Start er enn ósigrað í norsku B-deildinni eftir 7-0 stórsigur á Notodden í dag. Matthías Vilhjálmsson skoraði í leiknum og Guðmundur Kristjánsson lagði upp eitt.
Matthías hefur nú skorað sex mörk í sjö leikjum fyrir Start en báðir spiluðu allan leikinn í kvöld.
Notodden varð fyrir áfalli þegar liðið missti mann af velli með rautt spjald strax á fimmtu mínútu og Start rúllaði leiknum upp eftir það.
Liðið er með fimmtán stig á toppnum eftir sjö umferðir, rétt eins og Ull/Kisa.
Þá vann Sarpsborg 08 sigur á Mjöndalen, 3-1. Haraldur Björnsson var á bekknum hjá Sarpsborg.
