Umfjöllun og viðtöl: Skallagrímur aftur upp í úrvalsdeild Stefán Árni Pálsson í Fjósinu skrifar 27. mars 2012 13:24 Skallagrímsmenn tryggðu sér sæti í Iceland Express deild karla með öruggum 22 stiga sigri á nágrönnum sínum í ÍA, 89-67, í oddaleik um sæti úrvalsdeildinni en leikurinn fór fram fyrir troðfullu húsi í Borganesi í kvöld. Stemningin var mögnuð í Borganesi í kvöld en undirritaður hefur sjaldan upplifað annað eins. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með og voru Skagamenn til að mynda með forystu 14-10 í byrjun fyrsta leikhluta. Skallagrímur hrökk þá í gang og leiddu eftir fyrsta fjórðung 21-12. Í byrjun annars leikhluta svöruðu Skagamenn áhlaupi heimamanna og minnkuðu muninn fljótlega í þrjú stig 28-25. Staðan í hálfleik var síðan 43-39 og galopinn leikur. Í síðari hálfleiknum var aftur á móti aðeins eitt lið á vellinum. Skallagrímsmenn réðu gjörsamlega ferðinni og léku við hvern sinn fingur. Varnarleikur liðsins var frábær og Skagamenn lentu hreinlega á vegg. Taugartitringurinn var greinilega mikill í liði ÍA og leikmenn hreinlega réðu ekki við spennuna. Það kristallaðist greinilega á vítalínunni hjá gestunum en þeim var hreinlega fyrirmunað að koma boltanum ofan í körfuna úr vítaskotum. Skallagrímur náði mest 22 stiga forskoti 82-60 og í raun niðurlægðu Skagamenn. Stemningin í Fjósinu var stórkostleg í lokin og menn fögnuðu eins brjálæðingar þegar flautan gall. Skallagrímur var síðast í efstu deild árið 2009 og menn voru fegnir að vera komnir á ný á meðal þeirra bestu. Leiknum lauk með öruggum sigri Borgnesinga 89-67. Sigmar: Við erum einfaldlega miklu betri„Þessi tilfinning er svakaleg," sagði Sigmar Egilsson, leikmaður Skallagríms, eftir að liðið tryggði sér í úrvalsdeildina. „Ég fór upp með Val í fyrra en þetta er mesta geðshræring sem ég hef upplifað." „Þeir voru að tala um það að ÍA væri betra liðið í þessari seríu en við vissum betur, við erum miklu betri." „Það voru allir með í kvöld, allir á bekknum og fólkið í stúkunni. Ég hef aldrei spilað fyrir framan svona áhorfendur." „Við eigum heima í úrvalsdeild og ætlum okkur að vera þar um ókomna tíð," sagði Sigmar í sigurvímu eftir leikinn. Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni með því að ýta hér. Áskell: Menn mættu ekki til leiks„Við vorum bara ekki alveg til staðar hér í kvöld," sagði Áskell Jónsson, leikmaður ÍA, eftir leikinn í kvöld. „Menn höfðu bara ekki trú á verkefninu í fjórða leikhlutanum og það sást alveg frá byrjun fjórðungsins." „Þessi leikur var alveg opin til að byrja með og við vorum lengi vel alveg vel inn í honum. Í lokin var bara algjört andleysi í liðinu og við vildum þetta greinilega ekki nægilega mikið." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Áskel með því að ýta hér. Pálmi: Þetta er svo rosalega sættMynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson„Þetta alveg ólýsanlegt og ég er í þvílíku spennufalli," sagði Pálmi Þór Sævarsson, þjálfari Skallagríms, eftir sigurinn í kvöld. „Þetta hefur verið frábær úrslitakeppni og magnaðir leikir við ÍA. Við erum búnir að vinna fyrir þessu í allan vetur og höfum verið óheppnir með meiðsli. Við erum komnir þar sem við eigum heima, í efstu deild," sagði Pálmi en rétt þegar hann var búinn að sleppa orðinu réðust allir leikmenn liðsins að honum og tolleruðu hann. „Við vildum þetta bara miklu meira í kvöld. Höfum spilað frekar illa gegn Skagamönnum en í kvöld kom þetta," sagði Pálmi, eftir leikinn. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Pálmi með því að ýta hér. Hér efst má einnig sjá fögnuðinn sem braust út í lokinn. Sjón er sögu ríkari. Dominos-deild karla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Sjá meira
Skallagrímsmenn tryggðu sér sæti í Iceland Express deild karla með öruggum 22 stiga sigri á nágrönnum sínum í ÍA, 89-67, í oddaleik um sæti úrvalsdeildinni en leikurinn fór fram fyrir troðfullu húsi í Borganesi í kvöld. Stemningin var mögnuð í Borganesi í kvöld en undirritaður hefur sjaldan upplifað annað eins. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með og voru Skagamenn til að mynda með forystu 14-10 í byrjun fyrsta leikhluta. Skallagrímur hrökk þá í gang og leiddu eftir fyrsta fjórðung 21-12. Í byrjun annars leikhluta svöruðu Skagamenn áhlaupi heimamanna og minnkuðu muninn fljótlega í þrjú stig 28-25. Staðan í hálfleik var síðan 43-39 og galopinn leikur. Í síðari hálfleiknum var aftur á móti aðeins eitt lið á vellinum. Skallagrímsmenn réðu gjörsamlega ferðinni og léku við hvern sinn fingur. Varnarleikur liðsins var frábær og Skagamenn lentu hreinlega á vegg. Taugartitringurinn var greinilega mikill í liði ÍA og leikmenn hreinlega réðu ekki við spennuna. Það kristallaðist greinilega á vítalínunni hjá gestunum en þeim var hreinlega fyrirmunað að koma boltanum ofan í körfuna úr vítaskotum. Skallagrímur náði mest 22 stiga forskoti 82-60 og í raun niðurlægðu Skagamenn. Stemningin í Fjósinu var stórkostleg í lokin og menn fögnuðu eins brjálæðingar þegar flautan gall. Skallagrímur var síðast í efstu deild árið 2009 og menn voru fegnir að vera komnir á ný á meðal þeirra bestu. Leiknum lauk með öruggum sigri Borgnesinga 89-67. Sigmar: Við erum einfaldlega miklu betri„Þessi tilfinning er svakaleg," sagði Sigmar Egilsson, leikmaður Skallagríms, eftir að liðið tryggði sér í úrvalsdeildina. „Ég fór upp með Val í fyrra en þetta er mesta geðshræring sem ég hef upplifað." „Þeir voru að tala um það að ÍA væri betra liðið í þessari seríu en við vissum betur, við erum miklu betri." „Það voru allir með í kvöld, allir á bekknum og fólkið í stúkunni. Ég hef aldrei spilað fyrir framan svona áhorfendur." „Við eigum heima í úrvalsdeild og ætlum okkur að vera þar um ókomna tíð," sagði Sigmar í sigurvímu eftir leikinn. Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni með því að ýta hér. Áskell: Menn mættu ekki til leiks„Við vorum bara ekki alveg til staðar hér í kvöld," sagði Áskell Jónsson, leikmaður ÍA, eftir leikinn í kvöld. „Menn höfðu bara ekki trú á verkefninu í fjórða leikhlutanum og það sást alveg frá byrjun fjórðungsins." „Þessi leikur var alveg opin til að byrja með og við vorum lengi vel alveg vel inn í honum. Í lokin var bara algjört andleysi í liðinu og við vildum þetta greinilega ekki nægilega mikið." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Áskel með því að ýta hér. Pálmi: Þetta er svo rosalega sættMynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson„Þetta alveg ólýsanlegt og ég er í þvílíku spennufalli," sagði Pálmi Þór Sævarsson, þjálfari Skallagríms, eftir sigurinn í kvöld. „Þetta hefur verið frábær úrslitakeppni og magnaðir leikir við ÍA. Við erum búnir að vinna fyrir þessu í allan vetur og höfum verið óheppnir með meiðsli. Við erum komnir þar sem við eigum heima, í efstu deild," sagði Pálmi en rétt þegar hann var búinn að sleppa orðinu réðust allir leikmenn liðsins að honum og tolleruðu hann. „Við vildum þetta bara miklu meira í kvöld. Höfum spilað frekar illa gegn Skagamönnum en í kvöld kom þetta," sagði Pálmi, eftir leikinn. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Pálmi með því að ýta hér. Hér efst má einnig sjá fögnuðinn sem braust út í lokinn. Sjón er sögu ríkari.
Dominos-deild karla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Sjá meira