Körfubolti

Enn tapar OB í Danmörku | Aron skoraði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron í leik með íslenska U-21 landsliðinu.
Aron í leik með íslenska U-21 landsliðinu. Mynd/Vilhelm
Ekkert gengur hjá OB í dönsku úrvalsdeildinni en í dag tapaði liðið fyrir AGF, 2-1. Aron Jóhannsson skoraði annað marka AGF í leiknum.

AGF komst í 2-0 forystu í fyrri hálfleik og skoraði Aron seinna markið á 32. mínútu. Heimamenn í OB minnkuðu muninn með marki úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks en nær komust þeir ekki.

OB skoraði reyndar eitt mark til viðbótar sem ekki var dæmt gilt af dómurum leiksins. Endursýningar í sjónvarpi sýndu hins vegar að boltinn hafi farið yfir línuna.

Þetta var þriðja mark Arons á leiktíðinni en AGF hefur verið á ágætri siglingu að undanförnu og er nú í fimmta sæti deildarinnar. OB hefur hins vegar ekki enn unnið leik eftir vetrarfrí og tapað sjö af síðustu átta leikjum sínum. Liðið er sem stendur í tíunda sæti deildarinnar, fimm stigum frá fallsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×