Sport

Fyrsta tap Íslands á HM í íshokkí

Mynd/Vilhelm
Ísland tapaði fyrir sterku liði Eistlands, 7-2, í Skautahöllinni í Laugardalnum í dag. Var þetta fyrsta tap Íslands á mótinu en keppt er í A-riðli 2. deildar heimsmeistaramótsins.

Robin Hedström og Emil Alengård skoruðu mörk Íslands í dag en Eistlendingar voru sterkari aðilinn að þessu sinni og unnu öruggan sigur.

Eistland er með fullt hús stiga eftir fyrstu þrjár umferðirnar, rétt eins og Spánn, en Ísland er í þriðja sæti riðilsins með fjögur stig.

Ísland mætir næst liði Spánverja á þriðjudagskvöldið klukkan 20.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×