Júdókappinn Þormóður Jónsson keppir á sunnudag í Opnum flokki á Evrópumóti í júdó (European Cup) í Prag. Mótið er hans síðasta fyrir Ólympíuleikana í London.
Þormóður hefur undanfarna viku dvalið í OCT-æfingabúðum á vegum júdósambands Evrópu í Minsk í Hvíta-Rússlandi en heldur til Prag í dag. Sveinbjörn Iura verður einnig meðal keppenda í Pag en hann keppir í -81 kg flokki.
Eftir mótið mun Þormóður dvelja við æfingar á Íslandi fyrir leikana sem hefjast í London 27. júlí.
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2017-10-05T144457.831Z-haukar.png)
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2017-10-05T144408.023Z-keflavik.png)