Síðari keppnisdagur á Íslandsmeistaramótinu í fimleikum fór fram í Ármannsheimilinu í dag. Þá fór fram keppni í úrslitum á einstaka áhöldum í karla- og kvennaflokki, ásamt unglingaflokki karla og kvenna.
Í kvennaflokki var það Norma Dögg Róbertsdóttir úr Gerplu sem landaði Íslandsmeistaratitlinum á stökki með einkunnina 13,025. Á tvíslá sigraði svo Tinna Óðinsdóttir sem einnig kemur úr Gerplu með einkunnina 10,75.
Það var svo Jóhanna Rakel Jónasdóttir úr Ármanni sem sigraði keppni á jafnvægisslá með einkunnina 12,0. Íslandsmeistarinn frá því í fjölþrautinni í gær, Thelma Rut Hermannsdóttir úr Gerplu sigraði svo keppni í gólfæfingum með einkunnina 12.2.
Í karlaflokki er skemmst frá því að segja að Íslandsmeistarinn í fjölþraut frá því í gær Róbert Kristmannsson úr Gerplu sigraði svo á öllum áhöldum í dag með nokkrum yfirburðum. Einkunnir hans voru: 12,25 í gólfæfingum, 13,35 í æfingum á bogahesti, 12,55 í hringjum, 7,325 á stökki, 12,7 í æfingum á tvíslá og svo 12,45 í æfingum á svifrá.
Í unglingaflokki kvenna sigraði Freyja Húnfjörð Jósepsdóttir úr Björk á stökki með einkunnina 13,3. Andrea Rós Jónsdóttir, sem einnig kemur úr Björk, sigraði í æfingum á tvíslá með einkunnina 10,55.
Freyja Húnfjörð Jósepsdóttir sigraði einnig í keppni á jafnvægisslá með einkunnina 10,35. En það var svo Sigríður Hrönn Bergþórsdóttir úr Gerplu sem sigraði í gólfæfingum með einkunnina 12,25.
Í unglingaflokki karla sigraði íslandsmeistarinn í fjölþraut frá því í gær, Sigurður Andrés Sigurðarson úr Ármanni í æfingum á tvíslá með einkunnina 12,75. Sigurður Andrés og Eyþór Örn Baldursson úr Gerplu deildu svo fyrsta sætinu fyrir gólfæfingar báðir með einkunnina 12,05.
Eyþór Örn sigraði einnig í æfingum á hringjum með einkunnina 11,1 og á stökki með einkunnina 12,8. Það var svo Hróbjartur Pálmar Hilmarsson sem sigraði á svifrá með einkunnina 11,25.
Róbert Íslandsmeistari á öllum áhöldum

Mest lesið

„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn

„Við bara brotnum“
Körfubolti


„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn

„Eru greinilega lið sem eru betri en við“
Körfubolti

Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust
Íslenski boltinn

„Mínir menn geta borið höfuðið hátt“
Íslenski boltinn

„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“
Körfubolti


Daði leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn