Þórólfur Árnason íhugar líka forsetaframboð Erla Hlynsdóttir skrifar 10. mars 2012 18:32 Þórólfur Árnason, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, hefur um hríð velt fyrir sér að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Elín Hirst er einnig alvarlega að íhuga framboð. Fréttastofa ræddi í dag við nokkra þeirra sem íhuga að gefa kost á sér. Þórólfur hefur ekki áður tjáð sig um forsetaframframboðið. Hann segir stuðningsmenn sína hafa unnið að mögulegu framboði í nokkurn tíma. Það hafi hins vegar komið upp ný staða þegar Ólafur Ragnar Grímsson ákvað að gefa kost á sér áfram. Þórólfur telur líklegt að framboð Ólafs hafi sett fleiri en hann í biðstöðu. Hann vill hvorki segja af né á um hvort hann ætlar fram. Elín Hirst fjölmiðlakona segist í samtali við fréttastofu alvarlega vera að íhuga að gefa kost á sér. Hún segir að mörgu að huga varðandi framboð, meðal annars þeim mikla kostnaði sem því fylgi. Samkvæmt kostnaðarmati sem fréttastofa lét gera í gær má hver frambjóðandi reikna með um þrjátíu milljónum í framboðið. Elín telur tími til kominn að annar taki við keflinu af Ólafi Ragnari, hvort sem það er hún sjálf eða annar. Stefán Jón Hafstein virðist áhugasamur um framboð. Í Fréttablaðinu í dag birtist grein eftir Stefán Jón þar sem hann skorar á Ólaf Ragnar að gera grein fyrir því af hverju hann telur þörf á því að hann gefi áfram kost á sér. Þá rifjar hann upp tengsl Ólafs Ragnars við útrásina umdeildu, og segir að það jafngildi uppgjöf að kjósa „forseta Gamla Íslands enn á ný eftir sextán ára setu á þeim valdastóli." Ekki náðist tal af Stefáni Jóni sem nú staddur í Malaví þar sem hann starfar fyrir Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur segir það ekki hafa skipt sig máli hvort Ólafur Ragnar myndi gefa kost á sér. Mögulegt framboð hans sé óháð því. Ari Trausti reiknar með að taka endanlega ákvörðun öðru hvoru megin við páska: Hann segir kostnaðinn vissulega skipta máli. Þóra Arnórsdóttir fjölmiðlakona hefur einnig verið nefnd sem mögulegur frambjóðandi, en ekki náðist tal af henni í dag. Þegar hafa þeir Ástþór Magnússon og Jón Lárusson tilkynnt um framboð. Það eru því margir sem líta hýru auga til Bessastaða en spurningin er aðeins ein: Er einhver nógu sterkur til að fella Ólaf Ragnar? Forsetakosningar 2012 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira
Þórólfur Árnason, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, hefur um hríð velt fyrir sér að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Elín Hirst er einnig alvarlega að íhuga framboð. Fréttastofa ræddi í dag við nokkra þeirra sem íhuga að gefa kost á sér. Þórólfur hefur ekki áður tjáð sig um forsetaframframboðið. Hann segir stuðningsmenn sína hafa unnið að mögulegu framboði í nokkurn tíma. Það hafi hins vegar komið upp ný staða þegar Ólafur Ragnar Grímsson ákvað að gefa kost á sér áfram. Þórólfur telur líklegt að framboð Ólafs hafi sett fleiri en hann í biðstöðu. Hann vill hvorki segja af né á um hvort hann ætlar fram. Elín Hirst fjölmiðlakona segist í samtali við fréttastofu alvarlega vera að íhuga að gefa kost á sér. Hún segir að mörgu að huga varðandi framboð, meðal annars þeim mikla kostnaði sem því fylgi. Samkvæmt kostnaðarmati sem fréttastofa lét gera í gær má hver frambjóðandi reikna með um þrjátíu milljónum í framboðið. Elín telur tími til kominn að annar taki við keflinu af Ólafi Ragnari, hvort sem það er hún sjálf eða annar. Stefán Jón Hafstein virðist áhugasamur um framboð. Í Fréttablaðinu í dag birtist grein eftir Stefán Jón þar sem hann skorar á Ólaf Ragnar að gera grein fyrir því af hverju hann telur þörf á því að hann gefi áfram kost á sér. Þá rifjar hann upp tengsl Ólafs Ragnars við útrásina umdeildu, og segir að það jafngildi uppgjöf að kjósa „forseta Gamla Íslands enn á ný eftir sextán ára setu á þeim valdastóli." Ekki náðist tal af Stefáni Jóni sem nú staddur í Malaví þar sem hann starfar fyrir Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur segir það ekki hafa skipt sig máli hvort Ólafur Ragnar myndi gefa kost á sér. Mögulegt framboð hans sé óháð því. Ari Trausti reiknar með að taka endanlega ákvörðun öðru hvoru megin við páska: Hann segir kostnaðinn vissulega skipta máli. Þóra Arnórsdóttir fjölmiðlakona hefur einnig verið nefnd sem mögulegur frambjóðandi, en ekki náðist tal af henni í dag. Þegar hafa þeir Ástþór Magnússon og Jón Lárusson tilkynnt um framboð. Það eru því margir sem líta hýru auga til Bessastaða en spurningin er aðeins ein: Er einhver nógu sterkur til að fella Ólaf Ragnar?
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira