Ragnheiður um ræðu Björns: "Þarna fór hann algjörlega yfir strikið" 13. mars 2012 15:10 Ragnheiður Elín Árnadóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði um ræðu Björns Vals Gíslasonar þingmanns VG í dag að sennilega væri þar um að ræða ósmekklegustu ræðu sem flutt hafi verið á þingi. „Þarna fór hann algjörlega yfir strikið," sagði Ragnheiður. Björn Valur fór í pontu til að ræða Landsdómsmálið og sagði meðal annars að við vitnaleiðslurnar hefði komið í ljós að stjórnvöld, undir forystu Sjálfstæðisflokksins hefðu sýnt af sér fádæma andvaraleysi mánuðina og árin fyrir hrun. Björn sagði einnig að enginn stjórnmálamaður boðist til að axla ábyrgð, ekki hinn ákærði, ekki seðlabankastjóri eða fulltrúar eftirlitsstofnana og því væri „eina vonin að Landsdómur kveði upp úr með það hvar ábyrgðin liggur hjá stjórnmálamönnum."Hefði Steingrímur átt að upplýsa ríkisstjórn um aukin höft? Ragnheiður Elín sagðist annars hafa ætlað að ræða mál sem upplýstist í umræðunni um breytingu á lögum um gjaldeyrishöft í gær. Þá hafi Helgi Hjörvar formaður efnahags- og viðskiptanefndar útskýrt af hverju Steingrímur J. Sigfússon hefði ekki flutt málið sem efnhags- og viðskiptaráðherra. „Þá var skýringin sú að það væri ekki hægt að fara með þetta fyrir ríkisstjórnarfund í morgun því þá hefði ekki gefist nægur tími til að klára löggjöfina." Ragnheiður sagði þetta merkileg svör og benti á líkindin við Landsdómsmálið og það sem Geir H. Haarde er meðal annars ákærður fyrir, það er, að hafa ekki upplýst ríkisstjórn nægilega vel um gang mikilvægra mála. „Nú var það upplýst hér í gær í umræðunni að hæstvirtur efnahags- og viðskiptaráðherra taldi ekki ástæðu til að halda ráðherrafund eða upplýsa ríkisstjórn Íslands um það frumvarp sem varð hér að lögum í gær. Það skyldi þó ekki vera að það verði einshvertíma sá dómur, þó það verði ekki nema sögunnar, að þarna hafi verið um vítaverða vanrækslu að ræða." Alþingi Landsdómur Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Ragnheiður Elín Árnadóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði um ræðu Björns Vals Gíslasonar þingmanns VG í dag að sennilega væri þar um að ræða ósmekklegustu ræðu sem flutt hafi verið á þingi. „Þarna fór hann algjörlega yfir strikið," sagði Ragnheiður. Björn Valur fór í pontu til að ræða Landsdómsmálið og sagði meðal annars að við vitnaleiðslurnar hefði komið í ljós að stjórnvöld, undir forystu Sjálfstæðisflokksins hefðu sýnt af sér fádæma andvaraleysi mánuðina og árin fyrir hrun. Björn sagði einnig að enginn stjórnmálamaður boðist til að axla ábyrgð, ekki hinn ákærði, ekki seðlabankastjóri eða fulltrúar eftirlitsstofnana og því væri „eina vonin að Landsdómur kveði upp úr með það hvar ábyrgðin liggur hjá stjórnmálamönnum."Hefði Steingrímur átt að upplýsa ríkisstjórn um aukin höft? Ragnheiður Elín sagðist annars hafa ætlað að ræða mál sem upplýstist í umræðunni um breytingu á lögum um gjaldeyrishöft í gær. Þá hafi Helgi Hjörvar formaður efnahags- og viðskiptanefndar útskýrt af hverju Steingrímur J. Sigfússon hefði ekki flutt málið sem efnhags- og viðskiptaráðherra. „Þá var skýringin sú að það væri ekki hægt að fara með þetta fyrir ríkisstjórnarfund í morgun því þá hefði ekki gefist nægur tími til að klára löggjöfina." Ragnheiður sagði þetta merkileg svör og benti á líkindin við Landsdómsmálið og það sem Geir H. Haarde er meðal annars ákærður fyrir, það er, að hafa ekki upplýst ríkisstjórn nægilega vel um gang mikilvægra mála. „Nú var það upplýst hér í gær í umræðunni að hæstvirtur efnahags- og viðskiptaráðherra taldi ekki ástæðu til að halda ráðherrafund eða upplýsa ríkisstjórn Íslands um það frumvarp sem varð hér að lögum í gær. Það skyldi þó ekki vera að það verði einshvertíma sá dómur, þó það verði ekki nema sögunnar, að þarna hafi verið um vítaverða vanrækslu að ræða."
Alþingi Landsdómur Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira