Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Þór Þorlákshöfn 94-84 Henry Birgir Gunnarsson í Fjárhúsinu skrifar 2. apríl 2012 14:24 mynd/daníel Snæfell og Þór Þorlákshöfn þurfa að mætast í oddaleik í Þorlákshöfn á fimmtudag. Það varð ljóst í kvöld er Snæfell lagði Þór í öðrum leik liðanna og jafnaði þar með einvígið í átta liða úrslitum. Leikur liðanna í kvöld var bráðskemmtilegur og jafn allan leikinn. Snæfell þó sterkara þegar á reyndi og vel að sigrinum komið. Jón Ólafur Jónsson hélt Snæfellsliðinu á floti lungann úr leiknum með frábærri spilamennsku. Hann var nánast einn gegn Þórsliðinu allan fyrri hálfleikinn. Fleiri stigu upp í síðari hálfleik og eftir sveiflukenndan og æsispennandi lokakafla lönduðu heimamenn sætum sigri. Það skilur nánast ekkert á milli þessara liða og oddaleikurinn verður örugglega frábær skemmtun.Nonni Mæju: Enginn í sumarfrí þegar það er snjór Jón Ólafur Jónsson, betur þekktur sem Nonni Mæju, fór hamförum í Fjárhúsinu í kvöld. Skoraði 22 stig í fyrri hálfleik og endaði með 27. Hann var augljóslega ekki á því að fara í sumarfrí. "Ég hef engan áhuga á því. Eins og Ingi sagði þá er enn snjór úti og því enginn tími til þess að fara í sumarfrí núna," sagði Nonni léttur. "Ég var að finna mig vel strax frá byrjun. Þá hefur maður tröllatrú á sjálfum sér. Þá er ekkert annað að gera en að skjóta þegar maður er opinn. "Mér fannst við spila vel í sókninni en varnarleikurinn var ekkert frábær. Þeir voru líka að hitta svakalega vel framan af leik. Það var allt niðri hjá þeim og þeir voru góðir. Sem betur fer spiluðum við aðeins betur," sagði Nonni en hvað með oddaleikinn? "Við reynum að nýta okkur reynsluna þar. Það verður mjög erfitt enda er Þór með frábært lið. Það er ástæða fyrir því að þeir urðu í þriðja sæti. Þetta verður erfitt verkefni en það verður gaman að spila í látunum þarna. Það er ekkert gaman að spila fyrir 50 hræður sem láta ekkert í sér heyra.Guðmundur: Hef engar áhyggjur af oddaleiknum "Við vorum fínir í fyrri hálfleik en undir lokin þá brotnuðum við. Þeir setja niður stórar körfur en við náum ekki að skora," sagði Guðmundur Jónsson, leikmaður Þórs, en hann skoraði 12 stig í kvöld. "Við vorum líka að fá ódýrar villur á okkur og þetta gekk ekki alveg upp hjá okkur. "Við vorum samt ekkert að fara á taugum. Þeir settu niður stóru skotin núna en ekki við," sagði Guðmundur en hann er sigurviss fyrir oddaleikinn. "Það verður troðfullt hús. Þeir fara ekkert í Þorlákshöfn og vinna okkur þar. Það er ekki séns. Við munum laga það sem þarf fyrir næsta leik og það verður brjálaður leikur. Ég hef samt engar áhyggjur. Við tökum þann leik."Snæfell - Þór Þorlákshöfn 94-84 (20-21, 27-28, 22-13, 25-22)Snæfell: Jón Ólafur Jónsson 27/7 fráköst, Marquis Sheldon Hall 22/10 fráköst/8 stoðsendingar, Quincy Hankins-Cole 22/13 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 11/4 fráköst/6 stoðsendingar, Hafþór Ingi Gunnarsson 7, Sveinn Arnar Davidsson 3/5 fráköst/5 stoðsendingar.Þór Þorlákshöfn: Darrin Govens 32/6 fráköst, Blagoj Janev 18/6 fráköst, Matthew James Hairston 16/7 fráköst, Guðmundur Jónsson 12/4 fráköst, Darri Hilmarsson 4/6 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 2/5 fráköst.Hér að neðan má lesa leiklýsingu leiksins frá blaðamanni Vísis á vellinum:Leik lokið: Liðin mætast í hreinum oddaleik. Það verður algjör veisla. Snæfell vann með tíu stiga mun.4. leikhluti: 90-84 og 13 sek eftir. Snæfell með boltann. Þetta er búið.4. leikhluti: Sheldon Hall með mikilvægan þrist. 90-84 og 35 eftir.4. leikhluti: 87-84 og 59 sek eftir.4. leikhluti: Sex stiga leikur. 87-81 og 1.32 eftir.4. leikhluti: Hankins Cole með tröllatroðslu sem hleypti öllu í bál og brand. Þá keyra menn í Kickstart my Heart með Mötley á meðan Benni les aftur yfir sínum mönnum. 87-77 og 3.52 mín eftir.4. leikhluti: Snæfell heldur betur að svara áhlaupi Þórsara. Komnir sex stigum yfir, 83-77, og allt að verða vitlaust í húsinu. Kiss á fóninum og ég veit ekki hvað og hvað. Benni þorir ekki öðru en að taka leikhlé. 4.45 mín eftir.4. leikhluti: Jæja, dömur mínar og herrar. Jón Ólafur kominn með fjórar villur og jafnt, 73-73. Þetta er heldur betur orðinn leikur á ný. 7 mín eftir.4. leikhluti: Þórsarar fljótir að saxa á forskotið. 73-69 og þeir eiga að taka tvö vítaskot. Leikhlé hjá Snæfelli og þá spilar DJ-inn góði Guns n' Roses. Alveg með'etta.4. leikhluti: Hildur Sig, leikmaður kvennaliðs Snæfells, klúðraði borgarskoti núna. Stefnir í tjaldferðir hjá Snæfellsliðinu.3. leikhluti | Snæfell-Þór 69-62 Þriðja leikhluta lokið og gríðarleg spenna í Fjárhúsinu. Þetta verður "naglbítur" allt til enda. Smá áhyggjuefni fyrir Snæfell að Jón Ólafur er kominn með þrjár villur. Aftur á móti tveir með fjórar hjá Þór og tveir með þrjár. Þetta verður erfitt fyrir gestina í lokaleikhlutanum.3. leikhluti: Snæfell hélt jöfnu við Þór rétt á meðan Jón Ólafur fékk rétt að kasta mæðinni. Það kom á óvart. Harkan og grimmdin að aukast í alla bolta. Hafþór með huggulegan þrist. 65-62.3. leikhluti: Nonni kominn í 27 stig. Virðist vera einn á móti Þórsliðinu. 56-56.3. leikhluti: Nonni heldur uppteknum hætti. Þórsarar þurfa að finna ráð gegn honum. 51-49.3. leikhluti: Leikurinn farinn aftur í gang. 49-49.Hálfleikur: Jón Ólafur Mæju er allt í öllu hjá Snæfelli með 22 stig. Sheldon Hall kemur næstur með 12. Darrin Govens stigahæstur hjá gestunum með 14 stig. Guðmundur Jónsson og Blagoj Janev hafa skorað 12. Þórsarar í villuvandræðum með þrjá menn með þrjár villur.Hálfleikur | Snæfell-Þór 47-49 Þrælskemmtilegum fyrri hálfleik lokið og munurinn aldrei meiri en í kringum fimm stig. Þetta verður jafnt til enda.2. leikhluti: Hairston með þrist og varið skot. Sjóðheitur maðurinn með mjóu kálfana. Hasar í mönnum undir körfunni. Líf og fjör. Þór kominn aftur yfir. 42-44.2. leikhluti: Nonni Mæju er á eldi og búið að hringja í slökkviliðið. Nonni kominn í 18 stig. Heldur Snæfelli á floti ásamt Sheldon Hall. Aðrir þurfa að fara að hjálpa til. Miklu fleiri að leggja hönd á plóginn hjá gestunum. Þökk sé Nonna er Snæfell aftur komið yfir, 40-38. 2 mín í hálfleik.2. leikhluti: Grétar Erlendsson hjá Þór er fyrstur í þrjár villur. Tveir aðrir leikmenn Þórs með tvær. Enginn kominn í tvær villur hjá Snæfelli. 31-31 og þetta er orðinn leikur á ný. 4 mín í hálfleik.2. leikhluti: Benni, þjálfari Þórs, ekki sáttur við Eggert dómara sem var að dæma vafasaman ruðning. Sveinn Davíð einnig verið að gera nokkuð af mistökum og það dettur þess utan ekkert hjá honum. Þórsarar virðast vera að ná smá taki á þessum leik. 25-29.2. leikhluti: Stuðningsmenn Snæfells hafa dregið sig inn í skel á meðan græni drekinn neitar að þagna. Nonni Mæju kominn með 11 stig fyrir Snæfell og Guðmundur Jónsson 7 fyrir Þór. 24-29 fyrir Þór og Ingi tekur leikhlé. Mesti munurinn á liðunum til þessa. Rúmar 7 mín í hálfleik.2. leikhluti: Stuðningsmaður græna drekans ekki fjarri því að setja niður borgarskot frá miðju. Leikmaður kvennaliðs Snæfells, Sara, aftur á móti víðs fjarri af þriggja stiga línunni. Það gengur bara betur næst.1. leikhluti | Snæfell-Þór 20-21 Hraður og skemmtilegur fyrsti leikhluti. Munar engu á liðunum og þetta verður örugglega hörkuspenna allt til enda.1. leikhluti: Hankins-Cole að safna sóknarfráköstum. Tekur tvö slík í röð eftir misheppnuð skot af stuttu færi. Fyrst það gekk ekki ákvað hann að troða af afli. Þórsarar komast yfir með laglegri þriggja stiga körfu. 20-21 þegar 20 sek eru eftir.1. leikhluti: "Nonni Mæju er stjarna" syngur græni drekinn og reynir að koma Nonna úr jafnvægi á vítalínunni. Það virkar ekki enda Nonni ískaldur og búinn að spila vel í upphafi leiks. 15-11 fyrir Snæfell og 2 mín eftir af leikhlutanum.1. leikhluti: Heimamenn skrefi á undan en leikurinn galopinn. 11-9 fyrir Snæfell, 5 mín eftir og Benni Gumm, þjálfari Þórs, tekur leikhlé. Athygli vekur að Benedikt er ekki í Þórs-hettupeysunni heldur virðist hann vera í gömlum KR-jakka.1. leikhluti: Hart barist undir körfunum og gott tempó í upphafi leiks. 6-4 fyrir Snæfell. 6.40 mín eftir af fyrsta leikhluta.1. leikhluti: Nonni Mæju með fyrstu stig kvöldsins. Áhorfendur beggja liða vel með á nótunum. Flott umgjörð og vonandi flottur leikur.Fyrir leik: Lokalag fyrir leik er Þorparinn. Pálmi Gunnars að gera gott mót. Allt klárt utan vallar og nú er bara GAME ON!!!Fyrir leik: Tek aftur allar efasemdir um nýja vallarþulinn í Fjárhúsinu. Hann er frábær. Ekki bara tekur hann: "...ooooooooggg Snæfell." heldur bauð hann upp á gott metal öskur líka. Hann myndi líklega taka She´s gone með Steelheart með miklum glans. Vel gert.Fyrir leik: Verið að kynna liðin til leiks. Græni drekinn hefur hátt og heimamenn mega hafa sig alla við til að toppa þá. Ljósin slökkt þegar heimamenn eru kynntir til leiks. Thunderstruck spilað undir - en ekki hvað?Fyrir leik: Veglegt túbusjónvarp í stúkunni fyrir myndatökumenn vekur athygli ofanritaðs. Ekki er vitað hver horfir á þetta sjónvarp né hvort viðkomandi sé með áskrift að Stöð 2.Fyrir leik: Strákarnir í græna drekanum eru komnir í hús og eru strax byrjaðir með dólg og stemningu. Allt þó á léttum og skemmtilegum nótum.Fyrir leik: Mugison kominn á fóninn. Það þýðir bara eitt - það styttist í leikinn. Hinn landsþekkti vallarþulur, Daði, er ekki lengur á mæknum sem eru vonbrigði. Vonum að arftaki hans kunni að taka: "...ooooooooooooooggggg Snæfell!!! " með stæl.Fyrir leik: Ólafur Torfason, leikmaður Snæfells, virðist vera eitthvað tæpur og fór inn í klefa með Inga þjálfara. Hann hlýtur að fá smá panodil.Fyrir leik: DJ-inn í Hólminum er að fá feitan plús og útsendarar 365 á svæðinu hafa valið hann besta DJ-inn í Iceland Express-deildinni. Hér eru menn að spila Whitesnake, AC/DC, Iron Maiden og Skunk Anansie. Afar hressandi tilbreyting frá ruslinu sem er spilað í flestum öðrum húsum.Fyrir leik: Það er svo sannarlega ekki mikið matarúrval fyrir aðkomumenn í Hólminum á þessum mánudegi. Veitingastaðirnir Narfeyrarstofa og Hansen hafa ekki opið fyrri hluta vikunnar. Olís er því eini staðurinn þar sem gestir geta fengið sér í gogginn. Þar stóð Ólafur vaktinu með glæsibrag á Grill 66 eins og matsölustaðurinn er kallaður. Hann er í miðri veiðideildinni á Olís. Mikill sómi af þessu.Fyrir leik: Það er svo sannarlega engin flóðlýsing í Fjárhúsinu. Hér er hreinlega dimmt og engu líkara en maður sé á Árshátíð hjá hestafélaginu Gusti. Menn verða hreinlega þreyttir í þessu svartnætti. Mæja er samt komin í hús og engin ástæða til annars en að vera hress.Fyrir leik: Þjálfarar liðanna - Ingi Þór Steinþórsson og Benedikt Guðmundsson - koma báðir úr Vesturbænum og eru miklir KR-ingar. Þeir hafa báðir gert KR að Íslandsmeisturum og gerðu það líka saman. Þeir hafa oft bryddað upp á ýmsu skemmtilegu fyrir slíka leiki en að þessu sinni eru engin fyndin veðmál í gangi. Bara fullur fókus.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Boltavaktin er mætt í Fjárhúsið. Hér er búist við rosalegum leik á milli tveggja góðra liða. Heimamenn hafa engan áhuga á því að fara í frí og hér verður klárlega barist til síaðsta blóðdropa. Dominos-deild karla Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Sjá meira
Snæfell og Þór Þorlákshöfn þurfa að mætast í oddaleik í Þorlákshöfn á fimmtudag. Það varð ljóst í kvöld er Snæfell lagði Þór í öðrum leik liðanna og jafnaði þar með einvígið í átta liða úrslitum. Leikur liðanna í kvöld var bráðskemmtilegur og jafn allan leikinn. Snæfell þó sterkara þegar á reyndi og vel að sigrinum komið. Jón Ólafur Jónsson hélt Snæfellsliðinu á floti lungann úr leiknum með frábærri spilamennsku. Hann var nánast einn gegn Þórsliðinu allan fyrri hálfleikinn. Fleiri stigu upp í síðari hálfleik og eftir sveiflukenndan og æsispennandi lokakafla lönduðu heimamenn sætum sigri. Það skilur nánast ekkert á milli þessara liða og oddaleikurinn verður örugglega frábær skemmtun.Nonni Mæju: Enginn í sumarfrí þegar það er snjór Jón Ólafur Jónsson, betur þekktur sem Nonni Mæju, fór hamförum í Fjárhúsinu í kvöld. Skoraði 22 stig í fyrri hálfleik og endaði með 27. Hann var augljóslega ekki á því að fara í sumarfrí. "Ég hef engan áhuga á því. Eins og Ingi sagði þá er enn snjór úti og því enginn tími til þess að fara í sumarfrí núna," sagði Nonni léttur. "Ég var að finna mig vel strax frá byrjun. Þá hefur maður tröllatrú á sjálfum sér. Þá er ekkert annað að gera en að skjóta þegar maður er opinn. "Mér fannst við spila vel í sókninni en varnarleikurinn var ekkert frábær. Þeir voru líka að hitta svakalega vel framan af leik. Það var allt niðri hjá þeim og þeir voru góðir. Sem betur fer spiluðum við aðeins betur," sagði Nonni en hvað með oddaleikinn? "Við reynum að nýta okkur reynsluna þar. Það verður mjög erfitt enda er Þór með frábært lið. Það er ástæða fyrir því að þeir urðu í þriðja sæti. Þetta verður erfitt verkefni en það verður gaman að spila í látunum þarna. Það er ekkert gaman að spila fyrir 50 hræður sem láta ekkert í sér heyra.Guðmundur: Hef engar áhyggjur af oddaleiknum "Við vorum fínir í fyrri hálfleik en undir lokin þá brotnuðum við. Þeir setja niður stórar körfur en við náum ekki að skora," sagði Guðmundur Jónsson, leikmaður Þórs, en hann skoraði 12 stig í kvöld. "Við vorum líka að fá ódýrar villur á okkur og þetta gekk ekki alveg upp hjá okkur. "Við vorum samt ekkert að fara á taugum. Þeir settu niður stóru skotin núna en ekki við," sagði Guðmundur en hann er sigurviss fyrir oddaleikinn. "Það verður troðfullt hús. Þeir fara ekkert í Þorlákshöfn og vinna okkur þar. Það er ekki séns. Við munum laga það sem þarf fyrir næsta leik og það verður brjálaður leikur. Ég hef samt engar áhyggjur. Við tökum þann leik."Snæfell - Þór Þorlákshöfn 94-84 (20-21, 27-28, 22-13, 25-22)Snæfell: Jón Ólafur Jónsson 27/7 fráköst, Marquis Sheldon Hall 22/10 fráköst/8 stoðsendingar, Quincy Hankins-Cole 22/13 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 11/4 fráköst/6 stoðsendingar, Hafþór Ingi Gunnarsson 7, Sveinn Arnar Davidsson 3/5 fráköst/5 stoðsendingar.Þór Þorlákshöfn: Darrin Govens 32/6 fráköst, Blagoj Janev 18/6 fráköst, Matthew James Hairston 16/7 fráköst, Guðmundur Jónsson 12/4 fráköst, Darri Hilmarsson 4/6 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 2/5 fráköst.Hér að neðan má lesa leiklýsingu leiksins frá blaðamanni Vísis á vellinum:Leik lokið: Liðin mætast í hreinum oddaleik. Það verður algjör veisla. Snæfell vann með tíu stiga mun.4. leikhluti: 90-84 og 13 sek eftir. Snæfell með boltann. Þetta er búið.4. leikhluti: Sheldon Hall með mikilvægan þrist. 90-84 og 35 eftir.4. leikhluti: 87-84 og 59 sek eftir.4. leikhluti: Sex stiga leikur. 87-81 og 1.32 eftir.4. leikhluti: Hankins Cole með tröllatroðslu sem hleypti öllu í bál og brand. Þá keyra menn í Kickstart my Heart með Mötley á meðan Benni les aftur yfir sínum mönnum. 87-77 og 3.52 mín eftir.4. leikhluti: Snæfell heldur betur að svara áhlaupi Þórsara. Komnir sex stigum yfir, 83-77, og allt að verða vitlaust í húsinu. Kiss á fóninum og ég veit ekki hvað og hvað. Benni þorir ekki öðru en að taka leikhlé. 4.45 mín eftir.4. leikhluti: Jæja, dömur mínar og herrar. Jón Ólafur kominn með fjórar villur og jafnt, 73-73. Þetta er heldur betur orðinn leikur á ný. 7 mín eftir.4. leikhluti: Þórsarar fljótir að saxa á forskotið. 73-69 og þeir eiga að taka tvö vítaskot. Leikhlé hjá Snæfelli og þá spilar DJ-inn góði Guns n' Roses. Alveg með'etta.4. leikhluti: Hildur Sig, leikmaður kvennaliðs Snæfells, klúðraði borgarskoti núna. Stefnir í tjaldferðir hjá Snæfellsliðinu.3. leikhluti | Snæfell-Þór 69-62 Þriðja leikhluta lokið og gríðarleg spenna í Fjárhúsinu. Þetta verður "naglbítur" allt til enda. Smá áhyggjuefni fyrir Snæfell að Jón Ólafur er kominn með þrjár villur. Aftur á móti tveir með fjórar hjá Þór og tveir með þrjár. Þetta verður erfitt fyrir gestina í lokaleikhlutanum.3. leikhluti: Snæfell hélt jöfnu við Þór rétt á meðan Jón Ólafur fékk rétt að kasta mæðinni. Það kom á óvart. Harkan og grimmdin að aukast í alla bolta. Hafþór með huggulegan þrist. 65-62.3. leikhluti: Nonni kominn í 27 stig. Virðist vera einn á móti Þórsliðinu. 56-56.3. leikhluti: Nonni heldur uppteknum hætti. Þórsarar þurfa að finna ráð gegn honum. 51-49.3. leikhluti: Leikurinn farinn aftur í gang. 49-49.Hálfleikur: Jón Ólafur Mæju er allt í öllu hjá Snæfelli með 22 stig. Sheldon Hall kemur næstur með 12. Darrin Govens stigahæstur hjá gestunum með 14 stig. Guðmundur Jónsson og Blagoj Janev hafa skorað 12. Þórsarar í villuvandræðum með þrjá menn með þrjár villur.Hálfleikur | Snæfell-Þór 47-49 Þrælskemmtilegum fyrri hálfleik lokið og munurinn aldrei meiri en í kringum fimm stig. Þetta verður jafnt til enda.2. leikhluti: Hairston með þrist og varið skot. Sjóðheitur maðurinn með mjóu kálfana. Hasar í mönnum undir körfunni. Líf og fjör. Þór kominn aftur yfir. 42-44.2. leikhluti: Nonni Mæju er á eldi og búið að hringja í slökkviliðið. Nonni kominn í 18 stig. Heldur Snæfelli á floti ásamt Sheldon Hall. Aðrir þurfa að fara að hjálpa til. Miklu fleiri að leggja hönd á plóginn hjá gestunum. Þökk sé Nonna er Snæfell aftur komið yfir, 40-38. 2 mín í hálfleik.2. leikhluti: Grétar Erlendsson hjá Þór er fyrstur í þrjár villur. Tveir aðrir leikmenn Þórs með tvær. Enginn kominn í tvær villur hjá Snæfelli. 31-31 og þetta er orðinn leikur á ný. 4 mín í hálfleik.2. leikhluti: Benni, þjálfari Þórs, ekki sáttur við Eggert dómara sem var að dæma vafasaman ruðning. Sveinn Davíð einnig verið að gera nokkuð af mistökum og það dettur þess utan ekkert hjá honum. Þórsarar virðast vera að ná smá taki á þessum leik. 25-29.2. leikhluti: Stuðningsmenn Snæfells hafa dregið sig inn í skel á meðan græni drekinn neitar að þagna. Nonni Mæju kominn með 11 stig fyrir Snæfell og Guðmundur Jónsson 7 fyrir Þór. 24-29 fyrir Þór og Ingi tekur leikhlé. Mesti munurinn á liðunum til þessa. Rúmar 7 mín í hálfleik.2. leikhluti: Stuðningsmaður græna drekans ekki fjarri því að setja niður borgarskot frá miðju. Leikmaður kvennaliðs Snæfells, Sara, aftur á móti víðs fjarri af þriggja stiga línunni. Það gengur bara betur næst.1. leikhluti | Snæfell-Þór 20-21 Hraður og skemmtilegur fyrsti leikhluti. Munar engu á liðunum og þetta verður örugglega hörkuspenna allt til enda.1. leikhluti: Hankins-Cole að safna sóknarfráköstum. Tekur tvö slík í röð eftir misheppnuð skot af stuttu færi. Fyrst það gekk ekki ákvað hann að troða af afli. Þórsarar komast yfir með laglegri þriggja stiga körfu. 20-21 þegar 20 sek eru eftir.1. leikhluti: "Nonni Mæju er stjarna" syngur græni drekinn og reynir að koma Nonna úr jafnvægi á vítalínunni. Það virkar ekki enda Nonni ískaldur og búinn að spila vel í upphafi leiks. 15-11 fyrir Snæfell og 2 mín eftir af leikhlutanum.1. leikhluti: Heimamenn skrefi á undan en leikurinn galopinn. 11-9 fyrir Snæfell, 5 mín eftir og Benni Gumm, þjálfari Þórs, tekur leikhlé. Athygli vekur að Benedikt er ekki í Þórs-hettupeysunni heldur virðist hann vera í gömlum KR-jakka.1. leikhluti: Hart barist undir körfunum og gott tempó í upphafi leiks. 6-4 fyrir Snæfell. 6.40 mín eftir af fyrsta leikhluta.1. leikhluti: Nonni Mæju með fyrstu stig kvöldsins. Áhorfendur beggja liða vel með á nótunum. Flott umgjörð og vonandi flottur leikur.Fyrir leik: Lokalag fyrir leik er Þorparinn. Pálmi Gunnars að gera gott mót. Allt klárt utan vallar og nú er bara GAME ON!!!Fyrir leik: Tek aftur allar efasemdir um nýja vallarþulinn í Fjárhúsinu. Hann er frábær. Ekki bara tekur hann: "...ooooooooggg Snæfell." heldur bauð hann upp á gott metal öskur líka. Hann myndi líklega taka She´s gone með Steelheart með miklum glans. Vel gert.Fyrir leik: Verið að kynna liðin til leiks. Græni drekinn hefur hátt og heimamenn mega hafa sig alla við til að toppa þá. Ljósin slökkt þegar heimamenn eru kynntir til leiks. Thunderstruck spilað undir - en ekki hvað?Fyrir leik: Veglegt túbusjónvarp í stúkunni fyrir myndatökumenn vekur athygli ofanritaðs. Ekki er vitað hver horfir á þetta sjónvarp né hvort viðkomandi sé með áskrift að Stöð 2.Fyrir leik: Strákarnir í græna drekanum eru komnir í hús og eru strax byrjaðir með dólg og stemningu. Allt þó á léttum og skemmtilegum nótum.Fyrir leik: Mugison kominn á fóninn. Það þýðir bara eitt - það styttist í leikinn. Hinn landsþekkti vallarþulur, Daði, er ekki lengur á mæknum sem eru vonbrigði. Vonum að arftaki hans kunni að taka: "...ooooooooooooooggggg Snæfell!!! " með stæl.Fyrir leik: Ólafur Torfason, leikmaður Snæfells, virðist vera eitthvað tæpur og fór inn í klefa með Inga þjálfara. Hann hlýtur að fá smá panodil.Fyrir leik: DJ-inn í Hólminum er að fá feitan plús og útsendarar 365 á svæðinu hafa valið hann besta DJ-inn í Iceland Express-deildinni. Hér eru menn að spila Whitesnake, AC/DC, Iron Maiden og Skunk Anansie. Afar hressandi tilbreyting frá ruslinu sem er spilað í flestum öðrum húsum.Fyrir leik: Það er svo sannarlega ekki mikið matarúrval fyrir aðkomumenn í Hólminum á þessum mánudegi. Veitingastaðirnir Narfeyrarstofa og Hansen hafa ekki opið fyrri hluta vikunnar. Olís er því eini staðurinn þar sem gestir geta fengið sér í gogginn. Þar stóð Ólafur vaktinu með glæsibrag á Grill 66 eins og matsölustaðurinn er kallaður. Hann er í miðri veiðideildinni á Olís. Mikill sómi af þessu.Fyrir leik: Það er svo sannarlega engin flóðlýsing í Fjárhúsinu. Hér er hreinlega dimmt og engu líkara en maður sé á Árshátíð hjá hestafélaginu Gusti. Menn verða hreinlega þreyttir í þessu svartnætti. Mæja er samt komin í hús og engin ástæða til annars en að vera hress.Fyrir leik: Þjálfarar liðanna - Ingi Þór Steinþórsson og Benedikt Guðmundsson - koma báðir úr Vesturbænum og eru miklir KR-ingar. Þeir hafa báðir gert KR að Íslandsmeisturum og gerðu það líka saman. Þeir hafa oft bryddað upp á ýmsu skemmtilegu fyrir slíka leiki en að þessu sinni eru engin fyndin veðmál í gangi. Bara fullur fókus.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Boltavaktin er mætt í Fjárhúsið. Hér er búist við rosalegum leik á milli tveggja góðra liða. Heimamenn hafa engan áhuga á því að fara í frí og hér verður klárlega barist til síaðsta blóðdropa.
Dominos-deild karla Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum