Sport

Kostelic stýrir umræðum í KR-heimilinu í kvöld

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ivica Kostelic, skíðakappi.
Ivica Kostelic, skíðakappi. Nordic Photos / Getty Images
Króatinn Ivica Kostelic, sem keppir á móti hér á landi á morgun, mun í kvöld stýra pallborðsumræðum í KR-heimilinu um hvað þurfi til að ná árangri í skíðaíþróttum.

Kostelic er margfaldur heimsbikarmeistari á skíðum og hefur einnig unnið til verðlauna á heimsmeistaramótum og Ólympíuleikum. Systir hans er Janica Kostelic, ein fremsta skíðakona allra tíma.

Hann keppir svo á Shangri-La mótinu í Skálafelli á morgun en það er skíðadeild KR sem stendur fyrir mótinu. Keppt verður í svigi og stórsvigi en svigmótið er alþjóðlegt FIS-mót.

Umræðurnar fara fram í félagsheimili KR við Frostaskjól í Reykjavík og hefjast klukkan 19.00. Umræðurnar fara fram á ensku og eru iðkendur, þjálfarar og aðrir áhugasamir hvattir til að mæta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×