Júlían Evrópumeistari unglinga í réttstöðulyftu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júní 2012 17:24 Júlían Jóhann Karl Jóhannsson á pallinum. Mynd/Kraftlyftingasamband Íslands Júlían Jóhann Karl Jóhannsson úr Ármanni tryggði sér í dag gullverðlaun í réttstöðulyftu á EM unglinga í Herning í Danmörku. Júlían varð ennfremur í fjórða sæti í samanlögðu í keppni um Evrópumeistaratitil unglinga í yfirþungavigt. Júlían Jóhann Karl Jóhannsson er fæddur 1993 og var að keppa í fyrsta sinn í aldursflokknum 19 – 23 ára en hann var yngstur í hópnum. Júlían lyfti alls 882,5 kílóum í samanlögðu en sigurvegarinn í flokknum var Rússinn Igor Filipov með 965 kíló. Júlían bætti sinn besta árangur um 20 kíló og setti nýtt Íslandsmet unglinga. Réttstaðan hefur lengst af verið besta grein Júlíans, en hann varð heimsmeistari drengja í greininni í fyrra og sýndi í dag að það var engin tilviljun. Júlían byrjaði á því að lyfta 290 kílóum létt og hristi svo upp í keppinautum sínum með að lyfta 315 kílóum í annarri lyftu. Mikið taugastríð upphófst í framhaldinu í réttstöðukeppninni með taktískar breytingar á víxl. Íslenska liðið hélt haus og Júlían stóð uppi sem sigurvegari á nýju glæsilegu íslandsmeti unglinga 327,5 kg. Hnébeygjan gekk ekki sem skyldi hjá Júlían í þetta skiptið. Hann kláraði létt opnunarþyngdina 320,0 kíló en mistókst tvisvar með tilraun við nýtt íslandsmet sem er 335,0 kíló. Á bekknum byrjaði Júlían örugglega á því að lyfta 220 kílóum. Hann setti nýtt íslandsmet í annari tilraun með því að lyfta 230 kílóum og bætti um betur í þeirri þriðju með að fara upp með 235,0 kíló. Nýtt íslandsmet unglinga og persónuleg bæting um 7,5 kíló var í höfn og tók hann nokkuð óvænt fjórða sætið í bekkpressu. Innlendar Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Handbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Sjá meira
Júlían Jóhann Karl Jóhannsson úr Ármanni tryggði sér í dag gullverðlaun í réttstöðulyftu á EM unglinga í Herning í Danmörku. Júlían varð ennfremur í fjórða sæti í samanlögðu í keppni um Evrópumeistaratitil unglinga í yfirþungavigt. Júlían Jóhann Karl Jóhannsson er fæddur 1993 og var að keppa í fyrsta sinn í aldursflokknum 19 – 23 ára en hann var yngstur í hópnum. Júlían lyfti alls 882,5 kílóum í samanlögðu en sigurvegarinn í flokknum var Rússinn Igor Filipov með 965 kíló. Júlían bætti sinn besta árangur um 20 kíló og setti nýtt Íslandsmet unglinga. Réttstaðan hefur lengst af verið besta grein Júlíans, en hann varð heimsmeistari drengja í greininni í fyrra og sýndi í dag að það var engin tilviljun. Júlían byrjaði á því að lyfta 290 kílóum létt og hristi svo upp í keppinautum sínum með að lyfta 315 kílóum í annarri lyftu. Mikið taugastríð upphófst í framhaldinu í réttstöðukeppninni með taktískar breytingar á víxl. Íslenska liðið hélt haus og Júlían stóð uppi sem sigurvegari á nýju glæsilegu íslandsmeti unglinga 327,5 kg. Hnébeygjan gekk ekki sem skyldi hjá Júlían í þetta skiptið. Hann kláraði létt opnunarþyngdina 320,0 kíló en mistókst tvisvar með tilraun við nýtt íslandsmet sem er 335,0 kíló. Á bekknum byrjaði Júlían örugglega á því að lyfta 220 kílóum. Hann setti nýtt íslandsmet í annari tilraun með því að lyfta 230 kílóum og bætti um betur í þeirri þriðju með að fara upp með 235,0 kíló. Nýtt íslandsmet unglinga og persónuleg bæting um 7,5 kíló var í höfn og tók hann nokkuð óvænt fjórða sætið í bekkpressu.
Innlendar Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Handbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Sjá meira