Benedikt: Við hræðumst engan Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 22. mars 2012 21:45 Benedikt að stýra sínum mönnum í kvöld. "Það er ásættanlegt miðað við nýliða að ná þriðja sæti," sagði glaðbeittur Benedikt Guðmundsson þjálfari Þórs eftir sigurinn á Haukum í kvöld. Hann tryggði nýliðunum þriðja sætið í deildarkeppni Iceland Express-deildar karla. "Við höfum spilað vel lengst af í vetur. Við höfum komið með attitude til leiks, við hræðumst engan og það skiptir okkur engu hvað að eru margir landsleikir í hinu liðinu. Við hræðumst engan," sagði Benedikt sem hlakkar til úrslitakeppninnar þar sem Þór mætir Snæfelli. "Þetta er skemmtilegasti tími ársins og nú reyni ég að nota þá reynslu og þekkingu sem ég hef safnað í gegnum árin. Það er ákveðin kúnst að spila í úrslitakeppni og ákveðnir hlutir verða að ganga upp. Þetta verður ekki auðvelt, við erum að fara að spila við lið sem varð Íslandsmeistari fyrir ekki tveimur árum síðan og þeir hafa þessa þekkingu og reynslu og þetta verður hörkueinvígi." "Deildarkeppnin var ótrúlega jöfn í vetur. Hún hefur skipst í nokkur sæti og ég man ekki eftir tímabili þar sem maður þarf að fara á vefinn til að rifja upp hvernig fyrri leikurinn fór. Þetta hefur allt snúist um innbyrðis í vetur og það er ekki bara eitt lið, við höfum verið jafnir fjórum liðum í allan vetur og þetta er búið að vera skrýtið hvað það varðar. Ég hef aldrei pælt mikið í innbyrðis og nú varð maður að gera það því að það ræður í hvaða sæti maður lendir fyrir úrslitakeppni," sagði Benedikt en Þór lenti fyrir neðan KR á slakari árangri í innbyrði viðureignum liðanna. "Ég er mest ánægður með varnarleikinn heilt yfir í vetur. Þetta hefur gengið upp og ofan eins og gengur og hefur snúist um að hengja ekki haus þegar dýfan kemur og missa sig ekki í gleði þegar vel gengur. Það hefur verið mjög erfitt síðustu tvær vikur. Við höfum mætt í leiki og ætlað að vinna á hæfileikum, það er ekki við. Við förum í gegnum þetta á sterkri liðsheild ekki einhverjum einstaklings hæfileikum," sagði Benedikt sem gerði leikinn í kvöld svo upp í örfáum orðum. "Þessi leikur okkar í kvöld var klassískur leikur hjá okkur. Það skiptir ekki máli við hverja við spilum, þetta er alltaf stál í stál. Það skiptir engu máli í hvaða sæti andstæðingurinn er, svona hafa okkar leikir verið allt tímabilið," sagði Benedikt að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Sjá meira
"Það er ásættanlegt miðað við nýliða að ná þriðja sæti," sagði glaðbeittur Benedikt Guðmundsson þjálfari Þórs eftir sigurinn á Haukum í kvöld. Hann tryggði nýliðunum þriðja sætið í deildarkeppni Iceland Express-deildar karla. "Við höfum spilað vel lengst af í vetur. Við höfum komið með attitude til leiks, við hræðumst engan og það skiptir okkur engu hvað að eru margir landsleikir í hinu liðinu. Við hræðumst engan," sagði Benedikt sem hlakkar til úrslitakeppninnar þar sem Þór mætir Snæfelli. "Þetta er skemmtilegasti tími ársins og nú reyni ég að nota þá reynslu og þekkingu sem ég hef safnað í gegnum árin. Það er ákveðin kúnst að spila í úrslitakeppni og ákveðnir hlutir verða að ganga upp. Þetta verður ekki auðvelt, við erum að fara að spila við lið sem varð Íslandsmeistari fyrir ekki tveimur árum síðan og þeir hafa þessa þekkingu og reynslu og þetta verður hörkueinvígi." "Deildarkeppnin var ótrúlega jöfn í vetur. Hún hefur skipst í nokkur sæti og ég man ekki eftir tímabili þar sem maður þarf að fara á vefinn til að rifja upp hvernig fyrri leikurinn fór. Þetta hefur allt snúist um innbyrðis í vetur og það er ekki bara eitt lið, við höfum verið jafnir fjórum liðum í allan vetur og þetta er búið að vera skrýtið hvað það varðar. Ég hef aldrei pælt mikið í innbyrðis og nú varð maður að gera það því að það ræður í hvaða sæti maður lendir fyrir úrslitakeppni," sagði Benedikt en Þór lenti fyrir neðan KR á slakari árangri í innbyrði viðureignum liðanna. "Ég er mest ánægður með varnarleikinn heilt yfir í vetur. Þetta hefur gengið upp og ofan eins og gengur og hefur snúist um að hengja ekki haus þegar dýfan kemur og missa sig ekki í gleði þegar vel gengur. Það hefur verið mjög erfitt síðustu tvær vikur. Við höfum mætt í leiki og ætlað að vinna á hæfileikum, það er ekki við. Við förum í gegnum þetta á sterkri liðsheild ekki einhverjum einstaklings hæfileikum," sagði Benedikt sem gerði leikinn í kvöld svo upp í örfáum orðum. "Þessi leikur okkar í kvöld var klassískur leikur hjá okkur. Það skiptir ekki máli við hverja við spilum, þetta er alltaf stál í stál. Það skiptir engu máli í hvaða sæti andstæðingurinn er, svona hafa okkar leikir verið allt tímabilið," sagði Benedikt að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Sjá meira