Ólafur Ragnar hefur eytt tæplega milljón í auglýsingar 25. júní 2012 13:26 Ólafur Ragnar Grímsson hefur eytt alls 3,6 milljónum króna í framboð sitt til forseta Íslands en þar af hefur hann eytt 850 þúsund krónum í auglýsingar. Á Facebook-síðu Ólafs Ragnars kemur fram að heildarkostnaður til þessa dags vegna framboðsins nemur kr. 3.661.640 og skiptist hann þannig að helstu kostnaðarliðir eru kr. 760.000 vegna húsaleigu, gerð vefsíðu kr. 664.640, flug og gisting vegna funda og ferða á landsbyggðinni kr. 540.000, almennur rekstrarkostnaður um kr. 700.000, auglýsingar kr. 850.000. Skipting auglýsinga, sem voru eingöngu vegna funda í byggðarlögum og opnun miðstöðvar, er þannig að: í héraðsfréttablöðum kr. 66.355, í útvarpi kr. 574.580 og skjáauglýsingar kr. 204.531. Fjármögnun þessa kostnaðar er á þann veg að Ólafur Ragnar lagði sjálfur fram í upphafi kosningabaráttunnar 2 milljónir króna. Síðan hafa 20 einstaklingar og 2 rekstraraðilar lagt samtals í kosningasjóð 2 milljónir og 45 þúsund krónur. Auk þess hefur sala merkis og annað skilað um 200 þúsund. Fjármögnunin nemur því til þessa alls um 4,2 milljónum króna. Áætlað er að heildarkostnaður við framboðið verði 4-5 milljónir og nemur viðbótin við þær 3,6 milljónir sem fyrr voru raktar aðallega launakostnaði. „Í ljósi umræðunnar vil ég beina því annarra frambjóðenda, að birta nú sundurliðað kostnaðaryfirlit og áætlun um heildarkostnað við baráttuna," segir svo á heimasíðu Ólafs Ragnars. Þóra Arnórsdóttir upplýsti í kappræðum Stöðvar 2 í gær að hún hefði eytt rúmlega sautján hundruð þúsund krónum í auglýsingar. Fram kom í Fréttablaðinu í dag að hún hefði fengið 12 milljónir króna í styrki en fimm þeirra voru yfir 200 þúsund krónum. Andrea Ólafsdóttir hefur safnað 26 þúsund krónum. Herdís Þorgeirsdóttir hefur safnað 519 þúsund krónum. Ari Trausti Guðmundsson hefur gefið út að hann muni upplýsa um bókhaldið eftir kosningar og Hannes Bjarnason ætlar að gera það þegar tími gefst til. Forsetakosningar 2012 Tengdar fréttir Herdís og Andrea vilja opið bókhald Andrea J. Ólafsdóttir og Herdís Þorgeirsdóttir hafa farið fram á að meðframbjóðendur þeirra opni bókhald sitt og láti kjósendur vita hvaðan fjárframlög koma. 24. júní 2012 11:28 Eyddi tæplega tveimur milljónum í auglýsingar Þóra Arnórsdóttir upplýsti í kappræðum forsetaframbjóðenda á Stöð 2 og Vísi í Hörpu í kvöld að hún hefði eytt 1746 þúsund krónum í auglýsingar sem hafa birst meðal annars í strætóskýlum víða á höfuðborgarsvæðinu. 24. júní 2012 20:18 Frambjóðendur opni bókhaldið Andrea Ólafsdóttir og Herdís Þorgeirsdóttir forsetaframbjóðendur hafa báðar opnað bókhald sitt og skora á aðra frambjóðendur að gera slíkt hið sama. Hannes Bjarnason segist ætla að birta bókhald sitt um leið og tími gefst til. Andrea hefur safnað 26 þúsund krónum og Herdís 519 þúsund krónum. Þær hafa báðar birt yfirlit yfir það hverjir hafa styrkt þær. 25. júní 2012 11:00 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson hefur eytt alls 3,6 milljónum króna í framboð sitt til forseta Íslands en þar af hefur hann eytt 850 þúsund krónum í auglýsingar. Á Facebook-síðu Ólafs Ragnars kemur fram að heildarkostnaður til þessa dags vegna framboðsins nemur kr. 3.661.640 og skiptist hann þannig að helstu kostnaðarliðir eru kr. 760.000 vegna húsaleigu, gerð vefsíðu kr. 664.640, flug og gisting vegna funda og ferða á landsbyggðinni kr. 540.000, almennur rekstrarkostnaður um kr. 700.000, auglýsingar kr. 850.000. Skipting auglýsinga, sem voru eingöngu vegna funda í byggðarlögum og opnun miðstöðvar, er þannig að: í héraðsfréttablöðum kr. 66.355, í útvarpi kr. 574.580 og skjáauglýsingar kr. 204.531. Fjármögnun þessa kostnaðar er á þann veg að Ólafur Ragnar lagði sjálfur fram í upphafi kosningabaráttunnar 2 milljónir króna. Síðan hafa 20 einstaklingar og 2 rekstraraðilar lagt samtals í kosningasjóð 2 milljónir og 45 þúsund krónur. Auk þess hefur sala merkis og annað skilað um 200 þúsund. Fjármögnunin nemur því til þessa alls um 4,2 milljónum króna. Áætlað er að heildarkostnaður við framboðið verði 4-5 milljónir og nemur viðbótin við þær 3,6 milljónir sem fyrr voru raktar aðallega launakostnaði. „Í ljósi umræðunnar vil ég beina því annarra frambjóðenda, að birta nú sundurliðað kostnaðaryfirlit og áætlun um heildarkostnað við baráttuna," segir svo á heimasíðu Ólafs Ragnars. Þóra Arnórsdóttir upplýsti í kappræðum Stöðvar 2 í gær að hún hefði eytt rúmlega sautján hundruð þúsund krónum í auglýsingar. Fram kom í Fréttablaðinu í dag að hún hefði fengið 12 milljónir króna í styrki en fimm þeirra voru yfir 200 þúsund krónum. Andrea Ólafsdóttir hefur safnað 26 þúsund krónum. Herdís Þorgeirsdóttir hefur safnað 519 þúsund krónum. Ari Trausti Guðmundsson hefur gefið út að hann muni upplýsa um bókhaldið eftir kosningar og Hannes Bjarnason ætlar að gera það þegar tími gefst til.
Forsetakosningar 2012 Tengdar fréttir Herdís og Andrea vilja opið bókhald Andrea J. Ólafsdóttir og Herdís Þorgeirsdóttir hafa farið fram á að meðframbjóðendur þeirra opni bókhald sitt og láti kjósendur vita hvaðan fjárframlög koma. 24. júní 2012 11:28 Eyddi tæplega tveimur milljónum í auglýsingar Þóra Arnórsdóttir upplýsti í kappræðum forsetaframbjóðenda á Stöð 2 og Vísi í Hörpu í kvöld að hún hefði eytt 1746 þúsund krónum í auglýsingar sem hafa birst meðal annars í strætóskýlum víða á höfuðborgarsvæðinu. 24. júní 2012 20:18 Frambjóðendur opni bókhaldið Andrea Ólafsdóttir og Herdís Þorgeirsdóttir forsetaframbjóðendur hafa báðar opnað bókhald sitt og skora á aðra frambjóðendur að gera slíkt hið sama. Hannes Bjarnason segist ætla að birta bókhald sitt um leið og tími gefst til. Andrea hefur safnað 26 þúsund krónum og Herdís 519 þúsund krónum. Þær hafa báðar birt yfirlit yfir það hverjir hafa styrkt þær. 25. júní 2012 11:00 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Herdís og Andrea vilja opið bókhald Andrea J. Ólafsdóttir og Herdís Þorgeirsdóttir hafa farið fram á að meðframbjóðendur þeirra opni bókhald sitt og láti kjósendur vita hvaðan fjárframlög koma. 24. júní 2012 11:28
Eyddi tæplega tveimur milljónum í auglýsingar Þóra Arnórsdóttir upplýsti í kappræðum forsetaframbjóðenda á Stöð 2 og Vísi í Hörpu í kvöld að hún hefði eytt 1746 þúsund krónum í auglýsingar sem hafa birst meðal annars í strætóskýlum víða á höfuðborgarsvæðinu. 24. júní 2012 20:18
Frambjóðendur opni bókhaldið Andrea Ólafsdóttir og Herdís Þorgeirsdóttir forsetaframbjóðendur hafa báðar opnað bókhald sitt og skora á aðra frambjóðendur að gera slíkt hið sama. Hannes Bjarnason segist ætla að birta bókhald sitt um leið og tími gefst til. Andrea hefur safnað 26 þúsund krónum og Herdís 519 þúsund krónum. Þær hafa báðar birt yfirlit yfir það hverjir hafa styrkt þær. 25. júní 2012 11:00