Enski boltinn

Hermann Hreiðarsson til Leeds í sumar?

Stefán Hirst Friðriksson skrifar
Hermann í harðri baráttu við Antonio Valencia, leikmann Manchester United.
Hermann í harðri baráttu við Antonio Valencia, leikmann Manchester United.
Samkvæmt ensku slúðurblöðum hefur gamla stórveldið Leeds United, áhuga á að fá Íslendinginn, Hermann Hreiðarsson til liðs við sig í sumar.

Hermann samdi við Coventry City í janúar en samningur hans hjá félaginu rennur út í sumar. Hermann fór nýlega í aðgerð á öxl og mun ekki spila meira með liðinu á tímabilinu.

Neil Warnock, knattspyrnustjóri Leeds, er sagður vilja auka breidd liðsins varnarlega og er talið að hann horfi meðal annars til Hermanns í sambandi við það.

Leeds er í fjórtánda sæti B deildarinnar á Englandi og verður að teljast mjög ólíklegt að þeim takist að blanda sér í baráttuna um að komast upp í úrvalsdeildina á þessu tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×