Sport

Fékk hjartaáfall í miðjum leik og lét lífið

Stefán Hirst Friðriksson skrifar
Úr leik Ítala á Ólympíuleikunum.
Úr leik Ítala á Ólympíuleikunum.
Vigor Bovalenta, 37 ára blakspilari frá Ítalíu, lést í gær vegna hjartaáfalls sem hann fékk í miðjum keppnisleik. Björgunaraðgerðir hófust samstundis en höfðu ekki árangur sem erfiði og var Bovalenta úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi stuttu síðar.

Bovalenta státar af góðum ferli í blakinu en hann fór mikinn þegar Ítalir urðu Evrópumeistarar árið 1995. Hann var einnig í silfurliði þeirra á Olympíuleikunum í Aþenu árið 2004 ásamt því að eiga fleiri silfur- og brons verðlaun á hinum ýmsu stórmótum.

Íþróttamenn og hjartavandræði þeirra hafa verið mikið í deiglunni síðustu daga og er þetta enn eitt tilfellið þar sem hjartastarfsemi íþróttamanna geigar á íþróttavellinum. Í siðustu viku lenti Fabrice Muamba, leikmaður Bolton í hjartastoppi í miðjum leik og var í lífshættu í nokkra daga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×