Fótbolti

Steinþór Freyr á skotskónum í sigri Sandnes Ulf

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd / Heimasíða Sandnes Ulf
Steinþór Freyr Þorsteinsson skoraði eitt marka Sandnes Ulf sem lagði Lilleström að velli 3-1 á útivelli í dag.

Framherjinn Kamal Saaliti kom gestunum yfir á 9. mínútu og sex mínútum síðar var íslenski landsliðsmaðurinn á ferðinni og kom Sandnes í 2-0. Heimamenn minnkuðu muninn en það var Gilles Mbang Ondo sem tryggði Sandnes Ulf stigin þrjú með síðasta marki leiksins.

Sandnes Ulf hefur komið á óvart í deildinni og situr í sjöunda sæti að loknum þrettán umferðum.

Pálmi Rafn Pálmason og Björn Bergmann Sigurðarson spiluðu allan leikinn með Lilleström sem situr í næstneðsta sæti deildarinnar. Liðið hefur aðeins unnið tvo sigra í fyrstu þrettán leikjum mótsins.

Andrés Már Jóhannesson var í byrjunarliði Haugesund sem gerði 1-1 jafntefli á heimavelli gegn Tromsö. Haugesund er í þriðja sæti deildarinnar.

Þá voru Arnór Sveinn Aðalsteinsson og Kristján Örn Sigurðsson í liði Hönefos sem tapaði úti gegn toppliði Strömsgodset, 4-1. Hönefoss situr í sjötta sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×