Björn Bergmann Sigurðarson skoraði þrennu fyrir Lilleström gegn Brann í norska boltanum í kvöld en það dugði ekki til því Brann vann leikinn, 3-4.
Landsliðsmarkvörðurinn Stefán Logi Magnússon var ekki eins sprækur á milli stanganna hjá Lilleström og Björn var í framlínunni.
Birkir Már Sævarsson lék allan leikinn fyrir Brann.
Lilleström er í næstneðsta sæti deildarinnar eftir átta leiki og hefur ekki enn unnið leik. Brann er í 13. sæti með þrem stigum meira en Lilleström.
