Anton Sveinn McKee úr Ægi varð í 23. sæti af 30 keppendum í undanrásum í 400 metra fjórsundi á Evrópumeistaramótinu í Ungverjalandi í morgun.
Anton Sveinn kom í mark á 4:26.20 mínútum sem er tæpum þremur sekúndum frá Íslandsmeti hans sem er 4:23.64 mínútur. Metið setti Anton á Íslandsmótinu í 50 metra laug á dögunum.
Anton hefur þegar náð OST Ólympíulágmarkinu (gamla B-lágmarkið) en OQT lágmarkið er 4:16.46 mínútur.
Anton Sveinn í 23. sæti í 400 metra fjórsundi
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

„Hann hefði getað fótbrotið mig“
Enski boltinn


VAR í Bestu deildina?
Íslenski boltinn


Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum
Enski boltinn





Fleiri fréttir
