Handbolti

Tandri og Bjarki búnir að skrifa undir nýjan samning við HK

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bjarki Már Elísson í leik með HK í lokaúrslitunum.
Bjarki Már Elísson í leik með HK í lokaúrslitunum. Mynd/Ernir
Tandri Már Konráðsson og Bjarki Már Elísson, lykilmenn í Íslandsmeistaraliði HK, skrifuðu í dag undir nýjan samning við liðið sem eru góðar fréttir fyrir HK-inga sem urðu á dögunum Íslandsmeistarar í fyrsta sinn í sögu félagsins.

"Báðir áttu þeir frábært tímabil hjá HK í vetur. Bjarki Már Elísson var markahæsti leikmaður liðsins í deildarkeppninni með 144 mörk í 21 leik eða 6,9 mörk í leik og Tandir Már Konráðsson var með 66 mörk í 20 leikjum eða 3,3 mörk í leik. Báðir léku þeir frábærlega í úrslitakeppninni og eru í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum félagsins og eru þetta því mikil gleðitíðindi að þessir framtíðarmenn í íslenskum handknattleik munu vera áfram næsta vetur í HK fjölskyldunni," segir í frétt á heimasíðu HK.

Á HK-síðunni kemur einnig fram að mikið sé að gerast í leikmannamálum liðsins þessa dagana og að fleiri frétta sé að vænta á næstu dögum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×