Gebrselassie klár í slaginn í Tókíó Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. febrúar 2012 21:00 Gebrselassie kemur í mark í Manchester-hlaupinu á síðasta ári. Nordic Photos / Getty Hlaupagoðsögnin Haile Gebrselassie er klár í slaginn fyrir Tókíó-maraþonið sem fram fer á morgun. Flestir af bestu maraþonhlaupurum heims eru mættir og veðurspá eins og hún gerist best. Gebrselassie þurfti að draga sig úr keppni í hlaupinu á síðasta ári vegna meiðsla. Hann gerir sér vonir um að hlaupa nógu hratt til þess að tryggja sér sæti í Ólympíuliði Eþíópíu í London í sumar. Gebrselassie sat blaðamannafund í gær ásamt heimamanninum Yuki Kawauchi sem hafnaði afar óvænt í þriðja sæti hlaupsins í fyrra. Fyrrum heimsmethafinn frá Eþíópíu er á 39 aldursári. „Ég borða, sef og hleyp. Hlaup eru hluti af lífi mínu. Einn daginn hætti ég að keppa en ég mun aldrei hætta að hlaupa," sagði hlauparinn geðþekki. „Í 10 þúsund metra hlaupi keppirðu á móti öðrum hlaupurum en í maraþonhlaupi þarftu að sigra vegalengdina," sagði Gebrselassie. Ummælin voru sérstaklega viðeigandi í ljósi þess að kempan hefur þurft að að draga sig úr keppni í síðustu tveimur maraþonhlaupum sínum. Veðurspáin fyrir morgundaginn hljóðar upp á lítinn vind og hitastig á bilinu 5-8 °C. Frábærar aðstæður fyrir hlaupara. Boðsgestir á mótinu ásamt besta tíma:Karlar Haile Gebrselassie (Eþíópía), 2:03:59, 2008 Berlín Jafred Kipchumba (Kenía), 2:05:48, 2011 Eindhoven Gilbert Kirwa (Kenía), 2:06:14, 2009 Frankfurt Michael Kipyego (Kenía), 2:06:48, 2011 Eindhoven Stephen Kiprotich (Úganda), 2:07:20, 2011 Enschede Hailu Meikonnen (Eþíópía), 2:07:35, 2011 Tókíó Oleksander Sitkovskyy (Úkraína), 2:09:26, 2011 Belaya Tserkev Viktor Rothlin (Sviss), 2:07:23, 2008 TókíóKonur Helena Loshanyang Kirop (Eþíópía), 2:23:37, 2011 Feneyjar Atsede Habtamu (Eþíópía), 2:24:25, 2011 Berlín Eyerusalem Kuma (Eþíópía), 2:24:55, 2011 Amsterdam Tatyana Petrova (Rússland), 2:25:01, 2011 Berlín Esayias Yeshi (Eþíópía), 2:26:04, 2011 Daegu Rosaria Console (Ítalía), 2:26:10, 2011 Berlín Lishan Dula (Barein), 2:26:56, 2011 Rotterdam Kateryna Stetsenko (Úkraína), 2:27:51, 2010 Dublin Adriana da Silva (Brasilía), 2:32:30, 2010 Berlín Erlendar Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja ÍR - Stjarnan | Síðast unnu ÍR-ingar Keflavík - Ármann | Fylgja þeir eftir sigrinum óvænta? Valur - Þór Þ. | Hvernig svara Valsmenn fyrir sig? Álftanes - ÍA | Botnliðið þarf að glíma við James „Ísland í betra formi en við höfum sýnt“ Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Fiorentina sagt hafa hafnað tilboði Juventus í Albert Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Liverpool þénaði meira en Manchester United í fyrsta sinn Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Big Ben í kvöld: Heimir Guðjóns og Steini Arndal Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Donni þarf líka að fara í aðgerð Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Sjá meira
Hlaupagoðsögnin Haile Gebrselassie er klár í slaginn fyrir Tókíó-maraþonið sem fram fer á morgun. Flestir af bestu maraþonhlaupurum heims eru mættir og veðurspá eins og hún gerist best. Gebrselassie þurfti að draga sig úr keppni í hlaupinu á síðasta ári vegna meiðsla. Hann gerir sér vonir um að hlaupa nógu hratt til þess að tryggja sér sæti í Ólympíuliði Eþíópíu í London í sumar. Gebrselassie sat blaðamannafund í gær ásamt heimamanninum Yuki Kawauchi sem hafnaði afar óvænt í þriðja sæti hlaupsins í fyrra. Fyrrum heimsmethafinn frá Eþíópíu er á 39 aldursári. „Ég borða, sef og hleyp. Hlaup eru hluti af lífi mínu. Einn daginn hætti ég að keppa en ég mun aldrei hætta að hlaupa," sagði hlauparinn geðþekki. „Í 10 þúsund metra hlaupi keppirðu á móti öðrum hlaupurum en í maraþonhlaupi þarftu að sigra vegalengdina," sagði Gebrselassie. Ummælin voru sérstaklega viðeigandi í ljósi þess að kempan hefur þurft að að draga sig úr keppni í síðustu tveimur maraþonhlaupum sínum. Veðurspáin fyrir morgundaginn hljóðar upp á lítinn vind og hitastig á bilinu 5-8 °C. Frábærar aðstæður fyrir hlaupara. Boðsgestir á mótinu ásamt besta tíma:Karlar Haile Gebrselassie (Eþíópía), 2:03:59, 2008 Berlín Jafred Kipchumba (Kenía), 2:05:48, 2011 Eindhoven Gilbert Kirwa (Kenía), 2:06:14, 2009 Frankfurt Michael Kipyego (Kenía), 2:06:48, 2011 Eindhoven Stephen Kiprotich (Úganda), 2:07:20, 2011 Enschede Hailu Meikonnen (Eþíópía), 2:07:35, 2011 Tókíó Oleksander Sitkovskyy (Úkraína), 2:09:26, 2011 Belaya Tserkev Viktor Rothlin (Sviss), 2:07:23, 2008 TókíóKonur Helena Loshanyang Kirop (Eþíópía), 2:23:37, 2011 Feneyjar Atsede Habtamu (Eþíópía), 2:24:25, 2011 Berlín Eyerusalem Kuma (Eþíópía), 2:24:55, 2011 Amsterdam Tatyana Petrova (Rússland), 2:25:01, 2011 Berlín Esayias Yeshi (Eþíópía), 2:26:04, 2011 Daegu Rosaria Console (Ítalía), 2:26:10, 2011 Berlín Lishan Dula (Barein), 2:26:56, 2011 Rotterdam Kateryna Stetsenko (Úkraína), 2:27:51, 2010 Dublin Adriana da Silva (Brasilía), 2:32:30, 2010 Berlín
Erlendar Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja ÍR - Stjarnan | Síðast unnu ÍR-ingar Keflavík - Ármann | Fylgja þeir eftir sigrinum óvænta? Valur - Þór Þ. | Hvernig svara Valsmenn fyrir sig? Álftanes - ÍA | Botnliðið þarf að glíma við James „Ísland í betra formi en við höfum sýnt“ Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Fiorentina sagt hafa hafnað tilboði Juventus í Albert Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Liverpool þénaði meira en Manchester United í fyrsta sinn Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Big Ben í kvöld: Heimir Guðjóns og Steini Arndal Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Donni þarf líka að fara í aðgerð Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu