Þórólfur Árnason íhugar líka forsetaframboð Erla Hlynsdóttir skrifar 10. mars 2012 18:32 Þórólfur Árnason, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, hefur um hríð velt fyrir sér að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Elín Hirst er einnig alvarlega að íhuga framboð. Fréttastofa ræddi í dag við nokkra þeirra sem íhuga að gefa kost á sér. Þórólfur hefur ekki áður tjáð sig um forsetaframframboðið. Hann segir stuðningsmenn sína hafa unnið að mögulegu framboði í nokkurn tíma. Það hafi hins vegar komið upp ný staða þegar Ólafur Ragnar Grímsson ákvað að gefa kost á sér áfram. Þórólfur telur líklegt að framboð Ólafs hafi sett fleiri en hann í biðstöðu. Hann vill hvorki segja af né á um hvort hann ætlar fram. Elín Hirst fjölmiðlakona segist í samtali við fréttastofu alvarlega vera að íhuga að gefa kost á sér. Hún segir að mörgu að huga varðandi framboð, meðal annars þeim mikla kostnaði sem því fylgi. Samkvæmt kostnaðarmati sem fréttastofa lét gera í gær má hver frambjóðandi reikna með um þrjátíu milljónum í framboðið. Elín telur tími til kominn að annar taki við keflinu af Ólafi Ragnari, hvort sem það er hún sjálf eða annar. Stefán Jón Hafstein virðist áhugasamur um framboð. Í Fréttablaðinu í dag birtist grein eftir Stefán Jón þar sem hann skorar á Ólaf Ragnar að gera grein fyrir því af hverju hann telur þörf á því að hann gefi áfram kost á sér. Þá rifjar hann upp tengsl Ólafs Ragnars við útrásina umdeildu, og segir að það jafngildi uppgjöf að kjósa „forseta Gamla Íslands enn á ný eftir sextán ára setu á þeim valdastóli." Ekki náðist tal af Stefáni Jóni sem nú staddur í Malaví þar sem hann starfar fyrir Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur segir það ekki hafa skipt sig máli hvort Ólafur Ragnar myndi gefa kost á sér. Mögulegt framboð hans sé óháð því. Ari Trausti reiknar með að taka endanlega ákvörðun öðru hvoru megin við páska: Hann segir kostnaðinn vissulega skipta máli. Þóra Arnórsdóttir fjölmiðlakona hefur einnig verið nefnd sem mögulegur frambjóðandi, en ekki náðist tal af henni í dag. Þegar hafa þeir Ástþór Magnússon og Jón Lárusson tilkynnt um framboð. Það eru því margir sem líta hýru auga til Bessastaða en spurningin er aðeins ein: Er einhver nógu sterkur til að fella Ólaf Ragnar? Forsetakosningar 2012 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Þórólfur Árnason, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, hefur um hríð velt fyrir sér að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Elín Hirst er einnig alvarlega að íhuga framboð. Fréttastofa ræddi í dag við nokkra þeirra sem íhuga að gefa kost á sér. Þórólfur hefur ekki áður tjáð sig um forsetaframframboðið. Hann segir stuðningsmenn sína hafa unnið að mögulegu framboði í nokkurn tíma. Það hafi hins vegar komið upp ný staða þegar Ólafur Ragnar Grímsson ákvað að gefa kost á sér áfram. Þórólfur telur líklegt að framboð Ólafs hafi sett fleiri en hann í biðstöðu. Hann vill hvorki segja af né á um hvort hann ætlar fram. Elín Hirst fjölmiðlakona segist í samtali við fréttastofu alvarlega vera að íhuga að gefa kost á sér. Hún segir að mörgu að huga varðandi framboð, meðal annars þeim mikla kostnaði sem því fylgi. Samkvæmt kostnaðarmati sem fréttastofa lét gera í gær má hver frambjóðandi reikna með um þrjátíu milljónum í framboðið. Elín telur tími til kominn að annar taki við keflinu af Ólafi Ragnari, hvort sem það er hún sjálf eða annar. Stefán Jón Hafstein virðist áhugasamur um framboð. Í Fréttablaðinu í dag birtist grein eftir Stefán Jón þar sem hann skorar á Ólaf Ragnar að gera grein fyrir því af hverju hann telur þörf á því að hann gefi áfram kost á sér. Þá rifjar hann upp tengsl Ólafs Ragnars við útrásina umdeildu, og segir að það jafngildi uppgjöf að kjósa „forseta Gamla Íslands enn á ný eftir sextán ára setu á þeim valdastóli." Ekki náðist tal af Stefáni Jóni sem nú staddur í Malaví þar sem hann starfar fyrir Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur segir það ekki hafa skipt sig máli hvort Ólafur Ragnar myndi gefa kost á sér. Mögulegt framboð hans sé óháð því. Ari Trausti reiknar með að taka endanlega ákvörðun öðru hvoru megin við páska: Hann segir kostnaðinn vissulega skipta máli. Þóra Arnórsdóttir fjölmiðlakona hefur einnig verið nefnd sem mögulegur frambjóðandi, en ekki náðist tal af henni í dag. Þegar hafa þeir Ástþór Magnússon og Jón Lárusson tilkynnt um framboð. Það eru því margir sem líta hýru auga til Bessastaða en spurningin er aðeins ein: Er einhver nógu sterkur til að fella Ólaf Ragnar?
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira