Körfubolti

Annað einvígi þjálfara úr 1972-árgangi KR hefst í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Benedikt Guðmundsson mætir KR í fyrsta sinn í úrslitakeppni.
Benedikt Guðmundsson mætir KR í fyrsta sinn í úrslitakeppni. Mynd/Hjalti Vignisson
KR og Þór Þorlákshöfn spila í kvöld fyrsta leikinn sinn í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfubolta og hefst leikurinn klukkan 19.15 í DHL-höllinni í Frostskjóli.

KR sló út Tindastól 2-0 og hefur ekki spilað í átta daga en Þór vann Snæfell í oddaleik á fimmtudaginn var. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn.

Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, sló út æskuvin sinn og jafnaldra Inga Þór Steinþórsson, þjálfara Snæfells, út úr átta liða úrslitunum og mætir nú öðrum þjálfara úr 1972-árgangi KR-inga.

Hrafn Kristjánsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, er einmitt fæddur 1972 eins og þeir Benedikt og Ingi Þór en þetta eru einmitt þeir þrír þjálfarar sem hafa gert lið að Íslandsmeisturum undanfarin þrjú ár.

Þetta verður jafnframt í fyrsta sinn sem Benedikt mætir KR í úrslitakeppni á sínum þjálfaraferli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×