og þögla myndin The Artist sem tilnefndar eru í flestum flokkum. Stjörnurnar tekur að drífa að Kodak leikhúsinu í Hollywood þegar líða tekur á kvöldið, en bein útsending frá rauða dreglinum hefst klukkan 23:40 á Stöð 2. Verðlaunaafhendingin sjálf hefst svo klukkan hálftvö í nótt, en það er leikarinn Billy Crystal sem er kynnirinn að þessu sinni, í níunda skipti. Ævintýramyndin Hugo í leikstjórn Martin Scorsese er tilnefnd í flestum flokkum, eða alls ellefu talsins, en í henni segir frá munaðarlausum dreng sem hírist á lestarstöð í París á fjórða áratugnum, og samskiptum hans við dularfullan eiganda leikfangaverslunar. Þar á eftir kemur svarthvíta, þögla, franska, rómantíska gamandramað The Artist, listamaðurinn, með tíu tilnefningar, en þar segir frá leikara í þöglu myndunum, sem glímir við erfiðleika þegar hljóðmyndir taka við. Sú mynd hlaut þrenn Golden Globe verðlaun, en þau gefa ásamt fjölda Óskarstilnefninga afar gott forspárgildi um sigurlíkur myndarinnar. Veðbankar spá enda myndinni flestir öruggum sigri, og leikstjóra hennar, Michel Hazanavicius, einnig í sínum flokki. Leikararnir Jean Dujardin úr myndinni Listamanninum og George Clooney úr The Descendants, þykja sigurstranglegastir sem aðalleikarar, Viola Davis úr Húshjálpinni og Meryl Streep úr Járnfrúnni sem aðalleikonur. Aðrar myndir sem tilnefndar eru í fimm eða fleiri flokkum á verðlaunahátíðinni eru MoneyBall, War Horse, The Descendants og bandarísk endurgerð sænsku kvikmyndarinnar Karlar sem hata konur. Golden Globes Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira
Afhending Óskarsverðlaunanna fer fram í kvöld, en það eru ævintýramyndin Hugo og þögla myndin The Artist sem tilnefndar eru í flestum flokkum. Stjörnurnar tekur að drífa að Kodak leikhúsinu í Hollywood þegar líða tekur á kvöldið, en bein útsending frá rauða dreglinum hefst klukkan 23:40 á Stöð 2. Verðlaunaafhendingin sjálf hefst svo klukkan hálftvö í nótt, en það er leikarinn Billy Crystal sem er kynnirinn að þessu sinni, í níunda skipti. Ævintýramyndin Hugo í leikstjórn Martin Scorsese er tilnefnd í flestum flokkum, eða alls ellefu talsins, en í henni segir frá munaðarlausum dreng sem hírist á lestarstöð í París á fjórða áratugnum, og samskiptum hans við dularfullan eiganda leikfangaverslunar. Þar á eftir kemur svarthvíta, þögla, franska, rómantíska gamandramað The Artist, listamaðurinn, með tíu tilnefningar, en þar segir frá leikara í þöglu myndunum, sem glímir við erfiðleika þegar hljóðmyndir taka við. Sú mynd hlaut þrenn Golden Globe verðlaun, en þau gefa ásamt fjölda Óskarstilnefninga afar gott forspárgildi um sigurlíkur myndarinnar. Veðbankar spá enda myndinni flestir öruggum sigri, og leikstjóra hennar, Michel Hazanavicius, einnig í sínum flokki. Leikararnir Jean Dujardin úr myndinni Listamanninum og George Clooney úr The Descendants, þykja sigurstranglegastir sem aðalleikarar, Viola Davis úr Húshjálpinni og Meryl Streep úr Járnfrúnni sem aðalleikonur. Aðrar myndir sem tilnefndar eru í fimm eða fleiri flokkum á verðlaunahátíðinni eru MoneyBall, War Horse, The Descendants og bandarísk endurgerð sænsku kvikmyndarinnar Karlar sem hata konur.
Golden Globes Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira