Umfjöllun og viðtöl: Björninn - SR 7-4 | Björninn Íslandsmeistari Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 13. mars 2012 18:45 Mynd/Valli Björninn varð í kvöld Íslandsmeistari í íshokkí með 7-4 sigri á Skautafélagi Reykjavíkur í fjórða leik úrslitakeppninnar. Sanngjarn sigur Bjarnarins í opnum og skemmtilegum leik þar sem Styrmir Snorrason markvörður Bjarnarins var maður leiksins ásamt Sergei Zak. Leikmenn, stuðningsmenn og forráðamenn Bjarnarinns fögnuðu innilega í leikslok enda langþráðum áfanga í sögu félagsins náð. Liðið hafði tvisvar tapað fyrir SA í úrslitum en þetta var í fyrsta sinn sem Reykjavíkurfélögin Björninn og SR öttu kappi í úrslitum. Þó mikið væri í húfi og spennustigið á svellinu hátt var mikill hraði í leiknum í upphafi og leikurinn opinn. SR komst yfir á 5. minútu með marki Bjarnar Sigurðarsonar en Björninn náði forystunni með tveimur mörkum á 10. mínútu. Fyrst skoraði Matthías Siguðrsson og svo Ólafur Björnsson. Egill Þormóðsson jafnaði metinn á 17. mínútu og því var staðan 2-2 að loknum fyrstu leikhluta. Þrátt fyrir að vera mikið manni færri í framan af öðrum leikhluta tókst SR ekki að skora. Styrmir Snorrason markvörður Bjarnarins fór á kostum og Sergei Zak lagði upp tvö mörk, sem bræðurnir Ólafur og Hjörtur Björnssynir skoruðu og staðan því 4-2 þegar aðeins einn leikhluti var eftir. Styrmir kom Birninum áfram ítrekað til bjargar í þriðja leikhluta auk þess sem leikmenn liðsins fórnuðu sér fyrir málstaðin sem varð oft til þess að liðið missti leikmenn útaf í tvær mínútur. SR fékk fjölda færa en það var ekki fyrr en sjö mínútur voru eftir að Gauti Þormóðsson fann leiðina framhjá Styrmi. Við það að SR minnkaði muninn opnaðist leikurinn verulega. SR lagði allt kapp á jafna á kostnað varnarinnar og það nýtt Hjörtur sem skoraði sitt annað mark þegar fjórar mínútur voru eftir. Sergei Zak gerði út um leikinn þegar rétt rúm mínúta var eftir en þó var tími fyrir tvö mörk til viðbótar, eitt á hvort lið og því voru lokatölur 7-4 í frábærum leik sem var æsispennandi þó lokatölurnar geti gefið annað í skyn. Björninn vann fyrsta leikinn 7-5 en SR jafnaði einvígið með því að vinna annan leikinn 7-4. Björninn vann þriðja leikinn 4-2 og því var þetta fyrsti heimasigur úrslitaeinvígisins. Hér fyrir neðan má sjá beina leiklýsingu frá leiknum. 60:00 Leik lokið Björninn fagnar sigrinum innilega. 59:45 7-4 fyrir Björninn Úlfar Jón Andrésson skorar í autt markið frá miðju og setur punktinn yfir i-ið. Björninn er Íslandsmeistari 2012. 59:00 6-4 fyrir Björninn Daniel Kolar minnkar muninn og gefur SR veika von. 58:18 Björn Sigurðarson rekinn í sturtu fyrir að ráðast á Sergei Zak. Þetta er andstaðan við að tapa með sæmd. 58:00 6-3 fyrir Björninn Sergei Zak er að tryggja Birninum Íslandsmeistaratitilinn. Hann vann pökkinn og afgreiddi hann glæsilega upp í samskeytin fjær. Frábært mark og úrslitin ráðin. 55:20 5-3 fyrir Björninn Andri Helgason með góða sendingu á Hjört Björnsson sem stýrir pekkinum í netið. Björninn kominn langt með að landa sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli. Halda taugarnar? 54:00 Sergie Zak fékk 10 mínútna refsingu fyrir leikaraskap á sama tíma og Hjörtur Björnsson er rekinn útaf í 2 mínútur. Robbie Sigurðsson hjá SR hélt ekki haus og lét reka sig útaf skömmu seinna og því jafnt í liðum. 53:00 4-3 fyrir Björninn. Gauti Þormóðsson nýtti loks eitt færa sinna og hleypir heldur betur spennu í leikinn. Loksins nýtir SR það að vera einum fleiri. 50:00 Þung sókn hjá SR en þeir koma pekkinum ekki framhjá Styrmi í markinu sem fer hreinlega á kostum. 42:00 Robbie Sigurðsson í dauðafæri en Styrmir Snorrason varði vel. Robbie hefði átt að gera betur. Þriðji og síðasti leikhlutinn að hefjast 40:00 4-2 fyrir Björninn Öðrum þriðjungi lokið. Fimmtán mínútur í það sem getur mögulega verið síðasti leikhluti Íslandsmeistaramótsins tímabilið 2011-2012. Björninn er 20 mínútum frá sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli. 35:19 4-2 fyrir Björninn Hjörtur Björnsson með mark af stuttu færi eftir sendingu Sergei Zak. Hjörtur er bróðir Ólafs sem hefur skorað tvö mörk í leiknum. 35:00 Björninn fór illa að ráði sínu, náði ekki skoti á markið tveimur fleiri. Liðið lét pökkinn ekki ganga nægjanlega vel. Þeir verða þó einum fleiri næstu 2 mínútur. 33:00 Tveir leikmenn SR reknir útaf. Björninn tveimur fleiri í 2 mínútur. 25:30 3-2 fyrir Björninn Glæsileg skyndisókn Bjarnarins og Ólafur Björnsson skorar af stuttu færi. Virkilega laglegt eftir að Björninn var einum færri í rétt tæpar fjórar mínútur samfleytt. 21:00 Birgir Hansen rekinn útaf. klaufalegt brot á sóknarhelmingi Bjarnarins. Daniel Kolar leikmaður SR meiðist rétt á eftir en Björninn sleppur með að missa annan leikmann af velli. Birkir Arnarson heppinn þar. Kolar harkar af sér. Annar leikhluti að hefjast 20:00 2-2 Fyrsti þriðjungur búinn. Það er fimmtán mínútna hlé á milli leikhluta.17:00 2-2 Egill Þormóðsson hefur jafnað metin fyrir SR af stuttu færi eftir slakan varnarleik Bjarnarins en bæði lið voru með fjóra útispilara inni á vellinum. 15:00 Sigursteinn Sighvatsson fékk sína aðra brottvísun í röð, honum tókst að vera inni á vellinum fimm sekúndur á milli refsinga. Hann straujaði markvörðinni rétt eftir að hann kom inn á og var réttilega rekinn útaf. 10:00 2-1 fyrir Björninn SR komst nærri því að bæta við marki er pökkurinn hrökk í stöngina en inn vildi hann ekki. Rétt í kjölfarið leit fyrsta brottvísun leiksins ljós og Björnin jafnaði metin strax í kjölfarið. Matthías Sigurðsson setti pökkinn laglega í markið. Nokkrum sekúndum síðar bætti Ólafur Björnsson við marki af stuttu færi og Björninn skyndilega kominn yfir. Ótrúlegur viðsnúningur. 5:12 0-1 fyrir SR Það tók SR aðeins fimm mínútur að skora fyrsta markið. Björn Sigurðarson var þar að verki úr skyndisókn. Leikurinn hefur farið fjörlega af stað en Björnin var í fínu færi rétt áður en Björn komst einn inn fyrir varnarlínu Bjarnarins. Birkir: Höfum beðið eftir þessu í 22 ár"Við höfum beðið eftir þessum titli í 22 ár eða frá því að klúbburinn var stofnaður," sagði Birkir Arnarson fyrirliði Bjarnarins eftir leik. "Það er engin heimavallagrýla hérna. Við erum með frábæra stuðningsmenn og hérna líður okkur best. Við erum hér á hverju kvöldi að æfa. Þetta er okkar ís og við kunnum á hann," sagði Birkir en þetta var eini heimasigur liðanna í úrslitakeppninni. "Viljinn skildi á milli liðanna. Við vildum þetta meira og höfum viljað þetta í ansi mörg ár." "Bæði lið voru tilbúin að gera hvað sem er til að vinna. Maður vinnur að því að komast í þetta allan veturinn þannig að auðvitað gefa menn sig alla í þetta," sagði Birkir en menn voru duglegir að fórna sér og kasta líkömum sínum fyrir pökkinn svo hann kæmist ekki í átt að markinu. "Það fór óneitanlega um mig þegar þeir minnkuðu muninn í 4-3. Ég sat í boxinu þá og maður vill aldrei sitja í boxinu þegar hitt liðið skorar." Margir ungir leikmenn leika stórt hlutverk hjá Birninum og hefur öflugt unglingastarf skilað mörgum öflugum leikmanninum í meistaralið Bjarnarins. "Ég held við að við getum umfram annað þakkað Sergei Zak fyrir þetta frábæra unglingastarf sem verið hefur hjá Birninum. Hann gefur sig allan í þetta og hefur helgað lífi sínu þessu félagi. Hann er hér allan daginn og það eina sem hann hugsar um er velferð Bjarnarins, velferð okkar. Það var mikil gleði hjá mér að geta náð í bikarinn og farið með hann til hans til að lyfta honum fyrstur allra," sagði Birkir stoltur. Sergei Zak: Félag fullt af leiðtogum"Það er mikil vinna á bak við þennan titil og margra ára vinna. Það þarf ákveðna tegund manna til að vinna titla og við höfum þá menn hjá félaginu. Það þarf leiðtoga, í vörninni og sókninni. Það þarf leiðtoga hjá félaginu og það höfum við og þess vegna unnum við titilinn en ekki bara einstaka leiki," sagði Sergei Zak sem fór á kostum í leiknum en auk þess að skora eitt mark þá lagði hann um bæði mörkin í öðrum leikhluta sem skiptu sköpum í leiknum. "Það var mjög mikilvægt fyrir mig, fyrir félagið, fyrir alla á svellinu, bekknum og á pöllunum að vinna þennan leik. Þess vegna sáum við þessa stemningu sem var hér í kvöld. Fólk var mætt löngu fyrir leik, ég hef aldrei séð svona marga hér löngu fyrir leik að bíða eftir hokkí leik," sagði Sergei sem hefur þjálfað marga af liðsfélögum sínum frá því að þeir voru ungir strákar. "Það eru leikmenn í liðinu sem ég hef unnið með frá því að þeir voru 6 til 7 ára gamlir. Ég er mjög stoltur af árangri þeirra," sagði hógvær Sergei sem vildi lítið gera úr eigin starfi hjá félaginu. "Munurinn á liðunum í kvöld var að við vorum með fleiri leikmenn sem stigi upp öxluðu ábyrgð á öllu tímabilinu. Til að vinna titilinn þarftu að vinna marga leiki en til að vinna titilinn þarf meira til og við höfðum það sem til þurfti," sagði Sergei að lokum. Steinar Páll: Krúttlegar stangirnar fóru með þetta"Það fór í rauninni ekkert voðalega mikið úrskeiðis, við náðum bara ekki að skora nógu mörg mörk. við ógnuðum fínt og fengum fullt af skotum. Markmaðurinn þeirra lék frábærlega og þeir spiluðu stífa vörn og þetta datt ekki með okkur," sagði Steinar Páll Veigarsson leikmaður SR eftir leikinn. "Við skjótum allt of mikið í stangirnar eins og þær eru litlar og krúttlegar þá fór pökkurinn allt of oft í þær." "Við reynum að stilla upp í langskot, fá opin færi en ekki nauðungarskot en þeir lásu okkur vel. Svona er þessi íþrótt. Það geta allir unnið alla," sagði Steinar sem vildi ekki meina að kapp hafi borið hans lið ofurliði í öðrum leikhluta þegar Björninn nýtti sér brottvísarnir SR til að ná tveggja marka forystu fyrir síðasta leikhlutann. "Ég missti af þessum brotum, mér fannst þetta hálf ódýrt. Það fylgir þessu og maður verður að taka því." "Við vorum mikið betri á löngum köflum í þessu leikjum en þeir höfðu þrautsegju og þeir höfðu aldrei unnið þetta áður og voru banhungraðir en við komum bara aftur á næsta ári á tökum þetta aftur," sagði Steinar að lokum. Innlendar Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Sjá meira
Björninn varð í kvöld Íslandsmeistari í íshokkí með 7-4 sigri á Skautafélagi Reykjavíkur í fjórða leik úrslitakeppninnar. Sanngjarn sigur Bjarnarins í opnum og skemmtilegum leik þar sem Styrmir Snorrason markvörður Bjarnarins var maður leiksins ásamt Sergei Zak. Leikmenn, stuðningsmenn og forráðamenn Bjarnarinns fögnuðu innilega í leikslok enda langþráðum áfanga í sögu félagsins náð. Liðið hafði tvisvar tapað fyrir SA í úrslitum en þetta var í fyrsta sinn sem Reykjavíkurfélögin Björninn og SR öttu kappi í úrslitum. Þó mikið væri í húfi og spennustigið á svellinu hátt var mikill hraði í leiknum í upphafi og leikurinn opinn. SR komst yfir á 5. minútu með marki Bjarnar Sigurðarsonar en Björninn náði forystunni með tveimur mörkum á 10. mínútu. Fyrst skoraði Matthías Siguðrsson og svo Ólafur Björnsson. Egill Þormóðsson jafnaði metinn á 17. mínútu og því var staðan 2-2 að loknum fyrstu leikhluta. Þrátt fyrir að vera mikið manni færri í framan af öðrum leikhluta tókst SR ekki að skora. Styrmir Snorrason markvörður Bjarnarins fór á kostum og Sergei Zak lagði upp tvö mörk, sem bræðurnir Ólafur og Hjörtur Björnssynir skoruðu og staðan því 4-2 þegar aðeins einn leikhluti var eftir. Styrmir kom Birninum áfram ítrekað til bjargar í þriðja leikhluta auk þess sem leikmenn liðsins fórnuðu sér fyrir málstaðin sem varð oft til þess að liðið missti leikmenn útaf í tvær mínútur. SR fékk fjölda færa en það var ekki fyrr en sjö mínútur voru eftir að Gauti Þormóðsson fann leiðina framhjá Styrmi. Við það að SR minnkaði muninn opnaðist leikurinn verulega. SR lagði allt kapp á jafna á kostnað varnarinnar og það nýtt Hjörtur sem skoraði sitt annað mark þegar fjórar mínútur voru eftir. Sergei Zak gerði út um leikinn þegar rétt rúm mínúta var eftir en þó var tími fyrir tvö mörk til viðbótar, eitt á hvort lið og því voru lokatölur 7-4 í frábærum leik sem var æsispennandi þó lokatölurnar geti gefið annað í skyn. Björninn vann fyrsta leikinn 7-5 en SR jafnaði einvígið með því að vinna annan leikinn 7-4. Björninn vann þriðja leikinn 4-2 og því var þetta fyrsti heimasigur úrslitaeinvígisins. Hér fyrir neðan má sjá beina leiklýsingu frá leiknum. 60:00 Leik lokið Björninn fagnar sigrinum innilega. 59:45 7-4 fyrir Björninn Úlfar Jón Andrésson skorar í autt markið frá miðju og setur punktinn yfir i-ið. Björninn er Íslandsmeistari 2012. 59:00 6-4 fyrir Björninn Daniel Kolar minnkar muninn og gefur SR veika von. 58:18 Björn Sigurðarson rekinn í sturtu fyrir að ráðast á Sergei Zak. Þetta er andstaðan við að tapa með sæmd. 58:00 6-3 fyrir Björninn Sergei Zak er að tryggja Birninum Íslandsmeistaratitilinn. Hann vann pökkinn og afgreiddi hann glæsilega upp í samskeytin fjær. Frábært mark og úrslitin ráðin. 55:20 5-3 fyrir Björninn Andri Helgason með góða sendingu á Hjört Björnsson sem stýrir pekkinum í netið. Björninn kominn langt með að landa sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli. Halda taugarnar? 54:00 Sergie Zak fékk 10 mínútna refsingu fyrir leikaraskap á sama tíma og Hjörtur Björnsson er rekinn útaf í 2 mínútur. Robbie Sigurðsson hjá SR hélt ekki haus og lét reka sig útaf skömmu seinna og því jafnt í liðum. 53:00 4-3 fyrir Björninn. Gauti Þormóðsson nýtti loks eitt færa sinna og hleypir heldur betur spennu í leikinn. Loksins nýtir SR það að vera einum fleiri. 50:00 Þung sókn hjá SR en þeir koma pekkinum ekki framhjá Styrmi í markinu sem fer hreinlega á kostum. 42:00 Robbie Sigurðsson í dauðafæri en Styrmir Snorrason varði vel. Robbie hefði átt að gera betur. Þriðji og síðasti leikhlutinn að hefjast 40:00 4-2 fyrir Björninn Öðrum þriðjungi lokið. Fimmtán mínútur í það sem getur mögulega verið síðasti leikhluti Íslandsmeistaramótsins tímabilið 2011-2012. Björninn er 20 mínútum frá sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli. 35:19 4-2 fyrir Björninn Hjörtur Björnsson með mark af stuttu færi eftir sendingu Sergei Zak. Hjörtur er bróðir Ólafs sem hefur skorað tvö mörk í leiknum. 35:00 Björninn fór illa að ráði sínu, náði ekki skoti á markið tveimur fleiri. Liðið lét pökkinn ekki ganga nægjanlega vel. Þeir verða þó einum fleiri næstu 2 mínútur. 33:00 Tveir leikmenn SR reknir útaf. Björninn tveimur fleiri í 2 mínútur. 25:30 3-2 fyrir Björninn Glæsileg skyndisókn Bjarnarins og Ólafur Björnsson skorar af stuttu færi. Virkilega laglegt eftir að Björninn var einum færri í rétt tæpar fjórar mínútur samfleytt. 21:00 Birgir Hansen rekinn útaf. klaufalegt brot á sóknarhelmingi Bjarnarins. Daniel Kolar leikmaður SR meiðist rétt á eftir en Björninn sleppur með að missa annan leikmann af velli. Birkir Arnarson heppinn þar. Kolar harkar af sér. Annar leikhluti að hefjast 20:00 2-2 Fyrsti þriðjungur búinn. Það er fimmtán mínútna hlé á milli leikhluta.17:00 2-2 Egill Þormóðsson hefur jafnað metin fyrir SR af stuttu færi eftir slakan varnarleik Bjarnarins en bæði lið voru með fjóra útispilara inni á vellinum. 15:00 Sigursteinn Sighvatsson fékk sína aðra brottvísun í röð, honum tókst að vera inni á vellinum fimm sekúndur á milli refsinga. Hann straujaði markvörðinni rétt eftir að hann kom inn á og var réttilega rekinn útaf. 10:00 2-1 fyrir Björninn SR komst nærri því að bæta við marki er pökkurinn hrökk í stöngina en inn vildi hann ekki. Rétt í kjölfarið leit fyrsta brottvísun leiksins ljós og Björnin jafnaði metin strax í kjölfarið. Matthías Sigurðsson setti pökkinn laglega í markið. Nokkrum sekúndum síðar bætti Ólafur Björnsson við marki af stuttu færi og Björninn skyndilega kominn yfir. Ótrúlegur viðsnúningur. 5:12 0-1 fyrir SR Það tók SR aðeins fimm mínútur að skora fyrsta markið. Björn Sigurðarson var þar að verki úr skyndisókn. Leikurinn hefur farið fjörlega af stað en Björnin var í fínu færi rétt áður en Björn komst einn inn fyrir varnarlínu Bjarnarins. Birkir: Höfum beðið eftir þessu í 22 ár"Við höfum beðið eftir þessum titli í 22 ár eða frá því að klúbburinn var stofnaður," sagði Birkir Arnarson fyrirliði Bjarnarins eftir leik. "Það er engin heimavallagrýla hérna. Við erum með frábæra stuðningsmenn og hérna líður okkur best. Við erum hér á hverju kvöldi að æfa. Þetta er okkar ís og við kunnum á hann," sagði Birkir en þetta var eini heimasigur liðanna í úrslitakeppninni. "Viljinn skildi á milli liðanna. Við vildum þetta meira og höfum viljað þetta í ansi mörg ár." "Bæði lið voru tilbúin að gera hvað sem er til að vinna. Maður vinnur að því að komast í þetta allan veturinn þannig að auðvitað gefa menn sig alla í þetta," sagði Birkir en menn voru duglegir að fórna sér og kasta líkömum sínum fyrir pökkinn svo hann kæmist ekki í átt að markinu. "Það fór óneitanlega um mig þegar þeir minnkuðu muninn í 4-3. Ég sat í boxinu þá og maður vill aldrei sitja í boxinu þegar hitt liðið skorar." Margir ungir leikmenn leika stórt hlutverk hjá Birninum og hefur öflugt unglingastarf skilað mörgum öflugum leikmanninum í meistaralið Bjarnarins. "Ég held við að við getum umfram annað þakkað Sergei Zak fyrir þetta frábæra unglingastarf sem verið hefur hjá Birninum. Hann gefur sig allan í þetta og hefur helgað lífi sínu þessu félagi. Hann er hér allan daginn og það eina sem hann hugsar um er velferð Bjarnarins, velferð okkar. Það var mikil gleði hjá mér að geta náð í bikarinn og farið með hann til hans til að lyfta honum fyrstur allra," sagði Birkir stoltur. Sergei Zak: Félag fullt af leiðtogum"Það er mikil vinna á bak við þennan titil og margra ára vinna. Það þarf ákveðna tegund manna til að vinna titla og við höfum þá menn hjá félaginu. Það þarf leiðtoga, í vörninni og sókninni. Það þarf leiðtoga hjá félaginu og það höfum við og þess vegna unnum við titilinn en ekki bara einstaka leiki," sagði Sergei Zak sem fór á kostum í leiknum en auk þess að skora eitt mark þá lagði hann um bæði mörkin í öðrum leikhluta sem skiptu sköpum í leiknum. "Það var mjög mikilvægt fyrir mig, fyrir félagið, fyrir alla á svellinu, bekknum og á pöllunum að vinna þennan leik. Þess vegna sáum við þessa stemningu sem var hér í kvöld. Fólk var mætt löngu fyrir leik, ég hef aldrei séð svona marga hér löngu fyrir leik að bíða eftir hokkí leik," sagði Sergei sem hefur þjálfað marga af liðsfélögum sínum frá því að þeir voru ungir strákar. "Það eru leikmenn í liðinu sem ég hef unnið með frá því að þeir voru 6 til 7 ára gamlir. Ég er mjög stoltur af árangri þeirra," sagði hógvær Sergei sem vildi lítið gera úr eigin starfi hjá félaginu. "Munurinn á liðunum í kvöld var að við vorum með fleiri leikmenn sem stigi upp öxluðu ábyrgð á öllu tímabilinu. Til að vinna titilinn þarftu að vinna marga leiki en til að vinna titilinn þarf meira til og við höfðum það sem til þurfti," sagði Sergei að lokum. Steinar Páll: Krúttlegar stangirnar fóru með þetta"Það fór í rauninni ekkert voðalega mikið úrskeiðis, við náðum bara ekki að skora nógu mörg mörk. við ógnuðum fínt og fengum fullt af skotum. Markmaðurinn þeirra lék frábærlega og þeir spiluðu stífa vörn og þetta datt ekki með okkur," sagði Steinar Páll Veigarsson leikmaður SR eftir leikinn. "Við skjótum allt of mikið í stangirnar eins og þær eru litlar og krúttlegar þá fór pökkurinn allt of oft í þær." "Við reynum að stilla upp í langskot, fá opin færi en ekki nauðungarskot en þeir lásu okkur vel. Svona er þessi íþrótt. Það geta allir unnið alla," sagði Steinar sem vildi ekki meina að kapp hafi borið hans lið ofurliði í öðrum leikhluta þegar Björninn nýtti sér brottvísarnir SR til að ná tveggja marka forystu fyrir síðasta leikhlutann. "Ég missti af þessum brotum, mér fannst þetta hálf ódýrt. Það fylgir þessu og maður verður að taka því." "Við vorum mikið betri á löngum köflum í þessu leikjum en þeir höfðu þrautsegju og þeir höfðu aldrei unnið þetta áður og voru banhungraðir en við komum bara aftur á næsta ári á tökum þetta aftur," sagði Steinar að lokum.
Innlendar Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Sjá meira