Herdís gagnrýnir stjórnmálaprófessor harðlega VG skrifar 28. júní 2012 10:35 Herdís Þorgeirsdóttir. Herdís Þorgeirsdóttir forsetaframbjóðanda gagnrýnir orð Gunnars Helga Kristinssonar, prófessors í stjórnmálafræði, sem sagði í viðtali við RÚV á þriðjudaginn, að opið bókhald frambjóðenda væri merkingarlítið þar sem upplýsingarnar yrðu ekki sannreyndar af Ríkisendurskoðanda fyrr en eftir kosningar. Hann benti jafnframt á að krafa annarra frambjóðanda um að opna bókhaldið væri eðlileg taktík fyrir þá sem hafa minna fé milli handanna í kosningunum og til þess fallið að snúa veikleikum slíkra frambjóðanda í styrk. Herdís hafnar þessu í tilkynningu sem kosningastjórn Herdísar sendi frá sér. Þannig segir orðrétt: „Þessu hafnar Herdís Þorgeirsdóttir og telur staðhæfingar prófessorsins ekki standast neina skoðun þegar í ljósi þess að slíkar upplýsingar sæta eftirliti Ríkisendurskoðunar." Þá er vitnað í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis þar sem meðal annar segir að: „Eitt augljósasta tæki viðskiptalífsins til að hafa áhrif á stjórnmálamenn eru bein fjárframlög, bæði til stjórnmálaflokka og einstakra stjórnmálamanna." Herdís hefur opnað bókhald sitt. Það hefur Ólafur Ragnar Grímsson einnig gert auk þess sem hann hefur sundurliðað kostnaðinn við baráttuna. Þóra Arnórsdóttir hefur gefið upp heildarkostnað vegna auglýsinga, sem voru tæpar tvær milljónir. Þá sagðist hún hafa safnað tólf milljónum í styrki, þar af voru fimm styrkir yfir 200 þúsund krónur. Andrea Ólafsdóttir hefur safnað 26 þúsund krónum. Herdís Þorgeirsdóttir hefur safnað 519 þúsund krónum. Ari Trausti Guðmundsson hefur gefið út að hann muni upplýsa um bókhaldið eftir kosningar. Hannes Bjarnason forsetaframbjóðandi birti nýlega yfirlitið yfir kostnaðinn í baráttunni. Hann hefur ekki þegið neina styrki en heildarkostnaður hans vegna framboðsins er rétt rúm milljón króna. Meðal annars eyddi hann tæplega 240 þúsund krónur í viðburðarfyrirtækið Silent og hundrað þúsund krónum í kynningarmyndband á ÍNNTV. Hér fyrir neðan má lesa tilkynningu kosningastjórnar Herdísar:Í fréttum Ríkisútvarpsins 26. júní 2012 kemur fram að: "Prófessor í stjórnmálafræði segir það hafa litla þýðingu að opna bókhald forsetaframbjóðenda fyrir kosningar." Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis segir að: "Ekki er líðandi að gæslumenn almannahagsmuna gangi erinda einkafyrirtækja með þeim hætti sem gert var í aðdraganda bankahrunsins." og að: "Eitt augljósasta tæki viðskiptalífsins til að hafa áhrif á stjórnmálamenn eru bein fjárframlög, bæði til stjórnmálaflokka og einstakra stjórnmálamanna." Í könnun Capacent Gallup frá september 2010 kemur fram að um 80% landsmanna eru andvígir því að framboðum sé heimilt að taka við fjárframlögum frá einstaklingum án þess að nafn þess sem veitir styrkinn sé gefið upp. Krafa Herdísar er því samhljóða kröfu þjóðarinnar um opið bókhald á stjórnmálavettvangi. Bókhald er ekki opnað með því að gefa einungis upp heildarfjárhæð framlaga. Bókhald er ekki opnað með því að gefa aðeins upp í hvað peningarnir fara. Það sem 80% landsmanna vilja eru upplýsingar um hverjir leggja fram fé til framboða. Slíkar upplýsingar hafa einungis raunhæfa þýðingu fyrir kjósendur ef þær eru lagðar fram fyrir kjördag. Herdís Þorgeirsdóttir hefur opnað bókhald framboðs síns og þar með brugðist markvisst við ábendingum Rannsóknarnefndar Alþingis. Gegnsæi um fjármál forsetaframboða er forsenda fyrir því að kjósendur geti tekið upplýsta ákvörðun þegar þeir velja á milli frambjóðenda. Það hefur því mikla þýðingu að allir frambjóðendur til embættis forseta Íslands verði fyrir kosningar við kröfu þorra þjóðarinnar um að opna bókhald sitt. Forsetakosningar 2012 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Sjá meira
Herdís Þorgeirsdóttir forsetaframbjóðanda gagnrýnir orð Gunnars Helga Kristinssonar, prófessors í stjórnmálafræði, sem sagði í viðtali við RÚV á þriðjudaginn, að opið bókhald frambjóðenda væri merkingarlítið þar sem upplýsingarnar yrðu ekki sannreyndar af Ríkisendurskoðanda fyrr en eftir kosningar. Hann benti jafnframt á að krafa annarra frambjóðanda um að opna bókhaldið væri eðlileg taktík fyrir þá sem hafa minna fé milli handanna í kosningunum og til þess fallið að snúa veikleikum slíkra frambjóðanda í styrk. Herdís hafnar þessu í tilkynningu sem kosningastjórn Herdísar sendi frá sér. Þannig segir orðrétt: „Þessu hafnar Herdís Þorgeirsdóttir og telur staðhæfingar prófessorsins ekki standast neina skoðun þegar í ljósi þess að slíkar upplýsingar sæta eftirliti Ríkisendurskoðunar." Þá er vitnað í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis þar sem meðal annar segir að: „Eitt augljósasta tæki viðskiptalífsins til að hafa áhrif á stjórnmálamenn eru bein fjárframlög, bæði til stjórnmálaflokka og einstakra stjórnmálamanna." Herdís hefur opnað bókhald sitt. Það hefur Ólafur Ragnar Grímsson einnig gert auk þess sem hann hefur sundurliðað kostnaðinn við baráttuna. Þóra Arnórsdóttir hefur gefið upp heildarkostnað vegna auglýsinga, sem voru tæpar tvær milljónir. Þá sagðist hún hafa safnað tólf milljónum í styrki, þar af voru fimm styrkir yfir 200 þúsund krónur. Andrea Ólafsdóttir hefur safnað 26 þúsund krónum. Herdís Þorgeirsdóttir hefur safnað 519 þúsund krónum. Ari Trausti Guðmundsson hefur gefið út að hann muni upplýsa um bókhaldið eftir kosningar. Hannes Bjarnason forsetaframbjóðandi birti nýlega yfirlitið yfir kostnaðinn í baráttunni. Hann hefur ekki þegið neina styrki en heildarkostnaður hans vegna framboðsins er rétt rúm milljón króna. Meðal annars eyddi hann tæplega 240 þúsund krónur í viðburðarfyrirtækið Silent og hundrað þúsund krónum í kynningarmyndband á ÍNNTV. Hér fyrir neðan má lesa tilkynningu kosningastjórnar Herdísar:Í fréttum Ríkisútvarpsins 26. júní 2012 kemur fram að: "Prófessor í stjórnmálafræði segir það hafa litla þýðingu að opna bókhald forsetaframbjóðenda fyrir kosningar." Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis segir að: "Ekki er líðandi að gæslumenn almannahagsmuna gangi erinda einkafyrirtækja með þeim hætti sem gert var í aðdraganda bankahrunsins." og að: "Eitt augljósasta tæki viðskiptalífsins til að hafa áhrif á stjórnmálamenn eru bein fjárframlög, bæði til stjórnmálaflokka og einstakra stjórnmálamanna." Í könnun Capacent Gallup frá september 2010 kemur fram að um 80% landsmanna eru andvígir því að framboðum sé heimilt að taka við fjárframlögum frá einstaklingum án þess að nafn þess sem veitir styrkinn sé gefið upp. Krafa Herdísar er því samhljóða kröfu þjóðarinnar um opið bókhald á stjórnmálavettvangi. Bókhald er ekki opnað með því að gefa einungis upp heildarfjárhæð framlaga. Bókhald er ekki opnað með því að gefa aðeins upp í hvað peningarnir fara. Það sem 80% landsmanna vilja eru upplýsingar um hverjir leggja fram fé til framboða. Slíkar upplýsingar hafa einungis raunhæfa þýðingu fyrir kjósendur ef þær eru lagðar fram fyrir kjördag. Herdís Þorgeirsdóttir hefur opnað bókhald framboðs síns og þar með brugðist markvisst við ábendingum Rannsóknarnefndar Alþingis. Gegnsæi um fjármál forsetaframboða er forsenda fyrir því að kjósendur geti tekið upplýsta ákvörðun þegar þeir velja á milli frambjóðenda. Það hefur því mikla þýðingu að allir frambjóðendur til embættis forseta Íslands verði fyrir kosningar við kröfu þorra þjóðarinnar um að opna bókhald sitt.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Sjá meira