Sport

Íslenska sveitin bætti metið aftur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Valli
Ísland hafnaði í áttunda sæti í úrslitum í 4x100 m skriðsundi á EM í Debrecen í Ungverjlandi. Sveitin bætti Íslandsmet sitt frá því í undanrásunum í morgun.

Íslensku sundkonurnar syntu á 3:47,39 mínútum sem er bæting um rúma sekúndu frá því í morgun. Þá synti sveitin á 3:48,83 mínútum.

Íslensku sveitina skipuðu þær Ragnheiður Ragnarsdóttir, Eva Hannesdóttir, Eygló Ósk Gústafsdóttir og Sarah Blake Bateman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×