Bandaríkjamaðurinn John Isner mátti sætta sig við tap gegn heimamanninum Paul-Henri Mathieu eftir 22 oddalotur í fimmta setti kappanna í 2. umferð Opna franska meistaramótsins í tennis í gær.
Lokatölurnar í leiknum urðu 7-6, 4-6, 4-6, 6-3 og 18-16. Sigur Mathieu kom mjög á óvart enda aðeins í 261. sæti heimslistans og fékk þátttökurétt á mótinu eftir krókaleiðum.
Viðureign kappanna tók fimm klukkustundir og 41 mínútu. Eftir sex möguleika á að tryggja sér sigur í oddasettinu tókst Mathieu að tryggja sér sigur. Um leið sá hann til þess að Bandaríkjamenn eiga engan fulltrúa eftir í mótinu sem þó er nýhafið.
Isner, sem var raðað númer tíu í mótið, skráði sig í sögubækurnar á Wimbledon-mótinu sumarið 2010. Þá hafði hann sigur í lengstu viðureign í sögu mótsins. Oddasett hans gegn Frakkanum Nicolas Mahut tók átta klukkustundir og ellefu mínútur en tvo daga þurfti til að knýja fram sigurvegara. Oddasettinu lauk 70-68.
Roger Federer mætir einmitt Mahut í 3. umferð mótsins í dag en bein útsending frá mótinu er á Eurosport. Nánar um leiki í karla- og kvennaflokki á heimasíðu mótsins. Sjá hér.
Maraþonmaðurinn tapaði eftir 22 oddalotur
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
![Mathieu gaf sér tíma með áhorfendum eftir sigurinn.](https://www.visir.is/i/8AF02B733B1623F473CF745FC2ABAC3DD02BD7AE228DEF3B7AF0ACDE5E6D8B16_713x0.jpg)
Mest lesið
![](/i/08A462465EA210B15B96D539723A691F6C13EDA2C0D112FF4E1134A739005CBE_240x160.jpg)
Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið
Íslenski boltinn
![](/i/AADE95F2950662403E67E47B9B1D64CF0788D876AC7126D3959636EFD54033FC_240x160.jpg)
![](/i/CC3A461FAF00CE03C7519498363CBC0D54DCFDDA487925688DA7F39B887E1E3C_240x160.jpg)
![](/i/171C649C6B94C513D470E349CA292621CD014B64A5B939706AE517FE3260F71A_240x160.jpg)
![](/i/37F4ECEB77DA3389E52CF93ED6515D4C8CC3B7C0EDEDC07162B35C00D561C2E3_240x160.jpg)
![](/i/9B86C1EEC918BB4F077B220EB6C4EC58876D541E72B91B8A838D6C56D5C2704C_240x160.jpg)
![](/i/8A12ECE7182CADFF0C5D5DF1FBF34232FBD35D8C6FD985222F273704A5573E54_240x160.jpg)
![](/i/F034ED7F79F34874940F06B8E28883567D07CB78D7E66E6ADE0E638E6260EE1F_240x160.jpg)
![](/i/CE534EE4D9F6A91D496B11FF80748A581877E1E7F40738517CDA59C2FD15D587_240x160.jpg)
Valdi flottasta búning deildarinnar
Körfubolti
![](/i/9F7A34085FCE1EE49D99AE041415EF99FC95BD544C6555CF55F60C2DB67EE2BE_240x160.jpg)