Eygló Ósk Gústafsdóttir komst örugglega í undanúrslit í 200 m baksundi á EM í sundi sem hófst í Ungverjalandi morgun - þrátt fyrir að hafa verið langt frá sínu besta.
Eygló Ósk gat leyft sér að synda á 2:13,81 mínútu sem er meira en þremur sekúndum frá Íslandsmeti hennar. Það dugði henni samt í ellefta sæti í undanrásunum en sextán efstu komust í undanúrslitin.
Þetta er sterkasta grein Eyglóar en hún hefur þegar náð Ólympíulágmarki í greininni. Hún er eini íslenski sundmaðurinn sem hefur gert það þegar þetta er ritað en vonir standa til að fleiri bætist í hópinn á EM í Ungverjalandi.
Keppni í undanúrslitunum hefjast klukkan 15:47 í dag en sýnt er beint frá keppninni á Eurosport.
Tvær aðrar íslenskar sundkonur kepptu í undanrásunum í morgun. Sarah Blake Bateman hafnaði í 25. sæti af 47 keppendum í 50 m flugsundi er hún synti á 26,76 sekúndum. Íslandsmet hennar í greininni er 27,32 sekúndur.
Þá keppti Jóhanna Gerða Gústafsdóttir, systir Eyglóar Óskar, í 400 m fjórsundi og kom í mark á 5:00,99 mínútum. Hún hafnaði í sautjánda sæti af átján keppendum og var um þremur og hálfri sekúndu frá Íslandsmeti sinni í greininni.
Eygló Ósk í undanúrslit
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn




„Bæði svekktur en líka stoltur“
Íslenski boltinn

„Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“
Körfubolti

„Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“
Körfubolti

„Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“
Körfubolti

„Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“
Íslenski boltinn

„Ég tek þetta bara á mig“
Íslenski boltinn