Kipyego fyrstur í mark | Vonbrigði hjá Gebrselassie Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. febrúar 2012 11:45 Kipyego kemur fyrstur í mark í kuldalegri Tókíó í nótt. Nordic Photos / Getty Images Keníumaðurinn Michael Kipyego kom fyrstur í mark í Tókíó maraþoninu sem fram fór í nótt. Kipyego, sem áður keppti í 3000 metra hindrunarhlaupi, hljóp á tímanum 2:07:37 klst. Það var nokkuð kalt en fínar aðstæður til hlaups í Tókíó. Eþíópíumaðurinn Haile Gebrselassi ætlaði sér stóra hluti í hlaupinu en markmið hans er að komast í Ólympíulið þjóðar sinnar í London í sumar. Útlitið var gott hjá Gebrselassi lengi vel en þegar fjórir kílómetrar voru fór Kipyego fram úr honum. Eþíópíumaðurinn hafnaði að lokum í fjórða sæti á slakari tíma en hann reiknaði með. Tíminn sem hlaupagoðsögnin hefur til þess að tryggja sæti sitt í Ólymíuliðinu er að hlaupa frá honum. Þrír landar hans hlupu á undir 2:05:00 í Dubai maraþoninu í janúar. „Ég gæti hlaupið maraþon eftir tvær vikur. Mér leið frábærlega fyrstu 30 kílómetrana en átti svo við vandamál að stríða í lok hlaupsins," sagði Gebrselassie sem sagði síðustu fimm kílómetrana þá verstu sem hann hefði nokkru sinni hlaupið. Gebrselassie lauk keppni á tímanum 2:08:17 klst. Hann hafði sett stefnuna á tíma undir 2:05:00 klst. Kipyego var hæstánægður með sigurinn og stoltur af því að hafa haft betur í baráttu við Eþíópíubúann sem var handhafi heimsmetsins í greininni þar til fyrir fimm mánuðum. Þá hljóp Keníumaðurinn Patrick Makau á 2:03:38 klst í Berlín. „Ég vann í dag en það getur enginn borið sig saman við Haile. Hann er konungur maraþonhlauparinn. Ég hneigi mig fyrir honum," sagði hinn 28 ára gamli Keníamaður. Heimamaðurinn Arata Fujiwara hafnaði öðru sæti og Stephen Kiprotich frá Úganda í því þriðja. Erlendar Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Varsjáarvíti í uppbótartíma tryggði Brann stig í Íslendingaslag Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja ÍR - Stjarnan | Síðast unnu ÍR-ingar Keflavík - Ármann | Fylgja þeir eftir sigrinum óvænta? Valur - Þór Þ. | Hvernig svara Valsmenn fyrir sig? Álftanes - ÍA | Botnliðið þarf að glíma við James „Ísland í betra formi en við höfum sýnt“ Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Fiorentina sagt hafa hafnað tilboði Juventus í Albert Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Liverpool þénaði meira en Manchester United í fyrsta sinn Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Big Ben í kvöld: Heimir Guðjóns og Steini Arndal Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Sjá meira
Keníumaðurinn Michael Kipyego kom fyrstur í mark í Tókíó maraþoninu sem fram fór í nótt. Kipyego, sem áður keppti í 3000 metra hindrunarhlaupi, hljóp á tímanum 2:07:37 klst. Það var nokkuð kalt en fínar aðstæður til hlaups í Tókíó. Eþíópíumaðurinn Haile Gebrselassi ætlaði sér stóra hluti í hlaupinu en markmið hans er að komast í Ólympíulið þjóðar sinnar í London í sumar. Útlitið var gott hjá Gebrselassi lengi vel en þegar fjórir kílómetrar voru fór Kipyego fram úr honum. Eþíópíumaðurinn hafnaði að lokum í fjórða sæti á slakari tíma en hann reiknaði með. Tíminn sem hlaupagoðsögnin hefur til þess að tryggja sæti sitt í Ólymíuliðinu er að hlaupa frá honum. Þrír landar hans hlupu á undir 2:05:00 í Dubai maraþoninu í janúar. „Ég gæti hlaupið maraþon eftir tvær vikur. Mér leið frábærlega fyrstu 30 kílómetrana en átti svo við vandamál að stríða í lok hlaupsins," sagði Gebrselassie sem sagði síðustu fimm kílómetrana þá verstu sem hann hefði nokkru sinni hlaupið. Gebrselassie lauk keppni á tímanum 2:08:17 klst. Hann hafði sett stefnuna á tíma undir 2:05:00 klst. Kipyego var hæstánægður með sigurinn og stoltur af því að hafa haft betur í baráttu við Eþíópíubúann sem var handhafi heimsmetsins í greininni þar til fyrir fimm mánuðum. Þá hljóp Keníumaðurinn Patrick Makau á 2:03:38 klst í Berlín. „Ég vann í dag en það getur enginn borið sig saman við Haile. Hann er konungur maraþonhlauparinn. Ég hneigi mig fyrir honum," sagði hinn 28 ára gamli Keníamaður. Heimamaðurinn Arata Fujiwara hafnaði öðru sæti og Stephen Kiprotich frá Úganda í því þriðja.
Erlendar Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Varsjáarvíti í uppbótartíma tryggði Brann stig í Íslendingaslag Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja ÍR - Stjarnan | Síðast unnu ÍR-ingar Keflavík - Ármann | Fylgja þeir eftir sigrinum óvænta? Valur - Þór Þ. | Hvernig svara Valsmenn fyrir sig? Álftanes - ÍA | Botnliðið þarf að glíma við James „Ísland í betra formi en við höfum sýnt“ Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Fiorentina sagt hafa hafnað tilboði Juventus í Albert Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Liverpool þénaði meira en Manchester United í fyrsta sinn Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Big Ben í kvöld: Heimir Guðjóns og Steini Arndal Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Sjá meira