Alls eru sex íþróttamenn á lista Time-tímaritsins yfir áhrifamesta fólk í heiminum í dag. Þar á meðal er Jeremy Lin, leikmaður NY Knicks, sem var alls óþekktur fyrir nokkrum mánuðum síðan.
Hinir íþróttamennirnir á 100 manna listanum eru Tim Tebow, Novak Djokovic, Yani Tseng, Lionel Messi og Oscar Pistorius.
Lin og Tim Tebow eru stærstu Öskubuskusögur í bandarísku íþróttalífi í langan tíma og áhrif þeirra ná út um allan heim og áhuginn á mönnunum með algjörum ólíkindum.
Einnig er gaman að sjá Oscar Pistorius á listanum en hann er fatlaður hlaupari sem hefur unnið mikið með íslenska fyrirtækinu Össur og hleypur á fótum frá þeim.
Lionel Messi er eini knattspyrnumaðurinn sem kemst á listann.
Lin og Tebow á meðal 100 áhrifamestu manna heims

Mest lesið

„Hann hefði getað fótbrotið mig“
Enski boltinn


VAR í Bestu deildina?
Íslenski boltinn


Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum
Enski boltinn





Fleiri fréttir
