Sport

Afturelding vann fyrsta leikinn í úrslitarimmunni

Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld. Mynd/Iliyan Dukov
Afturelding og Þróttur frá Neskaupsstað mættust í hörkuleik í kvöld að Varmá í fyrsta úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna.

Heimamenn unnu fyrstu hrinuna, 25-20, en Þróttarar svöruðu fyrir sig með því að vinna næstu tvær, báðar 25-21.

Afturelding náði þó að jafna metin með því að vinna fjórðu hrinuna, 25-20, og svo oddahrinuna með fimmtán stigum gegn tíu.

Stigahæstar í liði Aftureldingar í kvöld voru Miglena Apostolova með 17 stig og Zaharina Filipova með 16 stig. Í liði Þróttar var Hulda Elma Eysteinsdóttir langstigahæst með 27 stig og næst kom Hjördís Marta Óskarsdóttir með 11 stig.

Næsti leikur í rimmunni fer fram í Neskaupsstað á sunnudaginn en tvo sigra þarf til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×