"Ég verð forseti fólksins" 27. maí 2012 11:00 Andrea Jóhanna Ólafsdóttir, forsetaframbjóðandi. mynd/andreaolafs.is „Þau völd forsetans sem sett voru í stjórnarskrá á sínum tíma er vald fólksins, ekki forsetans. Lýðræði þýðir beinlínis að fólkið ræður. Þó svo að þingræði sé hér til staðar þá hefur fólkið völd í gegnum forsetann. Fólkið framselur vald sitt til hans og hann talar fyrir þau." Þetta segir Andrea Jóhanna Ólafsdóttir, forsetaframbjóðandi, en hún var gestur í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þar ræddi hún um forsendur framboðs síns og hugmyndir sínar um hlutverk forsetans. „Ég verð forseti fólksins," segir Andrea. „Þetta er það sem framboð mitt gengur út á. Ætlun þjóðarinnar var aldrei sú að þingið hefði óheft vald. Það var tekin meðvituð ákvörðun um það að þjóðin ætlaði ekki að hafa fulltrúalýðræði þar sem fulltrúarnir hefðu alræðisvald." Þá telur Andrea að forseta beri skylda til að hlusta á vilja þjóðarinnar og að beita valdi sínu þegar gjá hefur myndast milli hennar og Alþingis.BessastaðirFramboð Andreu er að stórum hluta til byggt á skuldavanda heimilanna og leggur hún miklar áherslur á þau málefni. „Ég set þessi mál á oddinn, einfaldlega vegna þess að ég tel þetta vera stærsta mál okkar samtíma. Með því að gefa framboði mínu atkvæði þá eru kjósendur að senda skýr skilaboð, með þverpólitískum hætti, til yfirvalda um það að það vilji leysa skuldavanda heimilanna." „Við þurfum að ná sátt í samfélaginu," segir Andrea. „Einmitt vegna þess að við viljum horfa til framtíðar og hefja uppbyggingarstarf." „Ég vil spá því að þetta verði ekki tveggja turna barátta," segir Andrea aðspurð út í þrjár skoðanakannanir sem birtust fyrir helgi. Þar voru þau Þóra Arnórsdóttir og Ólafur Ragnar Grímsson efst og var mikill munur fylgi þeirra og meðframbjóðenda. „Kosningabaráttan er rétt að byrja. Það getur verulega mikið gerst. Þetta verða mögulega fjórir frambjóðendur sem munu slást um fylgið. Ég er á uppleið og maður verður að bera bjartsýnn."Hægt er að hlusta á áhugavert viðtal við Andreu hér fyrir ofan. Forsetakosningar 2012 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Sjá meira
„Þau völd forsetans sem sett voru í stjórnarskrá á sínum tíma er vald fólksins, ekki forsetans. Lýðræði þýðir beinlínis að fólkið ræður. Þó svo að þingræði sé hér til staðar þá hefur fólkið völd í gegnum forsetann. Fólkið framselur vald sitt til hans og hann talar fyrir þau." Þetta segir Andrea Jóhanna Ólafsdóttir, forsetaframbjóðandi, en hún var gestur í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þar ræddi hún um forsendur framboðs síns og hugmyndir sínar um hlutverk forsetans. „Ég verð forseti fólksins," segir Andrea. „Þetta er það sem framboð mitt gengur út á. Ætlun þjóðarinnar var aldrei sú að þingið hefði óheft vald. Það var tekin meðvituð ákvörðun um það að þjóðin ætlaði ekki að hafa fulltrúalýðræði þar sem fulltrúarnir hefðu alræðisvald." Þá telur Andrea að forseta beri skylda til að hlusta á vilja þjóðarinnar og að beita valdi sínu þegar gjá hefur myndast milli hennar og Alþingis.BessastaðirFramboð Andreu er að stórum hluta til byggt á skuldavanda heimilanna og leggur hún miklar áherslur á þau málefni. „Ég set þessi mál á oddinn, einfaldlega vegna þess að ég tel þetta vera stærsta mál okkar samtíma. Með því að gefa framboði mínu atkvæði þá eru kjósendur að senda skýr skilaboð, með þverpólitískum hætti, til yfirvalda um það að það vilji leysa skuldavanda heimilanna." „Við þurfum að ná sátt í samfélaginu," segir Andrea. „Einmitt vegna þess að við viljum horfa til framtíðar og hefja uppbyggingarstarf." „Ég vil spá því að þetta verði ekki tveggja turna barátta," segir Andrea aðspurð út í þrjár skoðanakannanir sem birtust fyrir helgi. Þar voru þau Þóra Arnórsdóttir og Ólafur Ragnar Grímsson efst og var mikill munur fylgi þeirra og meðframbjóðenda. „Kosningabaráttan er rétt að byrja. Það getur verulega mikið gerst. Þetta verða mögulega fjórir frambjóðendur sem munu slást um fylgið. Ég er á uppleið og maður verður að bera bjartsýnn."Hægt er að hlusta á áhugavert viðtal við Andreu hér fyrir ofan.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Sjá meira