Segir að neyðarlán frá Seðlabanka hafi enn verið í Kaupþingi við fall 14. mars 2012 14:50 Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings banka, fullyrðir að 500 milljóna evra neyðarlán sem Seðlabanki Íslands veitti Kaupþingi 6. október 2008, sama dag og neyðarlögin voru sett, hafi verið í bankanum við fall hans tveimur dögum síðar. Hann vill ekki tjá sig um 170 milljóna evra lán til félagsins Lindsor Holdings sem veitt var á sama tíma, en það er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. Útlit er fyrir að tugir milljarða króna af skattfé almennings séu nú glataðir vegna þessarar lánveitingar til Kaupþings banka m.a vegna þess að veðandlagið sem tryggði lánið, danski bankinn FIH Erhversbank, var ekki jafn traustur og verðmætur og menn töldu þegar lánið var veitt. Með láninu til Kaupþings tók Seðlabankinn allsherjarverð í FIH Erhversbank en við sölu danska bankans var gerður samningur sem m.a gengur út á væntingar um að tiltekið verðmæti fáist fyrir skargripafyrirtækið Pandóru, sem var í eigu FIH, en útlit er fyrir að þessi samningur hafi ekki verið mjög hagstæður fyrir Seðlabanka Íslands. Sjá nánar hér. Kaupþing lánaði Lindsor Holdings 171 milljón evra, jafnvirði um 28 milljarða króna hinn 6. október 2008. Lánið var veitt sama dag og Seðlabanki Íslands veitti Kaupþingi 500 milljóna evra neyðarlán. Lánið til Lindsor, sem var aldrei borið undir lánanefnd Kaupþings banka, var notað til að kaupa skuldabréf af Kaupþingi í Lúxemborg, einstökum starfsmönnum þess banka og félagi í eigu Skúla Þorvaldssonar. Með öðrum orðum þá var lánið sem veitt var af gjaldeyrisforða Seðlabankans notað til að kaupa skuldabréf og þar með bjarga völdum starfsmönnum Kaupþings. Að lokinni skýrslutöku í Landsdómi á mánudag spurði Þorbjörn Þórðarson fréttamaður Sigurð Einarsson út í 500 milljóna evra neyðarlánið frá Seðlabankanum og hvert peningarnir hafi farið. „Peningarnir voru ennþá í bankanum þegar hann féll," sagði Sigurður. Hann kinkaði jafnframt kolli þegar hann var spurður aftur hvort Kaupþing hafi átt „500 milljónir evra í cash" þegar bankinn féll, en vildi ekki tjá sig um lánnveitinguna til Lindsor Holdings. Sjá má viðtalið í heild sinni í myndskeiði fyrir ofan eða með því að smella hér. Landsdómur Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings banka, fullyrðir að 500 milljóna evra neyðarlán sem Seðlabanki Íslands veitti Kaupþingi 6. október 2008, sama dag og neyðarlögin voru sett, hafi verið í bankanum við fall hans tveimur dögum síðar. Hann vill ekki tjá sig um 170 milljóna evra lán til félagsins Lindsor Holdings sem veitt var á sama tíma, en það er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. Útlit er fyrir að tugir milljarða króna af skattfé almennings séu nú glataðir vegna þessarar lánveitingar til Kaupþings banka m.a vegna þess að veðandlagið sem tryggði lánið, danski bankinn FIH Erhversbank, var ekki jafn traustur og verðmætur og menn töldu þegar lánið var veitt. Með láninu til Kaupþings tók Seðlabankinn allsherjarverð í FIH Erhversbank en við sölu danska bankans var gerður samningur sem m.a gengur út á væntingar um að tiltekið verðmæti fáist fyrir skargripafyrirtækið Pandóru, sem var í eigu FIH, en útlit er fyrir að þessi samningur hafi ekki verið mjög hagstæður fyrir Seðlabanka Íslands. Sjá nánar hér. Kaupþing lánaði Lindsor Holdings 171 milljón evra, jafnvirði um 28 milljarða króna hinn 6. október 2008. Lánið var veitt sama dag og Seðlabanki Íslands veitti Kaupþingi 500 milljóna evra neyðarlán. Lánið til Lindsor, sem var aldrei borið undir lánanefnd Kaupþings banka, var notað til að kaupa skuldabréf af Kaupþingi í Lúxemborg, einstökum starfsmönnum þess banka og félagi í eigu Skúla Þorvaldssonar. Með öðrum orðum þá var lánið sem veitt var af gjaldeyrisforða Seðlabankans notað til að kaupa skuldabréf og þar með bjarga völdum starfsmönnum Kaupþings. Að lokinni skýrslutöku í Landsdómi á mánudag spurði Þorbjörn Þórðarson fréttamaður Sigurð Einarsson út í 500 milljóna evra neyðarlánið frá Seðlabankanum og hvert peningarnir hafi farið. „Peningarnir voru ennþá í bankanum þegar hann féll," sagði Sigurður. Hann kinkaði jafnframt kolli þegar hann var spurður aftur hvort Kaupþing hafi átt „500 milljónir evra í cash" þegar bankinn féll, en vildi ekki tjá sig um lánnveitinguna til Lindsor Holdings. Sjá má viðtalið í heild sinni í myndskeiði fyrir ofan eða með því að smella hér.
Landsdómur Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira