Sport

Hrafnhildur bætti Íslandsmetið í 200 metra bringusundi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hrafnhildur Lúthersdóttir.
Hrafnhildur Lúthersdóttir.
Hrafnhildur Lúthersdóttir úr Sundfélagi Hafnarfjarðar bætti í dag Íslandsmetið í 200 metra bringusundi á móti í Frakklandi

Hrafnhildur synti á tímanum 2:27,11 mínútum og bætti gamla metið um tæpar tvær mínútur. Gamla metið, sem var í hennar eigu, var 2:27,96 mínútur frá því á Evrópumótinu í Ungverjalandi í síðasta mánuði.

OQT lágmarkið fyrir Ólympíuleikana er 2:26:89 mínútur.

Fjölmargir íslenskir keppendur keppa í Frakklandi en mótið er hluti af Mare Nostrum sundmótaröðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×