Handbolti

Guðlaugur leggur skóna á hilluna

Guðlaugur í bikarúrslitaleik.
Guðlaugur í bikarúrslitaleik.
Húsavíkurfjallið í vörn Akureyrar undanfarin ár, Guðlaugur Arnarsson, hefur lagt skóna á hilluna en lappirnar á honum þola ekki mikið meira álag.

„Það er einfaldlega kominn tíma á þetta. Ég er búinn að vera í miklum vandræðum með hnéið á mér og fór meðal annars í aðgerð í vetur. Það kemur alltaf að því að maður þurfi að taka þessa ákvörðun og ég tel að núna sé rétti tíminn til þess,“ segir hinn 33 ára gamli Guðlaugur í samtali við Vikudag.

Guðlaugur lék lengi vel með Fram en fór svo í víking þar sem hann spilaði með Malmö og FCK áður en hann kom heim og gekk í raðir Akureyrarliðsins. Hann lék einnig til skamms tíma með Gummersbach og einnig lék hann með Fylki.

Hann hefur verið lykilmaður í sterkum varnarleik liðsins síðustu ár og verður klárlega sárt saknað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×