Stefnir í tugmilljarðatap Seðlabanka vegna FIH 11. febrúar 2012 09:00 Seljendalánið er vistað inni í Eignasafni Seðlabanka Íslands (ESÍ), dótturfélagi Seðlabankans. Már Guðmundsson er stjórnarformaður ESÍ. Fréttablaðið/Anton Brink FIH hefur afskrifað 48 milljarða síðan Seðlabankinn seldi hann. Virði hlutar í Pandoru fór úr 22,7 milljörðum í 4,6 milljarða. Hvort tveggja hefur afar neikvæð áhrif á virði seljendaláns sem Seðlabankinn veitti FIH. Hinn danski FIH Erhversbank tilkynnti í fyrradag að hann hefði tapað 25,7 milljörðum króna á árinu 2011. Tap bankans er nánast einvörðungu vegna niðurfærslu á óbeinni eign hans í skartgripaframleiðandanum Pandoru og vegna afskrifta lána. Þetta kemur fram í ársreikningi FIH sem var gerður opinber á miðvikudag. Hvort tveggja hefur neikvæð áhrif á virði seljendaláns sem Seðlabanki Íslands veitti FIH haustið 2010. Þegar Seðlabankinn seldi 99,89% hlut í FIH 18. september 2010 var söluandvirðið sagt 5 milljarðar danskra króna. 1,9 milljarðar danskra króna (39 milljarðar króna) voru staðgreiddir. Auk þess veitti Seðlabankinn nýjum eigendum, FIH Holding, seljendalán upp á 3,1 milljarð danskra króna. Virði þess á gengi dagsins í dag er 67,6 milljarðar íslenskra króna. Lánið á að greiðast í árslok 2014, höfuðstóll þess er bundinn við danska neysluvísitölu og það ber ekki vexti. Í tilkynningu sem Seðlabankinn sendi frá sér við söluna kom þó fram að seljendalánið yrði „leiðrétt með tilliti til þess taps sem FIH verður fyrir vegna eigna á efnahagsreikningnum þann 30. júní 2010 þar til 31. desember 2014 auk þess sem mögulegur hagnaður FIH af Axcel III sjóði kemur til hækkunar“. Frá miðju ári 2010 hefur FIH bankinn afskrifað um 48 milljarða íslenskra króna eða sem samsvarar rúmlega 70% af upphaflegu virði seljendaláns Seðlabankans. Þar af voru 21,6 milljarðar afskrifaðir á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum dragast þær afskriftir sem átt hafa sér stað vegna eigna sem voru á efnahagsreikningi FIH um mitt ár 2010 frá seljendaláninu. Bankinn leggur þó áherslu á að það er ekki á gjalddaga fyrr en í lok árs 2014. Þá lækkaði virði Axcel III sjóðsins, sem á 57,4% í Pandoru, úr 22,7 milljörðum króna í 4,6 milljarða króna á síðasta ári. Virðisrýrnunina má nánast einvörðungu rekja til hruns á hlutabréfaverði Pandoru. Virði bréfanna var 336 danskar krónur á hlut í byrjun árs 2011 en 53 danskar krónur á hlut í lok þess. Virðisrýrnunin nemur því 18,1 milljarði króna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var gert ráð fyrir því í kaupsamningi Seðlabankans og nýrra eigenda FIH að hagnaður bankans af Axcel III sjóðnum yrði á bilinu 15,3-32,7 milljarðar króna (700-1.500 milljónir danskra króna). Til að það verð sem Seðlabankinn gaf upp við söluna á FIH gangi upp þarf hagnaður FIH vegna sjóðsins að verða um 26 milljarðar króna (1,2 milljarðar danskra króna), eða mjög nálægt efri mörkunum. Heildarvirði Axcel III sjóðsins um síðustu áramót var tæplega fimmtungur af þeirri upphæð. Hlutabréf í Pandoru hafa hækkað nokkuð það sem af er ári en miðað við gengi þeirra í gær er heildarvirði hlutar Axcel III sjóðsins í félaginu enn einungis tæplega helmingur af neðri mörkunum sem tilgreind voru í samkomulaginu, eða um sjö milljarðar króna. thordur@frettabladid.is Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
FIH hefur afskrifað 48 milljarða síðan Seðlabankinn seldi hann. Virði hlutar í Pandoru fór úr 22,7 milljörðum í 4,6 milljarða. Hvort tveggja hefur afar neikvæð áhrif á virði seljendaláns sem Seðlabankinn veitti FIH. Hinn danski FIH Erhversbank tilkynnti í fyrradag að hann hefði tapað 25,7 milljörðum króna á árinu 2011. Tap bankans er nánast einvörðungu vegna niðurfærslu á óbeinni eign hans í skartgripaframleiðandanum Pandoru og vegna afskrifta lána. Þetta kemur fram í ársreikningi FIH sem var gerður opinber á miðvikudag. Hvort tveggja hefur neikvæð áhrif á virði seljendaláns sem Seðlabanki Íslands veitti FIH haustið 2010. Þegar Seðlabankinn seldi 99,89% hlut í FIH 18. september 2010 var söluandvirðið sagt 5 milljarðar danskra króna. 1,9 milljarðar danskra króna (39 milljarðar króna) voru staðgreiddir. Auk þess veitti Seðlabankinn nýjum eigendum, FIH Holding, seljendalán upp á 3,1 milljarð danskra króna. Virði þess á gengi dagsins í dag er 67,6 milljarðar íslenskra króna. Lánið á að greiðast í árslok 2014, höfuðstóll þess er bundinn við danska neysluvísitölu og það ber ekki vexti. Í tilkynningu sem Seðlabankinn sendi frá sér við söluna kom þó fram að seljendalánið yrði „leiðrétt með tilliti til þess taps sem FIH verður fyrir vegna eigna á efnahagsreikningnum þann 30. júní 2010 þar til 31. desember 2014 auk þess sem mögulegur hagnaður FIH af Axcel III sjóði kemur til hækkunar“. Frá miðju ári 2010 hefur FIH bankinn afskrifað um 48 milljarða íslenskra króna eða sem samsvarar rúmlega 70% af upphaflegu virði seljendaláns Seðlabankans. Þar af voru 21,6 milljarðar afskrifaðir á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum dragast þær afskriftir sem átt hafa sér stað vegna eigna sem voru á efnahagsreikningi FIH um mitt ár 2010 frá seljendaláninu. Bankinn leggur þó áherslu á að það er ekki á gjalddaga fyrr en í lok árs 2014. Þá lækkaði virði Axcel III sjóðsins, sem á 57,4% í Pandoru, úr 22,7 milljörðum króna í 4,6 milljarða króna á síðasta ári. Virðisrýrnunina má nánast einvörðungu rekja til hruns á hlutabréfaverði Pandoru. Virði bréfanna var 336 danskar krónur á hlut í byrjun árs 2011 en 53 danskar krónur á hlut í lok þess. Virðisrýrnunin nemur því 18,1 milljarði króna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var gert ráð fyrir því í kaupsamningi Seðlabankans og nýrra eigenda FIH að hagnaður bankans af Axcel III sjóðnum yrði á bilinu 15,3-32,7 milljarðar króna (700-1.500 milljónir danskra króna). Til að það verð sem Seðlabankinn gaf upp við söluna á FIH gangi upp þarf hagnaður FIH vegna sjóðsins að verða um 26 milljarðar króna (1,2 milljarðar danskra króna), eða mjög nálægt efri mörkunum. Heildarvirði Axcel III sjóðsins um síðustu áramót var tæplega fimmtungur af þeirri upphæð. Hlutabréf í Pandoru hafa hækkað nokkuð það sem af er ári en miðað við gengi þeirra í gær er heildarvirði hlutar Axcel III sjóðsins í félaginu enn einungis tæplega helmingur af neðri mörkunum sem tilgreind voru í samkomulaginu, eða um sjö milljarðar króna. thordur@frettabladid.is
Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira