Flestir vilja takmarka setu forseta Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 17. júní 2012 18:34 Rúm sextíu prósent þeirra sem tóku þátt í könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins á dögunum telja að takmarka beri þann fjölda kjörtímabila sem forseti Íslands getur setið. Það kemur ekki á óvart að mest er andstaðan við slíkt á meðal stuðningsmanna Ólafs Ragnars Grímssonar. Þeir sem vilja takmarka setu forsetans eru þó ekki á einu máli um hve lengi hann geti gegnt embættinu. Fjögur prósent þeirra sem tóku afstöðu vilja setja mörkin við eitt kjörtímabil, Nítján prósent við tvö kjörtímabil og tuttugu og sjö prósent vilja að forseti geti aðeins setið þrjú kjörtímabik. Átta prósent nefndu síðan fjögur kjörtímabil og eitt prósent nefndi fimm eða fleiri kjörtímabil. Þrjátíu og níu prósent aðspurðra voru hinsvegar á því að engin takmörk ættu að vera á því hve lengi forseti sitji í embætti. Þegar litið er til þess hvaða frambjóðanda menn styðja í kosningunum kemur ekki á óvart að fimmtíu og sjö prósent þeirra sem segjast ætla að kjósa Ólaf Ragnar Grímsson vilja engin takmörk í þessum efnum. Átján prósent stuðningsmanna Ólafs segjast reyndar vilja setja mörkin við þrjú tímabil, en nái Ólafur Ragnar kjöri í kosningunum sem fram undan eru, mun hann hefja sitt fimmta kjörtímabil. Á meðal óákveðinna kjósenda virðist einnig ríkur vilji til að takmarka setu forsetans, en sextíu og fimm prósent þeirra vill einhverskonar mörk í þessu sambandi. Þeir sem segjast ekki ætla að taka þátt í kosningunum eða skila auðu eru einnig hallir undir takmarkanir, sextíu prósent þeirra vilja festa það í lög hve lengi forseti geti setið á Bessastöðum. Hringt var í 1500 manns þann 13. og 14. júní síðastliðinn. 88% tóku afstöðu til spurningarinnar. Forsetakosningar 2012 Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Fleiri fréttir Bolludagur, sprengidagur, öskudagur og maskadagur Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Sjá meira
Rúm sextíu prósent þeirra sem tóku þátt í könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins á dögunum telja að takmarka beri þann fjölda kjörtímabila sem forseti Íslands getur setið. Það kemur ekki á óvart að mest er andstaðan við slíkt á meðal stuðningsmanna Ólafs Ragnars Grímssonar. Þeir sem vilja takmarka setu forsetans eru þó ekki á einu máli um hve lengi hann geti gegnt embættinu. Fjögur prósent þeirra sem tóku afstöðu vilja setja mörkin við eitt kjörtímabil, Nítján prósent við tvö kjörtímabil og tuttugu og sjö prósent vilja að forseti geti aðeins setið þrjú kjörtímabik. Átta prósent nefndu síðan fjögur kjörtímabil og eitt prósent nefndi fimm eða fleiri kjörtímabil. Þrjátíu og níu prósent aðspurðra voru hinsvegar á því að engin takmörk ættu að vera á því hve lengi forseti sitji í embætti. Þegar litið er til þess hvaða frambjóðanda menn styðja í kosningunum kemur ekki á óvart að fimmtíu og sjö prósent þeirra sem segjast ætla að kjósa Ólaf Ragnar Grímsson vilja engin takmörk í þessum efnum. Átján prósent stuðningsmanna Ólafs segjast reyndar vilja setja mörkin við þrjú tímabil, en nái Ólafur Ragnar kjöri í kosningunum sem fram undan eru, mun hann hefja sitt fimmta kjörtímabil. Á meðal óákveðinna kjósenda virðist einnig ríkur vilji til að takmarka setu forsetans, en sextíu og fimm prósent þeirra vill einhverskonar mörk í þessu sambandi. Þeir sem segjast ekki ætla að taka þátt í kosningunum eða skila auðu eru einnig hallir undir takmarkanir, sextíu prósent þeirra vilja festa það í lög hve lengi forseti geti setið á Bessastöðum. Hringt var í 1500 manns þann 13. og 14. júní síðastliðinn. 88% tóku afstöðu til spurningarinnar.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Fleiri fréttir Bolludagur, sprengidagur, öskudagur og maskadagur Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Sjá meira