Segir Ólaf Ragnar hafa styrkt stöðu sína enn frekar eftir þáttinn í gær Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. júní 2012 12:00 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur, telur að Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hafi aðeins styrkt stöðu sína eftir umræðuþátt með forsetaframbjóðendum í gærkvöldi. Þóra Arnórsdóttir hefur hins vegar saxað á forskot Ólafs Ragnars samkvæmt nýrri könnun og munurinn á milli þeirra er nú sjö prósentustig. Allir forsetaframbjóðendurnir sex komu fram í umræðuþætti á Rúv í gærkvöldi. Stefanía Óskarsdóttir segir að lítið nýtt hafi komið fram í þættinum sem geti haft áhrif á afstöðu kjósenda. „Mér finnst það svona eftir þáttinn að Ólafur Ragnar sé í ágætis málum og þeir sem eru að bjóða sig fram gegnum hafi lítið gert til að kveikja í kjósendum," segir Stefanía. Hún segir að lítið hafi gerst í þættinum sem geti hjálpað öðrum frambjóðendum að kroppa fylgið af Ólafi Ragnari. Eftir umræðuþátt Stöðvar 2 á sunnudag virðist Þóra Arnórsdóttir hafa styrkt stöðu sína, því samkvæmt könnun Capacent Gallup sem birtist í gær, fyrir umræðuþáttinn á Rúv, mælist Þóra með 39 prósent stuðning en Ólafur Ragnar er sem fyrr með 46 prósent. Svo virðist sem óákveðna fylgið sé farið að dreifa sér á frambjóðendur og Þóra virðist ekki aðeins hafa notið góðs af, því Ari Trausti Guðmundsson mælist með 9 prósenta fylgi, en aðrir minna. Sjö prósentustiga munur er nú á Ólafi Ragnari og Þóru. Stefanía Óskarsdóttir segir að Þóru bíði ærið verkefni ef hún ætli sér að taka fylgi af Ólafi Ragnari. „Mér sýnist að Ólafi Ragnari hafi tekist að svara öllum þeim erfiðu spurningum sem beindust að honum eftir hrunið og hann hefur komist vel frá þeim umræðuþáttum um forsetakosningarnar sem hefur verið sjónvarpað. Mér finnst hann í rauninni hafa styrkt stöðu sína. Ég sé ekkert eftir þennan þátt í gær sem gæti hafa veikt Ólaf Ragnar. Þessi áhersla í þættinum í gær á Icesave gerir í raun ekkert nema styrkja hann," segir Stefanía. thorbjorn@stod2.is Forsetakosningar 2012 Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Sjá meira
Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur, telur að Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hafi aðeins styrkt stöðu sína eftir umræðuþátt með forsetaframbjóðendum í gærkvöldi. Þóra Arnórsdóttir hefur hins vegar saxað á forskot Ólafs Ragnars samkvæmt nýrri könnun og munurinn á milli þeirra er nú sjö prósentustig. Allir forsetaframbjóðendurnir sex komu fram í umræðuþætti á Rúv í gærkvöldi. Stefanía Óskarsdóttir segir að lítið nýtt hafi komið fram í þættinum sem geti haft áhrif á afstöðu kjósenda. „Mér finnst það svona eftir þáttinn að Ólafur Ragnar sé í ágætis málum og þeir sem eru að bjóða sig fram gegnum hafi lítið gert til að kveikja í kjósendum," segir Stefanía. Hún segir að lítið hafi gerst í þættinum sem geti hjálpað öðrum frambjóðendum að kroppa fylgið af Ólafi Ragnari. Eftir umræðuþátt Stöðvar 2 á sunnudag virðist Þóra Arnórsdóttir hafa styrkt stöðu sína, því samkvæmt könnun Capacent Gallup sem birtist í gær, fyrir umræðuþáttinn á Rúv, mælist Þóra með 39 prósent stuðning en Ólafur Ragnar er sem fyrr með 46 prósent. Svo virðist sem óákveðna fylgið sé farið að dreifa sér á frambjóðendur og Þóra virðist ekki aðeins hafa notið góðs af, því Ari Trausti Guðmundsson mælist með 9 prósenta fylgi, en aðrir minna. Sjö prósentustiga munur er nú á Ólafi Ragnari og Þóru. Stefanía Óskarsdóttir segir að Þóru bíði ærið verkefni ef hún ætli sér að taka fylgi af Ólafi Ragnari. „Mér sýnist að Ólafi Ragnari hafi tekist að svara öllum þeim erfiðu spurningum sem beindust að honum eftir hrunið og hann hefur komist vel frá þeim umræðuþáttum um forsetakosningarnar sem hefur verið sjónvarpað. Mér finnst hann í rauninni hafa styrkt stöðu sína. Ég sé ekkert eftir þennan þátt í gær sem gæti hafa veikt Ólaf Ragnar. Þessi áhersla í þættinum í gær á Icesave gerir í raun ekkert nema styrkja hann," segir Stefanía. thorbjorn@stod2.is
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Sjá meira