Fanndís Friðriksdóttir: Ég hélt að flugmaðurinn ætlaði inn í markið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. júní 2012 21:40 Fanndís og félagar unnu í kvöld sinn fyrsta bikarsigur síðan sumarið 2009. Mynd / Stefán „Það var flugeldasýning, listflug, skrúðganga, lúðrasveit, þrjú rauð spjöld, framlenging, vítaspyrnukeppni. Blóð sviti og tár. Það var allt að gerast," sagði Fanndís Friðriksdóttir leikmaður Blika þegar hún var spurð hvað hefði eiginlega verið í gangi í Eyjum í kvöld. Blikar unnu ótrúlegan 9-8 sigur á ÍBV í 16-liða úrslitum Borgunarbikars kvenna í Eyjum í kvöld. Á sama tíma og leikurinn fór fram var setningarathöfn árlegs Shell-móts í Eyjum í gangi sem setti svip sinn á leikinn. „Leikurinn byrjaði á flugeldasýningu og lauk með listflugi yfir vellinum. Maður hélt á tímabili að flugvélin væri á leiðinni inn í markið. Ég er ekki að grínast. En þetta var mjög flott hjá flugmanninum, hann má eiga það," sagði Fanndís hlæjandi og viðurkenndi að erfitt hafi verið að halda einbeitingu á meðan öllu þessu stóð í námunda við Hásteinsvöll. „Ég hugsa að þetta sé skrýtnasti fótboltaleikur sem ég hef tekið þátt í," segir Fanndís sem skoraði tvívegis í leiknum. Fanndís kom Blikum í 3-2 undir lok venjulegs leiktíma en Eyjakonur jöfnuðu í viðbótartíma. Fanndís var aftur á ferðinni seint í framlengingunni og kom Blikum í 4-3 og útlitið gott. Manni færri tók varamaðurinn eldfljóti Shaneka Gordon til sinna ráða og skoraði jöfnunarmark Eyjamanna og sendi leikinn í vítaspyrnukeppni. „Ég skil ekki af hverju hún (Gordon) var ekki í byrjunarliðinu hjá þeim. Hún spændi upp vörnina okkar hægri vinstri og var hættuleg í hvert skipti sem hún fékk boltann. Hún var algjör yfirburðarmaður og jafnaði metin upp á sitt einsdæmi," sagði Fanndís um Jamaíkakonuna sem kom inn á í síðari hálfleik. Fanndís var á leið í Herjólf á leið á fast land þegar undirritaður heyrði í henni hljóðið. Fanndís á ættir að rekja til Eyja en faðir hennar, landsliðsmarkvörðurinn fyrrverandi Friðrik Friðriksson, er úr Eyjum. „Ég kann mjög vel við mig í Eyjum. Það er alltaf smá ÍBV-maður í mér en nú er ég búin að koma hingað tvisvar í sumar og fara heim með sigur. Það er örugglega ekkert vel séð að ég fari heim með sigur en ég er kampakát með þetta," sagði fyrirliði Blika. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Blikakonur án bikarsigurs í þrjú ár - mæta ÍBV í Eyjum í kvöld Stórleikur sextán liða úrslita Borgunarbikars kvenna fer fram á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í kvöld þegar ÍBV tekur á móti Breiðabliki en leikurinn hefst klukkan 17.00. Þarna eru að mætast liðin í 3. og 4. sæti Pepsi-deildar kvenna en hinir sjö leikirnir verða síðan spilaðir á föstudag og laugardag. 28. júní 2012 14:45 Dramatískur Blikasigur eftir vítaspyrnukeppni í Eyjum Breiðablik er komið í átta liða úrslit Borgunarbikars kvenna í knattspyrnu eftir sigur á Eyjakonum í vítaspyrnukeppni. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 3-3 og 4-4 að lokinni framlengingu. 28. júní 2012 17:46 Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
„Það var flugeldasýning, listflug, skrúðganga, lúðrasveit, þrjú rauð spjöld, framlenging, vítaspyrnukeppni. Blóð sviti og tár. Það var allt að gerast," sagði Fanndís Friðriksdóttir leikmaður Blika þegar hún var spurð hvað hefði eiginlega verið í gangi í Eyjum í kvöld. Blikar unnu ótrúlegan 9-8 sigur á ÍBV í 16-liða úrslitum Borgunarbikars kvenna í Eyjum í kvöld. Á sama tíma og leikurinn fór fram var setningarathöfn árlegs Shell-móts í Eyjum í gangi sem setti svip sinn á leikinn. „Leikurinn byrjaði á flugeldasýningu og lauk með listflugi yfir vellinum. Maður hélt á tímabili að flugvélin væri á leiðinni inn í markið. Ég er ekki að grínast. En þetta var mjög flott hjá flugmanninum, hann má eiga það," sagði Fanndís hlæjandi og viðurkenndi að erfitt hafi verið að halda einbeitingu á meðan öllu þessu stóð í námunda við Hásteinsvöll. „Ég hugsa að þetta sé skrýtnasti fótboltaleikur sem ég hef tekið þátt í," segir Fanndís sem skoraði tvívegis í leiknum. Fanndís kom Blikum í 3-2 undir lok venjulegs leiktíma en Eyjakonur jöfnuðu í viðbótartíma. Fanndís var aftur á ferðinni seint í framlengingunni og kom Blikum í 4-3 og útlitið gott. Manni færri tók varamaðurinn eldfljóti Shaneka Gordon til sinna ráða og skoraði jöfnunarmark Eyjamanna og sendi leikinn í vítaspyrnukeppni. „Ég skil ekki af hverju hún (Gordon) var ekki í byrjunarliðinu hjá þeim. Hún spændi upp vörnina okkar hægri vinstri og var hættuleg í hvert skipti sem hún fékk boltann. Hún var algjör yfirburðarmaður og jafnaði metin upp á sitt einsdæmi," sagði Fanndís um Jamaíkakonuna sem kom inn á í síðari hálfleik. Fanndís var á leið í Herjólf á leið á fast land þegar undirritaður heyrði í henni hljóðið. Fanndís á ættir að rekja til Eyja en faðir hennar, landsliðsmarkvörðurinn fyrrverandi Friðrik Friðriksson, er úr Eyjum. „Ég kann mjög vel við mig í Eyjum. Það er alltaf smá ÍBV-maður í mér en nú er ég búin að koma hingað tvisvar í sumar og fara heim með sigur. Það er örugglega ekkert vel séð að ég fari heim með sigur en ég er kampakát með þetta," sagði fyrirliði Blika.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Blikakonur án bikarsigurs í þrjú ár - mæta ÍBV í Eyjum í kvöld Stórleikur sextán liða úrslita Borgunarbikars kvenna fer fram á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í kvöld þegar ÍBV tekur á móti Breiðabliki en leikurinn hefst klukkan 17.00. Þarna eru að mætast liðin í 3. og 4. sæti Pepsi-deildar kvenna en hinir sjö leikirnir verða síðan spilaðir á föstudag og laugardag. 28. júní 2012 14:45 Dramatískur Blikasigur eftir vítaspyrnukeppni í Eyjum Breiðablik er komið í átta liða úrslit Borgunarbikars kvenna í knattspyrnu eftir sigur á Eyjakonum í vítaspyrnukeppni. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 3-3 og 4-4 að lokinni framlengingu. 28. júní 2012 17:46 Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Blikakonur án bikarsigurs í þrjú ár - mæta ÍBV í Eyjum í kvöld Stórleikur sextán liða úrslita Borgunarbikars kvenna fer fram á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í kvöld þegar ÍBV tekur á móti Breiðabliki en leikurinn hefst klukkan 17.00. Þarna eru að mætast liðin í 3. og 4. sæti Pepsi-deildar kvenna en hinir sjö leikirnir verða síðan spilaðir á föstudag og laugardag. 28. júní 2012 14:45
Dramatískur Blikasigur eftir vítaspyrnukeppni í Eyjum Breiðablik er komið í átta liða úrslit Borgunarbikars kvenna í knattspyrnu eftir sigur á Eyjakonum í vítaspyrnukeppni. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 3-3 og 4-4 að lokinni framlengingu. 28. júní 2012 17:46