Tíu íslenskar stelpur á leiðinni á EM í áhaldafimleikum í Brussel Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2012 14:45 Íslenski hópurinn. Efri röð frá vinstri: Hildur Ólafsdóttir, Tinna Óðinnsdóttir, Norma Dögg Róbertsdóttir, Þórey Kristinsdóttir, Thelma Rut Hermannsdóttir og Jóhanna Rakel Jónasdóttir. Neðri röð frá vinstri: Katrín Myrra Þrastardóttir, Sigríður Hrönn Bergþórsdóttir, Freyja Húnfjörð Jósepsdóttir, Andrea Rós Jónsdóttir og Guðrún Georgsdóttir. Mynd/Fimleikasamband Íslands Fimleikasamband Íslands sendir tíu keppendur á Evrópumeistaramót kvenna í áhaldafimleikum fer fram 9. til 13. maí næstkomandi í Brussel í Belgíu.Um 36 þjóðir senda keppendur til leiks og má vænta að mótið í ár verði mjög sterkt en gert er ráð fyrir yfir 250 keppendum, keppt er bæði í Senior og Junior flokki. Landsliðshópurinn fer erlendis á laugardaginn 5.maí og tekur þátt í æfingum mánudag og þriðjudag en mótið sjálft hefst á miðvikudaginn 9.maí. Evrópumótið er annað stóra mótið sem landsliðið tekur þátt í á þessu ári, hin tvo eru Norðurlandameistaramót og Norðurevrópumeistaramótið sem haldið verður í Skotlandi í október. Íslenska kvennalandsliðið keppti á dögunum á Norðurlandameistaramótinu, sem fór fram í apríl síðastliðinn í Danmörku, með góðum árangri þar sem þrjár stúlkur unnu til bronsverðlauna á sínum áhöldum, þær Hildur Ólafsdóttir í gólfæfingum, Jóhanna Rakel Jónasdóttir á tvíslá og Norma Dögg Róbertsdóttir í stökki. Keppendur Íslands í Seniorflokki eru Hildur Ólafsdóttir, Jóhanna Rakel Jónasdóttir, Norma Dögg Róbertsdóttir, Thelma Rut Hermannsdóttir og Tinna Óðinsdóttir. Keppendur Íslands í Juniorflokki eru Andrea Rós Jónsdóttir, Freyja Húnfjörð Jósepsdóttir, Guðrún Georgsdóttir, Katrín Myrra Þrastardóttir og Sigríður Hrönn Bergþórsdóttir. Þjálfarar landliðsins eru Dmitry Varonin og Guðmundur Þór Brynjólfsson en fararstjóri er Þorbjörg Gísladóttir. Auk þeirra fara tveir íslenskir dómarar með og dæma á Evrópumótinu en það eru þær Berglind Pétursdóttir og Hlín Bjarnadóttir. Íslenski hópurinn skipar því fimmtán manns. Innlendar Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sjá meira
Fimleikasamband Íslands sendir tíu keppendur á Evrópumeistaramót kvenna í áhaldafimleikum fer fram 9. til 13. maí næstkomandi í Brussel í Belgíu.Um 36 þjóðir senda keppendur til leiks og má vænta að mótið í ár verði mjög sterkt en gert er ráð fyrir yfir 250 keppendum, keppt er bæði í Senior og Junior flokki. Landsliðshópurinn fer erlendis á laugardaginn 5.maí og tekur þátt í æfingum mánudag og þriðjudag en mótið sjálft hefst á miðvikudaginn 9.maí. Evrópumótið er annað stóra mótið sem landsliðið tekur þátt í á þessu ári, hin tvo eru Norðurlandameistaramót og Norðurevrópumeistaramótið sem haldið verður í Skotlandi í október. Íslenska kvennalandsliðið keppti á dögunum á Norðurlandameistaramótinu, sem fór fram í apríl síðastliðinn í Danmörku, með góðum árangri þar sem þrjár stúlkur unnu til bronsverðlauna á sínum áhöldum, þær Hildur Ólafsdóttir í gólfæfingum, Jóhanna Rakel Jónasdóttir á tvíslá og Norma Dögg Róbertsdóttir í stökki. Keppendur Íslands í Seniorflokki eru Hildur Ólafsdóttir, Jóhanna Rakel Jónasdóttir, Norma Dögg Róbertsdóttir, Thelma Rut Hermannsdóttir og Tinna Óðinsdóttir. Keppendur Íslands í Juniorflokki eru Andrea Rós Jónsdóttir, Freyja Húnfjörð Jósepsdóttir, Guðrún Georgsdóttir, Katrín Myrra Þrastardóttir og Sigríður Hrönn Bergþórsdóttir. Þjálfarar landliðsins eru Dmitry Varonin og Guðmundur Þór Brynjólfsson en fararstjóri er Þorbjörg Gísladóttir. Auk þeirra fara tveir íslenskir dómarar með og dæma á Evrópumótinu en það eru þær Berglind Pétursdóttir og Hlín Bjarnadóttir. Íslenski hópurinn skipar því fimmtán manns.
Innlendar Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sjá meira