Svör Hannesar Bjarnasonar við spurningum Vísis 30. maí 2012 10:00 Hannes Bjarnason forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: Á hvað myndir þú leggja áherslu á þegar þú, sem forseti, værir að kynna Ísland á erlendum vettvangi? Ísland er land með stórbrotna náttúru, sögu og menningu. Áherslurnar mundu vera í kringum þá sérstöðu sem Ísland hefur sem lítil og einöngruð þjóð og á sama tíma heldur uppi sjálfbæru samfélagi. Sjálfbæru samfélagi sem er mótað af náttúru, sögu og menningu. Þá hefur Ísland hefur stórkostlega möguleika á því að sýna öðrum þjóðum gott fordæmi og skila náttúru og náttúruaðulindum í betri ástandi til komandi kynslóða en þegar við tókum við þeim. Það er eitthvað sem gaman væri að geta kynnt á erlendum vettvangi.Myndir þú beita málskotsréttinum ef Alþingi myndi samþykkja að selja Landsbankann á 200 milljarða til fjárfesta á einkamarkaði, og 30 þúsund Íslendingar myndu skrifa undir áskorun til forsetans um að nýta málskotsréttinn? Ef nei, af hverju ekki? Ef já, af hverju? Við búum við þingræði á íslandi. Mín skoðun er að við eigum að halda því og jafnvel styrkja það eftir bestu getu. Ný stjórnarskrá mun væntanlega skilgreina þann fjölda sem nauðsynlegur er til að virkja málskotarétt eða krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um tiltekin mál. Að því gefnu að stjórnarskrá Íslands sé óbreitt þá mundi ég sem forseti Íslands ekki verða við kröfum og beita málskotaréttinum. Þetta mál – eins og það er lagt fram, hefur að mínu mati ekki áhrif á sjálfstæði Íslands né ógnar þjóðinni sem slíkri.Á forseti Íslands að kynna íslenskt atvinnulíf á erlendum vettvangi? Ef nei, þá af hverju ekki, og ef já, þá af hverju? Forseti á að kynna íslenskt atvinnulíf almennt á erlendum vettvangi. Siðareglur (sem ættu að liggja fyrir) ættu að skilgreina hversu langt forsetinn á að ganga í því að kynna atvinnulífið og þá einstök fyrirtæki. Hafa ber í huga að öll hagsmunatengsl verða að vera gegnsæ – bæði fyrir forseta og almenning í landinu.Á forseti Íslands, undir einhverjum kringumstæðum, að tala gegn stefnu ríkisstjórnar Íslands? Ef nei, þá af hverju ekki, og ef já, þá af hverju? Noti forseti málskotarétt mun hann alltaf tala gegn stefnu ríkisstjórnar, það er óhjákvæmilegt. Hins vegar er málskotarétturinn seinasti öryggisventill lýðræðisins og ætti bara að nota í ýtrustu neyð til að tryggja sjálfstæði þjóðarinnar og koma í veg fyrir kúun heillrar þjóðar. Að öðru leiti þá trúi ég því að þegar fólk vinnur saman skapast bestur árangur. Því mundi ég sem forseti leitast við að skapa samstöðu og forðast sundrung í lengstu lög.Þau sjónarmið hafa komið fram, að það eigi að leggja embætti forseta Íslands niður. Hvað finnst þér um þau sjónarmið? Hlutverk forseta er að vera öryggisventill á lýðræð og sjálfstæði þjóðarinnar. Því tel ég það afar mikilvægt að forsetaembættið til staðar og tryggji einmitt lýðræði og sjálfstæði þjóarinnar.Hvers vegna vilt þú verða forseti Íslands (áfram í tilviki ÓRG) á þessum tíma? Ísland er stórkostlegt land sem hlaðið er kostum og möguleikum. Hér býr viljasterk þjóð rík af náttúru, sögu og menningu. Þrátt fyrir þetta er þjóðin ennþá í sárum eftir efnahagshrunið og ákveðin tortryggni ríkir í samfélaginu. Það brennur í mér þrá um að leggja mitt af mörkum til að byggja brýr milli misleytra hópa í samfélaginu, vinna að betra siðferði og ganga fram með góðu fordæmi. Þá tel ég það mikilvægt að ég sem forsetaefni hef engin hagsmunatengsl hvorki við pólitík né fjármagnsöfl eða hagsmunasamtök í þjóðfélaginu. Þess vegna tel ég forsetaembættið vera vettvang þar sem ég gæti gott látið af mér leiða.Hvað hefur helst breyst á Íslandi eftir hrun fjármálakerfisins haustið 2008? Margt hefur breyst eftir hrun fjármálakerfisins. Þar vil ég draga fram að ákveðið mistraust virðist ríkja í samfélaginu. Hagsmunatengs aðila vekja spurningar um gegnsæi mála og málefna og verða til þess að fólk treystir ekki ráðamönnum og stofnunum. Þetta á bæði við í viðskiptum, stjórnsýslu og jafnvel í forsetakosningunum.Hver yrðu helst þín áherslumál í embætti forseta? Mín helstur áherslumál yrðu að leiða þjóðina saman – eða öllu heldur að byggja skilning og virðingu milli stríðandi hópa. Það er mikilvægt að við getum verið ósammála um hluti og aðferðarfræði og á sama tíma veitt hvort öðru skiling og virðingu. Heiðarleiki og siðferði eru einnig hlutir sem standa mér nærri.Getur forseti Íslands verið sameiningartákn þjóðarinnar? Ef nei, þá af hverju ekki, og ef já, þá af hverju? Forseti Íslands getur sannarlega verið sameiningartákn þjóðarinnar. En ef sá möguleiki á að vera fyrir hendi má forseti ekki vera handbendill ákveðinna afla í landinu. Þar á ég við fulltrúi/ar gamalla átakalína, hagsmunahópa eða fjárafla. Þá verður forsetaefni sem vill verða sameiningartákn þjóðarinnar að koma hreint og beint fram, leggja fram sína perónulegu skoðanir á málefnum og þannig tryggja gegnsæi. Gegnsæi og heiðarleiki eru grundvallaratriði sem þurfa að vera til staðar hjá forsetaefni til þess að getað verið sameiningartákn þjóðarinnar.Ertu hlynnt/hlynntur tillögum stjórnarlagaráðs að breyttri stjórnarskrá fyrir Ísland? Ef nei, þá af hverju ekki, og ef já, þá af hverju? Í grunn er ég hlynntur nýjum tillögum. Það þarf þó að vinna tillögurnar betur hvað varðar skilgreiningu á þjóðarauðlindum og tilteknum fjölda undirskrifta sem þarf til að setja lög í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá vildi ég sjá að ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi stæðu áfram í stjórnarskrá. Forsetakosningar 2012 Forsetakosningar 2012 Spurt og svarað Tengdar fréttir Svör Ara Trausta Guðmundssonar við spurningum Vísis Ari Trausti Guðmundsson forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00 Svör Andreu Ólafsdóttur við spurningum Vísis Andrea Ólafsdóttir forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00 Svör Þóru Arnórsdóttur við spurningum Vísis Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00 Svör Ástþórs Magnússonar við spurningum Vísis Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00 Svör Ólafs Ragnars Grímssonar við spurningum Vísis Ólafur Ragnar Grímsson forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Sjá meira
Hannes Bjarnason forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: Á hvað myndir þú leggja áherslu á þegar þú, sem forseti, værir að kynna Ísland á erlendum vettvangi? Ísland er land með stórbrotna náttúru, sögu og menningu. Áherslurnar mundu vera í kringum þá sérstöðu sem Ísland hefur sem lítil og einöngruð þjóð og á sama tíma heldur uppi sjálfbæru samfélagi. Sjálfbæru samfélagi sem er mótað af náttúru, sögu og menningu. Þá hefur Ísland hefur stórkostlega möguleika á því að sýna öðrum þjóðum gott fordæmi og skila náttúru og náttúruaðulindum í betri ástandi til komandi kynslóða en þegar við tókum við þeim. Það er eitthvað sem gaman væri að geta kynnt á erlendum vettvangi.Myndir þú beita málskotsréttinum ef Alþingi myndi samþykkja að selja Landsbankann á 200 milljarða til fjárfesta á einkamarkaði, og 30 þúsund Íslendingar myndu skrifa undir áskorun til forsetans um að nýta málskotsréttinn? Ef nei, af hverju ekki? Ef já, af hverju? Við búum við þingræði á íslandi. Mín skoðun er að við eigum að halda því og jafnvel styrkja það eftir bestu getu. Ný stjórnarskrá mun væntanlega skilgreina þann fjölda sem nauðsynlegur er til að virkja málskotarétt eða krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um tiltekin mál. Að því gefnu að stjórnarskrá Íslands sé óbreitt þá mundi ég sem forseti Íslands ekki verða við kröfum og beita málskotaréttinum. Þetta mál – eins og það er lagt fram, hefur að mínu mati ekki áhrif á sjálfstæði Íslands né ógnar þjóðinni sem slíkri.Á forseti Íslands að kynna íslenskt atvinnulíf á erlendum vettvangi? Ef nei, þá af hverju ekki, og ef já, þá af hverju? Forseti á að kynna íslenskt atvinnulíf almennt á erlendum vettvangi. Siðareglur (sem ættu að liggja fyrir) ættu að skilgreina hversu langt forsetinn á að ganga í því að kynna atvinnulífið og þá einstök fyrirtæki. Hafa ber í huga að öll hagsmunatengsl verða að vera gegnsæ – bæði fyrir forseta og almenning í landinu.Á forseti Íslands, undir einhverjum kringumstæðum, að tala gegn stefnu ríkisstjórnar Íslands? Ef nei, þá af hverju ekki, og ef já, þá af hverju? Noti forseti málskotarétt mun hann alltaf tala gegn stefnu ríkisstjórnar, það er óhjákvæmilegt. Hins vegar er málskotarétturinn seinasti öryggisventill lýðræðisins og ætti bara að nota í ýtrustu neyð til að tryggja sjálfstæði þjóðarinnar og koma í veg fyrir kúun heillrar þjóðar. Að öðru leiti þá trúi ég því að þegar fólk vinnur saman skapast bestur árangur. Því mundi ég sem forseti leitast við að skapa samstöðu og forðast sundrung í lengstu lög.Þau sjónarmið hafa komið fram, að það eigi að leggja embætti forseta Íslands niður. Hvað finnst þér um þau sjónarmið? Hlutverk forseta er að vera öryggisventill á lýðræð og sjálfstæði þjóðarinnar. Því tel ég það afar mikilvægt að forsetaembættið til staðar og tryggji einmitt lýðræði og sjálfstæði þjóarinnar.Hvers vegna vilt þú verða forseti Íslands (áfram í tilviki ÓRG) á þessum tíma? Ísland er stórkostlegt land sem hlaðið er kostum og möguleikum. Hér býr viljasterk þjóð rík af náttúru, sögu og menningu. Þrátt fyrir þetta er þjóðin ennþá í sárum eftir efnahagshrunið og ákveðin tortryggni ríkir í samfélaginu. Það brennur í mér þrá um að leggja mitt af mörkum til að byggja brýr milli misleytra hópa í samfélaginu, vinna að betra siðferði og ganga fram með góðu fordæmi. Þá tel ég það mikilvægt að ég sem forsetaefni hef engin hagsmunatengsl hvorki við pólitík né fjármagnsöfl eða hagsmunasamtök í þjóðfélaginu. Þess vegna tel ég forsetaembættið vera vettvang þar sem ég gæti gott látið af mér leiða.Hvað hefur helst breyst á Íslandi eftir hrun fjármálakerfisins haustið 2008? Margt hefur breyst eftir hrun fjármálakerfisins. Þar vil ég draga fram að ákveðið mistraust virðist ríkja í samfélaginu. Hagsmunatengs aðila vekja spurningar um gegnsæi mála og málefna og verða til þess að fólk treystir ekki ráðamönnum og stofnunum. Þetta á bæði við í viðskiptum, stjórnsýslu og jafnvel í forsetakosningunum.Hver yrðu helst þín áherslumál í embætti forseta? Mín helstur áherslumál yrðu að leiða þjóðina saman – eða öllu heldur að byggja skilning og virðingu milli stríðandi hópa. Það er mikilvægt að við getum verið ósammála um hluti og aðferðarfræði og á sama tíma veitt hvort öðru skiling og virðingu. Heiðarleiki og siðferði eru einnig hlutir sem standa mér nærri.Getur forseti Íslands verið sameiningartákn þjóðarinnar? Ef nei, þá af hverju ekki, og ef já, þá af hverju? Forseti Íslands getur sannarlega verið sameiningartákn þjóðarinnar. En ef sá möguleiki á að vera fyrir hendi má forseti ekki vera handbendill ákveðinna afla í landinu. Þar á ég við fulltrúi/ar gamalla átakalína, hagsmunahópa eða fjárafla. Þá verður forsetaefni sem vill verða sameiningartákn þjóðarinnar að koma hreint og beint fram, leggja fram sína perónulegu skoðanir á málefnum og þannig tryggja gegnsæi. Gegnsæi og heiðarleiki eru grundvallaratriði sem þurfa að vera til staðar hjá forsetaefni til þess að getað verið sameiningartákn þjóðarinnar.Ertu hlynnt/hlynntur tillögum stjórnarlagaráðs að breyttri stjórnarskrá fyrir Ísland? Ef nei, þá af hverju ekki, og ef já, þá af hverju? Í grunn er ég hlynntur nýjum tillögum. Það þarf þó að vinna tillögurnar betur hvað varðar skilgreiningu á þjóðarauðlindum og tilteknum fjölda undirskrifta sem þarf til að setja lög í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá vildi ég sjá að ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi stæðu áfram í stjórnarskrá.
Forsetakosningar 2012 Forsetakosningar 2012 Spurt og svarað Tengdar fréttir Svör Ara Trausta Guðmundssonar við spurningum Vísis Ari Trausti Guðmundsson forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00 Svör Andreu Ólafsdóttur við spurningum Vísis Andrea Ólafsdóttir forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00 Svör Þóru Arnórsdóttur við spurningum Vísis Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00 Svör Ástþórs Magnússonar við spurningum Vísis Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00 Svör Ólafs Ragnars Grímssonar við spurningum Vísis Ólafur Ragnar Grímsson forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Sjá meira
Svör Ara Trausta Guðmundssonar við spurningum Vísis Ari Trausti Guðmundsson forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00
Svör Andreu Ólafsdóttur við spurningum Vísis Andrea Ólafsdóttir forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00
Svör Þóru Arnórsdóttur við spurningum Vísis Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00
Svör Ástþórs Magnússonar við spurningum Vísis Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00
Svör Ólafs Ragnars Grímssonar við spurningum Vísis Ólafur Ragnar Grímsson forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00