Sport

Tebow fer til New York Jets | Manning fær 12 milljarða kr. á fimm árum

Leikstjórnandinn Tim Tebow mun leika með New York Jets í NFL deildinni.
Leikstjórnandinn Tim Tebow mun leika með New York Jets í NFL deildinni. AP
Leikstjórnandinn Tim Tebow mun leika með New York Jets í NFL deildinni en samningar tókust í gær við gamla félagið hans Denver Broncos í gær.

Forráðamenn Jets samþykktu að greiða helming af 5 milljóna dala greiðslu sem leikmaðurinn var búinn að fá fyrirfram hjá Denver og þar með var hægt að ganga frá málinu. Tebow er einn allra þekktasti bandaríski íþróttamaðurinn nú um stundir og algjört „Tebow" æði gekk yfir landið í úrslitakeppni NFL.

Það var ljóst strax að Tebow væri á förum frá Denver þegar liðið samdi til fimm ára við hinn þekkta leikstjórnanda Peyton Manning. Fyrir þann tíma fær Manning 96 milljónir dala eða sem nemur um 12 milljörðum kr.

Tebow lék gríðarlega vel með liði Denver á síðasta tímabili. Liðið byrjaði afar illa, og vann aðeins einn leik af fyrstu fimm. Liðið endaði tímabilið með 8 sigra og 8 töp. Denver komst í gegnum Pittsburgh Steelers í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en tapaði fyrir New England Patriots í næstu umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×